Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 93

Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 93
AUGLÝSING í stutta ökuferð til vesturhluta Tsavogarðsins og Mzima Springs þar sem flóðhestarnir bylta sér í tæru vatninu. Næsta dag er haldið til Salt Lick og fyrst farið til Taita Hills, þar sem hádegisverður er snæddur og þar á eftir til Salt Lick Lodge. Næturgistingin þar á eftir að vera meðal þeirra eftir- minnilegustu, því húsin standa á staurum og útsýnið frábært og alla jafna hægt að virða fyr- ir sér fjölskrúðugt dýralíf. Næsti dagur er dagur mynda- vélanna því tveim dögum er eytt í Tsavo þjóðgarðinum en hann er svæði sem er á stærð við hálft Svissland og býður uppá sérkennilegt dýralíf eins og endranær í þessari ferð. Fyrir hádegi á níunda degi er haldið til Mombasa og búið á Serena Beach hótelinu. Þar eru einhverjar glæsilegustu bað- strendur veraldarinnar og til- valið að njóta síðustu daganna undir pálmatrjám og ekki er hætta á að veðrið verði leiðin- legt, því meðalhiti t.d. í febrúar er 24 gráður á Celcíus. Ferðaskrifstofa SAS að Laugavegi 13, R., gefur við- skiptamönnum sínum ítarlegar upplýsingar um Austur-Afríku ferðir og getur státað af góðri þjónustu og margra ára reynslu við skipulagningu á Austur-Afríku ferðum. Af hverju ekki að breyta til einu sinni? FERÐASKRIFSTOF/VM LRVAL: Ferðast á eigin bíl um Skotland Nú er í athugun hjá Ferða- skrifstofunni Úrval að bjóða uppá ferðir til Skotlands og hef- ur Úrval sérstaklcga í huga að notfæra sér þá þjónustu, sem færeyska ferjan „Smyrill“ veit- ir, þ.e.a.s., að íslendingar geti tekið eigin híl með í ferðina og ekið síðan um Skotland og jafn- vel til Englands. Að sjálfsögðu getur ferða- skrifstofan Úrval bókað nætur- gistingar fyrir viðskiptavini sina ef óskað er, en telur þó heppilegra fyrir ferðamennina að skipuleggja sinn eigin tíma og haga ferðaáætlun eftir eigin óskum. Kostnaður við slikt ferðalag er ekki eins mikill og vænst hefði mátt. Fargjaldið er kr. 72.000 fyrir hjón og 18.000 fyrir barn. Siðast en ekki síst er far- gjaldið fyrir bílinn einungis kr. 15.200. Ferðakostnaður fyrir fjög- urra manna fjölskyldu fram og til baka með Smyrli er kr. 123.200 og næturgisting í Skot- landi er áætluð £ 12.00 á sól- arhring fyrir 2 hjón og 2 börn ásamt morgunverði. Fyrrgreint verð er miðað við góð hótel eða svokölluð „guest-houses“. Auðveldast og ráðlegast er að útvega sér upplýsingabækling, strax við komuna til landsins, t.d. „Where to stay in Scot- land“, en þar er hægt að finna gott yfirlit yfir helstu hótel og þjóðvegi. Frá aðkomustað í Scrabster í Skotlandi er ekið eftir veginum austan megin við Wick og síðan gegnum Inverness, en þar skammt fyrir sunnan er ferða- mannastaðurinn Avermour, sem vert er að minnast á. Þar eru 3 fyrsta flokks hótel og allt sem hugurinn girnist í hvíldar- og afþreyingarferðalagi t.d. sundhallir, gufuböð, golfvellir, dansstaðir, skemmtilegar krár (pubs), og veiðileyfi eru fáan- leg ef ske kynni að veiðistöng- in hefði verið tekin með. Staðurinn er í fallegu um- hverfi og gefst ferðamönnum einnig kostur á að bregða sér á hestbak, fara í gönguferðir eða aka um og skoða nærliggjandi staði. Þá er ferðinni haldið áfram yfir Lochness og til Perth og svo áfram til Edinborgar. Það- an liggur leiðin til Glasgow og er þar margt eftirsóknarvert að skoða. Síðan má halda ferðinni áfram eftir vesturströndinni yfir fallegustu hálendi Skot- lands. Á þessu tveggja vikna ferða- lagi er vegalengdin í kringum 1300 km. og ef eknir eru 100 km. á dag ætti það ekki að vera þreytandi, sérstaklega með til- liti til steyptu veganna og þeirra valkosta, sem slíkt ferða- lag hefur uppá að bjóða, því hægt er að ráðstafa tímanum eftir eigin höfði og það ætti einmitt að vera tilgangur ferð- arinnar. FV 5 1976 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.