Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 31
Auðlindaskattur A * Grein eftir Arna Arnason, rekstrarhagfræðing Nýgerðir fiskveiðisaniningar við Breta gefa þá von, að sú stund sé ekki fjarri, að við íslendingar getum nú loksins stjórnað hagnýtingu okkar eigin fiskimiða. Hvernig þessari hagnýtingu verður háttað, er enn með öllu óljóst. Hættan er, að takmörkun veiða við hagkvæmasta hámarksafla verði framkvæmd með gamla haftakerfinu (aflamagni verði úthlutað eftir byggðalögum eða til einstakra útvegsmanna sem ákveðið hlutfall af afla fyrra árs), en skynsamleg og lýðræðisleg lausn eins og auðlindaskattur sigli sinn sjó. Auðlindum má skipta í tvo hópa: frjálsar auðlindir og auð- lindir til einkanota. Auðlindir, sem nýttar eru til einkanota skapa tiltölulega fá hagræn vandamál. Frjálsar auðlindir eða auðlindir í samfélagseign, sem öllum er frjáls nýting á, skapa hins vegar sérstakt vandamál, þar sem nýting verð- ur nær sjálfkrafa í andstöðu við þjóðarhag. Ástæðan er sú, að nýting t.d. auðlinda hafsins eða afréttarlanda verður umfram æskilega nýtingu, þar sem eng- inn einn notandi hagnast á því að takmarka eigin afnot. Auð- lindin nýtist þá einungis öðrum betur. Til þess að slíkar auð- lindir séu rétt nýttar, þarf að koma verð fyrir afnot þeirra, sem breytist í samræmi við æskilega nýtingu þeirra. Þetta verð fyrir nýtingu auðlinda hafsins hefur hérlendis verið kallað auðlindaskattur. Þessi nafngift hefur á ýmsan hátt verið óheppileg, þar sem öll neikvæð áhrif skattlagning- ar verða tenffd við huetakið og viðkvæðið getur orðið: Hvernig á útgerðin að taka á sig nýjan skatt, þegar hver fiskur, sem dreginn er úr sjó, er þegar skattlagður inn að beini? Svarið er tiltölulega einfalt fyrir þá, sem vilja skilja samhengi lausn- arinnar. Þetta skal nú rætt og byrjað á núverandi auðlinda- skatti, tollunum. AFNÁM TOLLA Tollar eru að ýmsu leyti auð- lindaskattur á hvolfi. Skýringin er sú, að væru engir tollar, þyrfti gengisskráningin að hækka, sem næmi tollum til þess að halda jafnvægi í utan- ríkisviðskiptum. Vegna toll- anna er því gengisskráning- in lægri sem tollunum nem- ur, sem aftur veldur því, að tekjur sjávarútvegs eru lægri í ísl. krónum en væri, ef gengið hækkaði og to'llar væru afnumdir. Tollar verða þannig óbeint skattlagning á útflutn- ing þótt þeim hafi upphaflega verið ætlað annað hlutverk og hindrun þess, að aðrar atvinnu- greinar geti nýtt sér útflutning sem skyldi. Fyrsta skrefið í innleiðslu auðlindaskatts er því algjört af- nám tolla og samsvarandi hækkun gengis. Að meðaltali veldur slík breyting engri verð- lagsbreytingu innflutnings, en leysir margan vanda. Tollar eru nú mjög misháir eftir vöruteg- undum og innflutningslöndum, sem veldur orðið vaxandi skekkingaráhrifum. S'líkt mis- ræmi hverfur, en jafnframt hverfa tolltekjur ríkissjóðs. Hvernig sá vandi leysist sést síðar. Gengislækkun sem þessi sam- fara afnámi tolla býður upp á ótal tækifæri til öflugs atvinnu- lífs irunanlands: • Útflutningur iðnaðarvara býr lojtsins við rétta gengis- skránitigu, sem býður heim ótal útflutningstækifærum. Jafnframt vex innlendur iðn- aður upp við starfsskilyrði, sem eru raunhæf til fram- búðar, en ekki tilbúinn til- verugrundvöll í skjóli tolla sem á síðari árum eru iðnaðinum þó í vaxandi mæli í óhag: tollur af hráefnum er hærri en af fullunnum vör- um. • Útflutningur alls konar þjón- ustu verður hagkvæmari. Sömuleiðis vei'ður samskon- ar þjónusta ódýrari hérlend- is en erlendis fyrir innlenda aðila. • íslendingar geta með aukn- um hagnaði stundað fólks- og vöruflutninga fyrir aðrar þjóðir. • Ferðalög innanlands verða samkeppnishæfari við utan- landsferðir og möguleikar fs- lands sem ferðamannalands aukast. Þótt hér sé staðar numið, gæti upptalningin verið mun lengri. Tækifærin eru óteljandi. FV 6 1976 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.