Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 69
Verzlunm Diddabúð: Kaupir mikið af vörum beint frá útlöndum Rætt við eiganda verzlunarinnar, Onnu Hertervig Gamla apótekið á Siglufirði hefur lengi staðið lítt notað og glugg- arnir þar horft tómir við vegfarendum á Aðalgötunni. En eftir sl. áramót fór skyndilega að færast Iíf í tuskurnar og í febrúar var opnuð tískuvershm í húsnæðinu. Það var Anna Hertervig sem stóð fyrir þessum umsvifum, en hún er siglfirðingum góðkunn fyrir verslunarstarf sitt um fjölda ára. Þegar Frjáls verslun heim- sótti Siglufjörð fyrir skömmu var Anna heimsótt í nýju búðina, sem hún nefnir Diddabúð, og beðin að segja frá starfseminni. — Ég hef stundað versluni frá árinu 1958 og hef alltaf verslað með fatnað, sagði Anna. — Yið maðurinn minn vorum lengi með verslunina Túngötu 1 og þar vorum við með kvenfatnað, herrafatnað, skó og ýmsar smá- vörur. Það má segja að það hafi verið eins konar vöruhús. Þegar ég flutti verslunina hingað breyttist reksturinn og nú legg ég aðaláhersluna á herrafatnað, kvenfatnað, barnaföt og snyrti- vörur. Ég er með svolítið af skófatnaði, en það er bara lítið. SMEKKLEGAR INNRÉTT- INGAR Innréttingarnar í Diddabúð eru smekklegar og nýtískulegar og minna lítið á apótekið, sem var þarna áður fyrr. — Það var trésmíðaverkstæðið Bútur, sem sá um innréttingar hérna, sagði Anna. — Þeir eru smekklegir í sér strákarnir þar. Svo vann fjölskyldan við þetta eins og gengur og gerist. Þetta var mik- il fyrirhöfn að flytja fyrir utan kostnaðinn, sem var umtals- verður. En ég fékk sæmilega hagkvæm lán í Verslunarbank- anum. Öðru vísi hefði þetta ekki verið hægt. Húsnæðið hérna er í eigu rafvirkja á staðnum, en hann hefur leigt mér það til 5 ára. Ef ég hætti rekstrinum eftir þessi fimm ár, þá fær hann innréttingarnar. LÍTIÐ UM NÝJUNGAR Að sögn Önnu hefur lítið ver- ið um nýjungar í verslunar- rekstri á Siglufirði á síðustu árum. — Hér hefur þó alltaf verið mikið til af vörum miðað við stærð staðarins, sagði hún. En kannski hefur ekki alltaf verið hugsað svo mikið um tískufyrirbrigði. Ég reyni að fylgjast með því sem er að ger- ast á markaðinum, fer oft utan til að versla og kaupi mikið beint frá útlöndum. Eins fæ ég dálítið af unglingafatnaði frá sonum mínum, en þeir reka verslunina Kastalann í Reykja- vík. Aðdrættir eru kostnaðar- samir hér á Siglufirði, eni það er ekki hægt að láta það koma fram á vöruverðinu. Við erum bundin við sömu álagninguna og aðrir þótt við höfum meiri kostnað, sagði Anna. ÞEKKI FLESTA VIÐSKIPTA- VININA — Það er gaman að stunda verslun hér á Siglufirði, sagði Anna Hertervig. — Ég þekki flesta viðskiptavinina og veit orðið nokkuð um smekk þeirra. í sumum tilfellum veit ég líka betur en fólkið sjálft hvaða númer það notar af fötum. Þetta verður til þess að ég veit nokkurn veginn hvort ég á það sem hentar viðskiptavininum í það og það skiptið og fólk veit af þessu. Hvað afkomuna snert- ir, þá get ég ekki sagt annað en að ég sé ánægð. Það er ekki hægt að moka inn peningum við verslun hér, en með talsvert mikilli vinnu tekst manni að hafa það gott. Og þegar maður hefur gaman af þessu líka er ekki hægt að kvarta, sagði Anna Hertervig að lokum. I Ferstiklu Hvalfiröi Fyrir ferðamanninn: • Kaffi • Mjólk • ís • Tóbak • Ferðavörur • Benzín, olíur • Hamborgarar • Kjúklingar • Svínakótilettur • Franskar kartöflur — Veiðileyfi seld — Veitinga- húsiö FERSTIKLU SÍMI 93-2111 FV 5 1976 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.