Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 50

Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 50
Hákon Valdimarsson, Finnur Jónsson og Þorgrímur Guömundsson í blokkinni, sem Byggingarfélagið Höfn er að reisa. Byggingafélagið Höfn: Hafa byggt tvö fjölbýlis- hús á Höfn var tekin í gagnið í vetur og landa bátarnir hér fyrir framan og fiskinum er ekið inn á gaffal- lyfturum. Þar er hægt að slægja netafisk og fletja fyrir söltun. Þá er kæld hráefnisgeymsla mjög til hagræðinigar. Við þykj- umst vera á lokasprettinum núna og allt húsið á að vera til- búið seinna á þessu ári. Full- komin aðstaða verður fyrir starfsfólkið, matsalur, þvotta- herbergi fyrir vinnuföt og snyrtiherbergi með baði og skápum fyrir föt. Einnig er gert ráð fyrir þjálfunarstöð fyrir nýliðana. Þetta er gífurlega mikil fjár- festing að koma þessu upp og hefur nokkuð verið gagnrýnt hve byggiinigin er stór í sniðum. Það er ekkert leyndarmál að þessi f járfesting á eftir að valda tímabundnum rekstrarerfiðleik- um í byrjun en verða arðbær í framtíðinni, ef þorskurinn er ekki búinn, að segja. VIÐHORF TIL FRIÐUNAR FISKSTOFNA Hermann sagði að atvinnu- rekstur á íslandi hefði vafa- laust alla tíð þurft að búa við þau skilyrði að ný fjárfesting væri ekki arðbær fyrstu árin. Það virðist gert ráð fyrir því að verðbólgan verði að halda á- fram svo hlutfallið milii fjár- festingar og þess arðs sem fjár- festingin gefur verði eðlilegt. Um friðun þorsksins sagði Hermann að hann legði ríka á- herslu á friðun. Friðunarað- gerðir hefðu sýnt að humar og sild voru á áberandi uppleið og björguðu alveg árinu. Ef slíkt væri mögulegt með þorskinn væri kominn tryggur grund- völlur fyrir fiskiðnað. Að lokum sagði Hermann að 1973 hefði mjólkursamlagið komist í nýtt húsnæði. Tekið hefði verið á móti 1.821.000 lítr- um af mjólk frá allri sýslunni á síðasta ári. Af þessu magni hefði 20% verið selt til neyt- enda, en 80% farið í smjör fyr- ir heimamarkað, en fyrst og fremst ost, sem seldur er til Reykjavíkur og einnig erlendis. Það kemur frain í viðtalinu við Sigurð sveitarstjóra, að á Höfn er mikið byggt af íbúðar- húsnæði og samt vantar hús- næði. Tvær íbúðarblokkir hafa verið byggðar að tilst'uðlan sveitarfélagsins. Þessar tvær blokkir urðu kveikjan að stofn- un Byggingarfélagsins Hafnar, 1973. Fimm ungir Hornfirðingar, þeir Hákon Yaldimarsson, Finn- ur Jónsson, Þorgrímur Guð- mundsson, Gísli Aðalsteinsson og Sveinn Sighvatsson, fram- kvæmdastjóri, gerðu tilboð í byggingarnar og var því tekið. Hófust þeir handa vorið 1974 við smíðarnar. Blaðamaður FV hitti þá Há- kon, Finn og Þorgrím í annari blokkinni, sem þeir eru að Ijúka við, og ræddi við þá um bygg- ingariðnaðinn á staðnum. Þeir sögðu að á Höfn væru fjórir aðilar í þessari iðngrein, en ekki væri hægt að tala um samkeppni því að allir hefðu nóg að gera. Það væri helst í sambandi við innréttingarnar í heilsugæslustöðina. — Okkar tilboði var tekið og er Sveinn fyrir sunnan að ganga frá þeim málum núna, sögðu þeir félagar. —■ Hjá okkur eru 16 starfs- menn að okkur meðtöldum og önnur verkefni eru í augnablik- inu 12 einbýlishús á ýmsum byggingarstigum, 6-íbúða rað- hús og okkar eigið húsnæði við Álaugarveg, en þar smíðum við allar okkar innróttingar auk hurða og glugga í framtíðinni. Stærsta vandamál byggingar- iðnaðarins sögðu þeir vera hversu grunnamir væru erfið- ir. Grafa þarf allt niður á 6 metra dýpi til að skipta um jarðveg. Sem dæmi um kostn- að nefndu þeir að það færi allt upp í 1,5 milljón fyrir ca 130 m“ einbýlishús, áður en hægt væri að byrja á sjálfum sökklinum. Reynt hefði verið að byggja á staurum, sem reknir eru niður á fast, en það reynst ótraust. — Samt erum við bjartsýnir því nóg er af verkefnum, sem liggja fyrir og enn vantar mik- ið á að húsnæðisvandamálið sé leyst, því margt fólk sækist eftir að setjast hér að. 50 FV 6 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.