Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 13
arkostnaðar, einkum launa, hafa rekstrarskilyrði frysting- ar tvímælalaust batnað á síð- ustu mánuðum, en afkoman er þó mun lakari en hún var árin 1969 til 1973. Sem fyrr virðist afkoma saltfiskverkunar góð og i skreiðarverkun, sem nú fer vaxandi, er afkoman mjög góð. í fiskmjölsvinnslu og loðnu- bræðslu hefur afkoma verið slök að undanförnu, en hins vegar gæti orðið þar einhver bót á, ef hækkuo mjölverðs að undanförnu helzt. Fiskveiðarn- ar berjast í bökkurn, enda mun það mála sannast, að við ríkj- andi ástand fiskstofna geti ekki verið um arðsaman rekst- ur að ræða fyrir allan okkar stóra fiskiflota. Breyting á sjóð- um sjávarútvegs, einkum af- nám Olíusjóðs fiskiskipa, gæti reyndar valdið því, að afla- lægstu skipin heltust úr lest- inni. VERÐMÆTI AFLANS Verðmæti sjávarafla á föstu verðlagi hefur minn.kað um 5 V2 % frá fyrra ári, um 3 % ef loðnan er talin frá. Þessi niður- staða er nálægt mati á breyt- ingum framleiðslunnar janúar —apríl 1976, er sýnir um 7% minni framleiðslu á þessu tíma- bili, 3% ef loðnuafurðir eru undanskildar. Samdrátturinn varð rnestur í framleiðslu loðnumjöls og lýsis, en eintnig minnkaði saltfiskframleiðsla verulega. Freðfiskframleiðslan var sem næst óbreytt að frátal- inni loðnufrystingu, sem jókst úr 1.150 tonnum 1975 í 4.900 tonn 1976. (Sbr. töflur 1. og 2.). Upplýsingar frá sölusamtökum útflytjenda staðfesta þessar tölur í öllum meginatriðum. ÁHRIF FRIÐUNARAÐGERÐA ÓVISS Að undanförnu hafa orðið miklar umræður um afleiðing- ar ofveiði íslenzkra fiskstofna og er þorskstofninn einkum tal- inn hætt kominn. Hafa nú þeg- ar verið gerðar ýmsar friðun- arráðstafanir og er útfærsla fiskveiðilögsögunnar vitaskuld þeirra mikilvægust. Þá hafa á- kvæði um gerð og magn veið- arfæra verið hert, friðunar- svæðum fjölgað og þau stækk- uð. Áhrif þessara aðgerða á ár- inu 1976 eru um margt óviss, þar sem ekki hefur verið á- kveðið að draga úr þorskveið- um með ákvæðum um hámarks- afla eða stöðvun veiða á vissum tímabilum. Miðað við þorskafla Islendinga á tímabilinu maí-—- desember 1975 og sókn og afla- brögð það sem af er þessu ári gæti þorskaflinn á síðari hluta ái's orðið svipaðui- og á sama tima i fyrra. Þar með yrði árs- aflinn 250 til 260 þúsund tonn samanborið við um 267 þúsund tonn 1975. Þótt áhrifa friðunar- aðgerða kunni að gæta á næstu mámuðum í ríkara mæli en til þessa, er ólíklegt, að þorskafli minnki um meira en 20-—25 þúsund tonn á þessu ári, nema veiðar verði stöðvaðar um tíma eða aflamörk sett. Veldur hér mestu um, hve sóknarþunginn er mikill. Því verður að telja líklegast, að þorskafli íslend- inga á árinu 1976 verði á bil- inu 240—260 þúsund tonn. HEILDARÞORSKAFLI Á ISLANDSMIÐUM 290—320 ÞUS TONN Örðugt er að áætla heildar- þorskafla útlendinga á íslands- miðum á árinu 1976, en líkur benda til, að hann; verði ná- lægt 60 þúsund tonnum. Áætl- un þessi er meðal annars byggð á nýgerðum samningum við Bieta og aðrar þjóðir um veið- ar innan íslenzku fiskveiðilög- sögunnar. Samkvæmt framansögðu virðist heildarþorskaflinn á ís- landsmiðum að öllu óbreyttu muinu verða á bilinu 290—320 þúsund tonn á þessu ári, sam- anborið við 370'—380 þúsund tonn síðastliðin þrjú ár. Þótt þannig séu ‘horfur á verulegri minnkun þorskaflans í heild, sýnist eigi að síður stefna yfir það hámark, sem fiskifræðing- ar hafa talið ráðlegt. ÁÆTLUN UM AFLA- MÖGULEIKA NAUÐSYNLEG Með þessum dæmum um þorskafla 1976 er einungis reynt að ráða í framvinduna í ár, eftir því sem séð verður að svo stöddu, en ekki lagður dóm- ur á, hvaða aflamagn sé skyn- samlegt eða æskilegt með tilliti til veiðiþols þorskstofnsins í framtíðinni. Hins vegar ber nú brýna nauðsyn til að semja á- ætlun um aflamöguleika okk- ar til nokkurra ára, meðal ann- ars á grundvelli aflans í ár, en könnun á aflamöguleikum og efnahagslegum afleiðingum mismunandi fiskverndarleiða er i senn undirstaða skynsam- legrar stjórnunai' á fiskveiðum og þjóðhagsáætlunar fyrir næstu ár. Verk þetta þarf því að vinna í sameiningu af fiski- fræðingum og hagfræðingum í samráði við aðila innan sjávar- útvegsins og á næstu mánuðum verður lögð sérstök áherzla á þetta verkefni. Dæmin tvö ‘hér að framan um þorskafla íslendinga 1976 eru meðal mikilvægustu for- sendna áætlunar um útflutn- ingsframleiðslu sjávarafurða fyrir árið 1976. Að öðru leyti er byggt á vitneskju um aílabrögð að undanförnu og veiðikvóta á rækju-, humar- og síldveiðum og á fyrirætlunum um veiðar á bræðslufiski í sumar, einkum spærlingi, loðnu og kolmunna. Nokkur óvissa hefui' ríkt um karfaveiðai' togaranna i sumar, vegna þess hve verð á karfa hefur verið lágt. Nú liefur verð- ið hins vegar verið hækkað um 46% á ábyrgð Verðjöfnunar- sjóðs til þess að beina sókn tog- skipa frá þorskveiðum að karfa- veiðum. Af þessum sökum sýn- ist óhætt að reikna með sama eða nokkru meiri karfaafla og í fyrra, eins og gert er í lægra þorskafladæminu. Heildarframleiðsla sjávaraf- urða á árinu 1976 er þannig tahn minnka um 1—1%% frá fyrra ári, jafnvel þótt þorskafli á síðari hluta ársins verði svip- aður og í fyrra. Sé hins vegar reiknað með 29—25 þúsund tonna minni þorskafla íslend- inga á síðari hluta ársins 1976, eru horfur á 4—-5% samdrætti. ÚTFLUTNINGSVERÐLAG Verð útfluttra sjávarafui'ða hefur farið hækkandi að undan- förnu og var í maílok 34—35% hærra í íslenzkum krónum en að meðaltali 1975. í dollurum reiknuð nemur hækkunin 18— 19%. Verðhækkunarinnar hef- ur einkum gætt síðustu vikurn- FV 6 1976 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.