Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 24
þannig að enginn átti raunveru- lega undankomu auðið úr net- inu, sem fyrir almenning var lagt. # Stærri verzlanir Sumir héldu því fram, að piltarnir í Madison Avenue í New York, þar sem stærstu auglýsingastofurnar hafa að- setur, réðu smekk Bandaríkja- manna. Þeir kynntu fyrir bandarískum fjölskyldum kynstrin öll af vörum og þjónr ustu, sem gerðu jafnvel undir- málsfólk vestan hafs miklu bet- ur búið, fætt og þjónað heldur en íbúa flestra annarra landa. Þegar hraðfrystar matvörur komu á markað eftir seinni heimsstyrjöldina, var miklu erf- iði létt af húsmæðrum í sam- bandi við matargerð. Og næsta skrefið var ,,sjónvarpsmáltíðin“ svonefnda, þar sem húsmóðir- in þurfti alls engin undirbún- ingsstörf að vinna vegna mat- seldar. Framleiðsluvörur amer- ískra búgarða og verksmiðja og innflutningur frá öðrum lönd- um víða um heim, varð fáan- legur í stórum kjörbúðum og markaðsverzlunum, þar sem viðskiptavinurinn gat gengið um í rólegheitum og virt fyrir sér vöruframboðið. Þegar bíll- inn varð almenningseign og vegna flutninganna úr mið- borgunum í útborgir eftir seinni heimsstyrjöldina lögðust verzlunarfyrirtæki niður nema þau, sem stóðu traustustum fótum. En þau urðu þó í sjálfs- vörn að opna útibú í nýju borg- arhverfunum. Eftirlíkingar voru fljótlega gerðar af vöru- tegundum, sem vinsældum náðu, og sala í miklu magni lækkaði verð. Þannig var ábat- inn af nýrri uppfinningu fljótt uppétinn og þörfin fyrir að koma á framfæri nýrri vöru eða þjónustu varð æ meira knýjandi. Um leið og hráefnin breytt- ust og tækni sömuleiðis töpuðu gömlu efnin í samkeppni við þau nýju. Sellófan kom í stað- inn fyrir álþynnur og pappír í umbúðum, álið leysti tin af hólmi í framleiðslu á brúsum og geymum og plastið kom í stað trjáviðar og ýmissa ann- arra efna. Sama átti við um vefnaðarvöruna. Bómull og ull urðu að víkja fyrir gerviefnum. Föt, sem hægt var að klæðast strax að loknum þvotti, ruddu sér til rúms og um leið var starf húsmóðurinnar gert auð- veldara. 0 Breytt viðhorf Sölustarf gagnvart neytend- unum er snar þáttur í banda- rísku viðskiptalífi, sem hefur ríkulega sett mark sitt á allar lífsvenjur Bandaríkjamanna. En í þessu hefur þjóðin fundið sín takmörk. Þegar allt leikur i lyndi og allsnægtirnar blasa hvarvetna við er kannski mögu- leiki á óhófsneyzlu. En hversu mikið óhóf í notkun auðlinda gat þjóðin þolað? Á þessum áratug hefur stóri glæsilegi einkabíllinn, hlaðinn orkueyð- andi tækni, orðið fyrir alvar- legum árásum um leið og bandaríska þjóðin hefur staðið frammi fyrir olíuskorti. Spurn- ingar hafa vaknað: Hve margra teeunda af tannkremi, sem í eðli sínu eru mjög áþekkar, þörfnumst við? Þjóðin hefur vaknað til umhugsunar um eðli fjölmiðla sem dæla yfir fólk lé- legu skemmtiefni með smekk- lausum auglýsingum inn á milli, sem hafa verið móðgandi fvrir sæmilega skynsamt fólk. Úrgangurinn frá neyzlusamfé- laginu ógnaði umhverfi manns- ins og krafðist talsverðra oDÍn- berra útgjalda til að fá rönd við reist. Plastflöskur og brús- ar, sem ekki eyddust. ónrvddu landslae. ár oe vötn. bjórdósir rúlluðu um þjóðveeina. Ný al- ríkislöe voru sett tii að mæta þessum vanda og bá sérstakleea um öryeeisstaðal fvrir vmsar nevzluvörur. En venjum Banda- ríkiamanna, sem hafa mótazt af undanlátssemi fyrir alls kyns duttlungum og tízkufyrirbær- um, verður ekki breytt í einni svipan. Formælendur virkrar sölu- starfsemi höfðu margt til síns máls. í fyrsta lagi vildu þeir að sjálfstæði neytandans væri að fullu virt. Auglýsingar væru óhjákvæmilegar til að gera honum grein fyrir valkostun- um. Neytandinn fengi það sem hann vildi. Samkeppnin tryggði mikið úrval og mismunandi vöruverð, lánamöguleika vegna vörukaupa og stöðuga viðleitni til að fullnægja smekk fólks fyrir vörum og þjónustu og til að mæta þörfum. Jafnvel öflug- ustu fyrirtæki gætu ekki þröngvað vörum sínum upp á almenning. Oft er vitnað í dæmið um Edsel-bílinn seint á sjötta áratugnum, sem kaup- endur höfnuðu þrátt fyrir geysiumfangsmiklar aðgerðir Ford-verksmiðjanna til öflun- ar markaðs fyrir bílinn. # Dagar neytenda- samfélags taldir? Þróumin síðari hluta sjöunda áratugarins og það sem af er áttunda áratugnum bendir til þess að dagar neytendasamfé- lagsins í venjulegri mynd þess, séu taldir. Bandaríkjamenn, sem eru um 6% af íbúum heimsins, hafa neytt rúmlega þriðjungs af auðlindum jarðar- innar. í stað langrar upptaln- ingar á þeim hráefnum, sem menn töldu að gnótt yrði af heima fyrir um aldur og ævi lengist stöðugt listinn yfir þau hráefni, sem flytja verður inn. Bandaríska neytendasamfélagið neytir ekki aðeins af eigin arf- leifð heldur gengur á forðabúr alls heimsins. Orkukreppan árið 1973 og afleiðingar hennar hafa opnað augu manna fyrir því, hve háð bandaríska bjóðin er innfluttri olíu. Umskólun neyt- endasamfélagsins í ljósi þeirra nýju staðreynda, er við blasa, er krefjandi verkefni, sem Bandaríkjamenn eiga nú fyrir höndum. Það verður erfiðara en áður að selja neytandanum. Tæknin, sem áður þróaðist vegna þess að menn vildu örva lyst manna á vörum og þjón- ustu er nú æ meira notuð til áróðurs gegn óhóflegri neyzlu. 24 FV 6 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.