Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 92
--------------------AUGLÝSING -
FLLGFÉLAGID SAS:
Land andstæðna
Kcnýa liggur á austurströnd
Afríku og er 582.400 ferkíló-
metrar að stærð. Það er fimm
sinnum stærra en ísland og í-
búafjöldi þess fjórtán milljónir.
Kenýa hefur oft verið kallað
land andstæðna, vegna viða-
mikilla fjalla og dala, sem eru
fullir af villtum dýrum, straum-
harðra áa og Iítilla fjallalækja,
kyrrlátra vatna og Iangra frið-
sælla sjávarstranda, fallegra
skóga og endalausra sléttna,
gamalla slokknaðra eldstöðva
og splunkunýrra hótela.
Þeir sem ákveða að fara til
Kenýa geta því valið um margt
sem er eftirsóknarvert að sjá og
slík ferð kemur til með að lifa
í hugum manna og verða
kannski til þess að kveikja
löngun þeirra til frekari kann-
ana á öðrum fjarlægum heims-
hluta.
GESTRISNI OG GÓÐ
ÞJÓNUSTA
Kenýabúar eru vingjarnlegir
og tvennt eiga þeir sameigin-
legt með íslendingum, í fyrsta
lagi gestrisnina og i öðru lagi
þjóðarstoltið, sem kemur greini-
lega í ljós þegar þeir sína ferða-
mönnum fegurð lands síns.
Sl. fimmtán ár hafa Kenýa-
búar undirbúið og skipulagt
komu ferðamanna til landsins
og geta boðið uppá fyrsta
flokks hótel, klúbba og sumar-
hús, eða sérstök fjölskylduhí-
býli á lægra verði og allsstaðar
er að vænta gestrisni, góðrar
þjónustu og fyrsta flokks mál-
iíðir. Tjald- og hjólhýsastæði
eru víðsvegar um landið og
dvalarstaðir þannig frá gengnir
að nauðsynlegasta þjónustuað-
staða er fyrir hendi.
Þegar komið er til Nairóbi
blasir við falleg nýtízkuleg borg
með bösurum, útikaffihúsum,
góðum hótelum og stórum bygg-
ingum og næturklúbbum. Á
sama hátt og náttúrufegurð og
sérkennilegt dýralíf á eftir að
heilla ferðamanninn, þá á Nair-
óbi einnig eftir að draga að sér
athygli hans og aðdáun.
Það er um margt að velja
þegar til Nairóbi er komið, en
frá höfuðborginni er hægt að
halda í „safari-ferðina“ heitt-
óskuðu, eða halda áleiðis til
eyjanna við Indlandshaf.
SAFARI FERÐIR
Á máli Swahili manna þýðir
Kenýa
orðið ,,safari“ ferð á milli
tveggja staða, sem gerð er í á-
kveðnum tilgangi. Og tilgangur
þeirra sem leggja upp í Afríku-
ferð hlýtur að vera að kanna og
sjá með eigin augum allt það
sem birtzt hefur á sjónvarps-
skerminum heima í stofu. Svo
er einnig hægt að velja á milli
stuttra skoðunarferða frá Nair-
óbi sjálfri og viðdvöl, eða liggja
á sólríkri strönd í Mombasa,
þannig að Afríkuferð í orðsins
fyllstu merkingu ætti að geta
gefið hvot tveggja, þ.e.a.s. sól
og surnar á miðjum vetri jafnt
og eftirminnilegar safariferðir.
Safaríferðir á vegum Globe-
trotter ferðaskrifstofunnar mið-
ast við áætlunarflug frá Kaup-
mannahöfn og þangað aftur og
eru þær á boðstólum allt frá
kr. 145.650 og innifalið í þessu
verði er gisting og matur. Um
þrjár safariferðir er að ræða og
sérstaklega vert að minnast ít-
arlega á eina þeirra sem kostar
frá kr. 149.250, og er þrettán
daga ferð frá Kaupmannahöfn
með fararstjóra alla ferðina.
EFTIRMINNILEGAR
SKOÐUN ARFERÐIR
Ferðast er um 'hásléttu 1600
metra yfir sjávarmáli og niður
að Indlandshafi þar sem glóð-
volgur sjórinn bíður.
Þegar komið er til Nairóbi að
morgni er ekið til Masai Lodge
sem liggur á mörkum Nairóbi
þjóðgarðsins. Næsta dag nota
menn að eigin vild. Svo er ferð-
inni heitið til Cottars Camp þar
sem dvalið er næturlangt í
tjaldbúðum sem eru síður en
svo frumlegar, því þar er
steypibað og snyrting auk ann-
arra þæginda. Þessi staður er
viðfrægur fyrir fegurð og ligg-
ur við ána Athi. Skammt þaðan
er Tsavo garðurinn og eru
margar tegundir dýra á vegin-
um og því hverjum og einum
ráðlagt að hafa myndavélina
með í ferðina. Næsti staður er
Kilaguni Lodge og þaðan farið
84
FV 5 1976