Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 50
Hákon Valdimarsson, Finnur Jónsson og Þorgrímur Guömundsson í blokkinni, sem Byggingarfélagið Höfn er að reisa. Byggingafélagið Höfn: Hafa byggt tvö fjölbýlis- hús á Höfn var tekin í gagnið í vetur og landa bátarnir hér fyrir framan og fiskinum er ekið inn á gaffal- lyfturum. Þar er hægt að slægja netafisk og fletja fyrir söltun. Þá er kæld hráefnisgeymsla mjög til hagræðinigar. Við þykj- umst vera á lokasprettinum núna og allt húsið á að vera til- búið seinna á þessu ári. Full- komin aðstaða verður fyrir starfsfólkið, matsalur, þvotta- herbergi fyrir vinnuföt og snyrtiherbergi með baði og skápum fyrir föt. Einnig er gert ráð fyrir þjálfunarstöð fyrir nýliðana. Þetta er gífurlega mikil fjár- festing að koma þessu upp og hefur nokkuð verið gagnrýnt hve byggiinigin er stór í sniðum. Það er ekkert leyndarmál að þessi f járfesting á eftir að valda tímabundnum rekstrarerfiðleik- um í byrjun en verða arðbær í framtíðinni, ef þorskurinn er ekki búinn, að segja. VIÐHORF TIL FRIÐUNAR FISKSTOFNA Hermann sagði að atvinnu- rekstur á íslandi hefði vafa- laust alla tíð þurft að búa við þau skilyrði að ný fjárfesting væri ekki arðbær fyrstu árin. Það virðist gert ráð fyrir því að verðbólgan verði að halda á- fram svo hlutfallið milii fjár- festingar og þess arðs sem fjár- festingin gefur verði eðlilegt. Um friðun þorsksins sagði Hermann að hann legði ríka á- herslu á friðun. Friðunarað- gerðir hefðu sýnt að humar og sild voru á áberandi uppleið og björguðu alveg árinu. Ef slíkt væri mögulegt með þorskinn væri kominn tryggur grund- völlur fyrir fiskiðnað. Að lokum sagði Hermann að 1973 hefði mjólkursamlagið komist í nýtt húsnæði. Tekið hefði verið á móti 1.821.000 lítr- um af mjólk frá allri sýslunni á síðasta ári. Af þessu magni hefði 20% verið selt til neyt- enda, en 80% farið í smjör fyr- ir heimamarkað, en fyrst og fremst ost, sem seldur er til Reykjavíkur og einnig erlendis. Það kemur frain í viðtalinu við Sigurð sveitarstjóra, að á Höfn er mikið byggt af íbúðar- húsnæði og samt vantar hús- næði. Tvær íbúðarblokkir hafa verið byggðar að tilst'uðlan sveitarfélagsins. Þessar tvær blokkir urðu kveikjan að stofn- un Byggingarfélagsins Hafnar, 1973. Fimm ungir Hornfirðingar, þeir Hákon Yaldimarsson, Finn- ur Jónsson, Þorgrímur Guð- mundsson, Gísli Aðalsteinsson og Sveinn Sighvatsson, fram- kvæmdastjóri, gerðu tilboð í byggingarnar og var því tekið. Hófust þeir handa vorið 1974 við smíðarnar. Blaðamaður FV hitti þá Há- kon, Finn og Þorgrím í annari blokkinni, sem þeir eru að Ijúka við, og ræddi við þá um bygg- ingariðnaðinn á staðnum. Þeir sögðu að á Höfn væru fjórir aðilar í þessari iðngrein, en ekki væri hægt að tala um samkeppni því að allir hefðu nóg að gera. Það væri helst í sambandi við innréttingarnar í heilsugæslustöðina. — Okkar tilboði var tekið og er Sveinn fyrir sunnan að ganga frá þeim málum núna, sögðu þeir félagar. —■ Hjá okkur eru 16 starfs- menn að okkur meðtöldum og önnur verkefni eru í augnablik- inu 12 einbýlishús á ýmsum byggingarstigum, 6-íbúða rað- hús og okkar eigið húsnæði við Álaugarveg, en þar smíðum við allar okkar innróttingar auk hurða og glugga í framtíðinni. Stærsta vandamál byggingar- iðnaðarins sögðu þeir vera hversu grunnamir væru erfið- ir. Grafa þarf allt niður á 6 metra dýpi til að skipta um jarðveg. Sem dæmi um kostn- að nefndu þeir að það færi allt upp í 1,5 milljón fyrir ca 130 m“ einbýlishús, áður en hægt væri að byrja á sjálfum sökklinum. Reynt hefði verið að byggja á staurum, sem reknir eru niður á fast, en það reynst ótraust. — Samt erum við bjartsýnir því nóg er af verkefnum, sem liggja fyrir og enn vantar mik- ið á að húsnæðisvandamálið sé leyst, því margt fólk sækist eftir að setjast hér að. 50 FV 6 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.