Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 79
Ofnasmiðjan hf.:
Hóf að framleiða
miðstöðvarofna
fyrir 40 árin
INIý tegund af ofnum á markaðinn í haust
bygginga-, tækifæris- og tækni-
legum myndatökum, ásamt ljós-
myndum úr lofti. Þetta eru allt
mjög fjölbreytt verkefni oft
langt úti á landi.
Einnig er veitt víðtæk þjón-
usta öllum þeim til handa, sem
þurfa á ljósmyndum að halda í
hvers konar útgáfustarfsemi, til
kennslu og í alls konar skreyt-
ingar.
Þá eigum við mjög stórt safn
ljósmynda en þar eru bæði okk-
ar eigin myndir og myndir sem
samstarfsmenn hafa lagt inn
til umboðssölu. Aðalatriðið er
að geta útvegað þær myndir
sem beðið er um, óháð því hvort
þær eru frá Ljósmyndaþjónust-
unni eða ekki.
Ef myndafyrirspurnin er svo
sérstök að við eigum myndirnar
hvorki til í safninu, né hjá sam-
starfsmönnum okkar, kemur
oft til greina að taka þessar
myndir sérstaklega, án skuld-
bindinga um viðskipti.
Slík þjónusta er sjálfsögð,
þar sem allar myndir eru lán-
aðar úr safninu án allra kvaða
um kaup, svo framarlega sem
endanlegt úrval er tekið innan
þriggja vikna.
— Nú hefur þú bæði tekið
þátt í sýningum og unnið að
þeim fyrir aðra. Hverju geturðu
sagt okkur frá í þessu sam-
bandi?
— Ljósmyndaþjónustan hef-
ur fengið fjölda sýninga til
undirbúnings m.a. þróunar-
sýninguna í Laugardal og sögu-
sýninguna að Kjarvalsstöðum
1974. Við höfum einnig liðsinnt
öðrum ljósmyndurum með
stækkanir. Stærsta stækkunin,
sem við höfum gert var 6 fer-
metrar úr 35 mm Kodachrome
filmu.
í fyrrahaust var ég boðinn
sem gestur á sýninguna Ljós ’75
og sýndi þar eingöngu litstækk-
anir frá Grænlandi, Thailandi
og íslandi við ágætar undir-
tektir.
Ég efast ekki um að enn eiga
ljósmyndir eftir að öðlast meiri
vinsældir sem sikreytingar á
heimilum, á fjölsóttum stöðum
og á vinnustöðum, sagði Mats
að lokum.
FV 5 1976
HF. Ofnasmiðjan hefur nú í
40 ár þjónað íslenskum heimil-
um, stofnunum og fyrirtækjum
með framleiðslu- og umboðsvör-
um sínum, en þar eru m.a.
framleiddir ofnar, hillur og
skápar, vaskar og fjölmargt
annað. Frjálsri verslun þótti til-
hlýðilegt að kynna þetta gamal-
gróna fyrirtæki fyrir Iesendum
sínum á þessum tímamótum
fyrirtækisins.
Björn Jóhannsson er nú for-
stjóri Ofnasmiðjunnar og við
hann átti blaðið viðtal nýlega.
Upphaf fundargerðabókar
Ofnasmiðjunnar hljóðar svo:
Árið 1936, miðvikudaginn 6.
maí komu undirritaðir saman
að Hótel Borg kl. 16.00 til þess
að ræða stofnun hlutafélags til
þess að framleiða miðstöðvar-
ofna og e.t.v. fleira. Hlutaféð
var ákveðið kr. 35.000 og skyldi
það greitt strax að Vi hluta:
Þeir sem undirrituðu stofn-
fundargerðina voru: Sveinbjörn
Jónsson, Jón Loftsson, Guð-
bjartur Torfason, Guðmundur
Torfason, Samúel Torfason og
Hermann Bæringsson.
Fengu stofnendur úthlutaða
lóð í Rauðárholti við Háteigs-
veg, þar sem Ofnasmiðjan
stendur enn í dag. Ýmiss konar
erfiðleikar steðjuðu að við
byrjunarframkvæmdir, sem þó
voru yfirstignir með tímanum.
50 STARFSMENN
Nú fer framleiðsla Ofna-
smiðjunnar fram á tveim stöð-
um þ.e.a.s. á Háteigsvegi 7 og
að Flatarhrauni í Hafnarfirði.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
nú um 50 og starfa 40 þeirra við
framleiðsluna.
Þegar Ofnasmiðjan var 20
ára var Smiðjubúðin opnuð í
nýbyggingu við Ofnasmiðjuna.
Henni var ætlað það hlutverk
fyrst og fremst að selja það, sem
Ofnasmiðjan framleiðir, svo og
innfluttan varning er vel sam-
Björn Jóhannsson,
forstjóri Ofnasmiðjunnar.
rýmist framleiðsluvörunum.
Rekstur Smiðjubúðarinnar hef-
ur gengið vel og er hún ómiss-
andi þáttur í rekstri fyrirtækis-
ins.
Sífellt hefur verið byggt
við og húsnæði Ofnasmiðjunn-
ar á Háteigsveginum endur-
bætt. Upp úr 1960 fékk Ofna-
smiðjan lóð að Draghálsi í
Árbæjarhverfi og hóf þar bygg-
ingarframkvæmdir. Var bygg-
73
L