Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 79

Frjáls verslun - 01.05.1976, Side 79
Ofnasmiðjan hf.: Hóf að framleiða miðstöðvarofna fyrir 40 árin INIý tegund af ofnum á markaðinn í haust bygginga-, tækifæris- og tækni- legum myndatökum, ásamt ljós- myndum úr lofti. Þetta eru allt mjög fjölbreytt verkefni oft langt úti á landi. Einnig er veitt víðtæk þjón- usta öllum þeim til handa, sem þurfa á ljósmyndum að halda í hvers konar útgáfustarfsemi, til kennslu og í alls konar skreyt- ingar. Þá eigum við mjög stórt safn ljósmynda en þar eru bæði okk- ar eigin myndir og myndir sem samstarfsmenn hafa lagt inn til umboðssölu. Aðalatriðið er að geta útvegað þær myndir sem beðið er um, óháð því hvort þær eru frá Ljósmyndaþjónust- unni eða ekki. Ef myndafyrirspurnin er svo sérstök að við eigum myndirnar hvorki til í safninu, né hjá sam- starfsmönnum okkar, kemur oft til greina að taka þessar myndir sérstaklega, án skuld- bindinga um viðskipti. Slík þjónusta er sjálfsögð, þar sem allar myndir eru lán- aðar úr safninu án allra kvaða um kaup, svo framarlega sem endanlegt úrval er tekið innan þriggja vikna. — Nú hefur þú bæði tekið þátt í sýningum og unnið að þeim fyrir aðra. Hverju geturðu sagt okkur frá í þessu sam- bandi? — Ljósmyndaþjónustan hef- ur fengið fjölda sýninga til undirbúnings m.a. þróunar- sýninguna í Laugardal og sögu- sýninguna að Kjarvalsstöðum 1974. Við höfum einnig liðsinnt öðrum ljósmyndurum með stækkanir. Stærsta stækkunin, sem við höfum gert var 6 fer- metrar úr 35 mm Kodachrome filmu. í fyrrahaust var ég boðinn sem gestur á sýninguna Ljós ’75 og sýndi þar eingöngu litstækk- anir frá Grænlandi, Thailandi og íslandi við ágætar undir- tektir. Ég efast ekki um að enn eiga ljósmyndir eftir að öðlast meiri vinsældir sem sikreytingar á heimilum, á fjölsóttum stöðum og á vinnustöðum, sagði Mats að lokum. FV 5 1976 HF. Ofnasmiðjan hefur nú í 40 ár þjónað íslenskum heimil- um, stofnunum og fyrirtækjum með framleiðslu- og umboðsvör- um sínum, en þar eru m.a. framleiddir ofnar, hillur og skápar, vaskar og fjölmargt annað. Frjálsri verslun þótti til- hlýðilegt að kynna þetta gamal- gróna fyrirtæki fyrir Iesendum sínum á þessum tímamótum fyrirtækisins. Björn Jóhannsson er nú for- stjóri Ofnasmiðjunnar og við hann átti blaðið viðtal nýlega. Upphaf fundargerðabókar Ofnasmiðjunnar hljóðar svo: Árið 1936, miðvikudaginn 6. maí komu undirritaðir saman að Hótel Borg kl. 16.00 til þess að ræða stofnun hlutafélags til þess að framleiða miðstöðvar- ofna og e.t.v. fleira. Hlutaféð var ákveðið kr. 35.000 og skyldi það greitt strax að Vi hluta: Þeir sem undirrituðu stofn- fundargerðina voru: Sveinbjörn Jónsson, Jón Loftsson, Guð- bjartur Torfason, Guðmundur Torfason, Samúel Torfason og Hermann Bæringsson. Fengu stofnendur úthlutaða lóð í Rauðárholti við Háteigs- veg, þar sem Ofnasmiðjan stendur enn í dag. Ýmiss konar erfiðleikar steðjuðu að við byrjunarframkvæmdir, sem þó voru yfirstignir með tímanum. 50 STARFSMENN Nú fer framleiðsla Ofna- smiðjunnar fram á tveim stöð- um þ.e.a.s. á Háteigsvegi 7 og að Flatarhrauni í Hafnarfirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 50 og starfa 40 þeirra við framleiðsluna. Þegar Ofnasmiðjan var 20 ára var Smiðjubúðin opnuð í nýbyggingu við Ofnasmiðjuna. Henni var ætlað það hlutverk fyrst og fremst að selja það, sem Ofnasmiðjan framleiðir, svo og innfluttan varning er vel sam- Björn Jóhannsson, forstjóri Ofnasmiðjunnar. rýmist framleiðsluvörunum. Rekstur Smiðjubúðarinnar hef- ur gengið vel og er hún ómiss- andi þáttur í rekstri fyrirtækis- ins. Sífellt hefur verið byggt við og húsnæði Ofnasmiðjunn- ar á Háteigsveginum endur- bætt. Upp úr 1960 fékk Ofna- smiðjan lóð að Draghálsi í Árbæjarhverfi og hóf þar bygg- ingarframkvæmdir. Var bygg- 73 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.