Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 22
Þessi verðlisti er frá 1897. Þá var fólk byrjað að panta vörur
samkvæmt slíkum lista og fá sendar í pósti. Þessi viðskiptaaðferð
er enn í fullu gildi.
verði sem fékkst með því að
útiloka milliliði. Margs konar
matvörum var bætt í vörufram-
boð A & P og þótti nafnið viss
trygging fyrir vönigæðum og
lágu verði, sem rekja mátti til
stórra og hagkvæmra innkaupa
keðjuverzlananna. Þetta fyrir-
tæki hóf rekstur sinn í nokkr-
um stórum borgum en um alda-
mótin voru verzlanir A & P
komnar líka í smábæina.
# Snmákaupmönnum
skákaö
Með tilkomu dreifingarkerf-
is, er náði til landsins alls, var
tilveru smákaupmannsins, slátr-
arans og bakarans teflt í hættu.
The National Biscuit Company
varð til við samruna nokkurra
bökunarfyrirtækja um alda-
mótin. Það ruddi sér leið inn á
þjóðarmarkaðinn með kex og
annað bakkelsi. Þegar smá-
verzlunin seldi tekex úr tunn-
um án þess að nokkur vissi hve
gamalt það væri, sendi
NABISCO kexið sitt á markað
innpakkað í fallegar umbúðir
með gæðatryggingu áprentaðri.
Birgðir voru stöðugt endurnýj-
aðar til að kexið væri alltaf
sem nýtt. Á þjóðarmarkaðinum
verzluðu aðrir með annars kon-
ar vörur á sama hátt. Þannig
var um Swift and Armour, sem
seldu kjötvörur. Sýnishorn af
birgðum þeirra skoðuðu stjórn-
skipaðir eftirlitsmenn reglulega
en slátrarnir heima í bæjunum
höfðu engin tök á að ná til
þeirra háu herra.
Vörusalan gerði æ meiri
ki’öfur til tízku, hönnunar og
umbúða auk verðsins. Skór voru
t.d. handsmíðaðir eftir pöntun
snemma á 19. öldinni. Þegar
vélvæðingin varð í skógerðinni
og fjöldaframleiðsla hófst, fóru
skóframleiðendur að sérhæfa
sig í karlmanna- og kventízku.
Kostnaður minnkaði og tízkan
gegndi mikilvægu hlutverki til
að gera skóna seljanlega og
átti það sérstaklega við um
kvenskó. Sama gilti um tilbú-
inn fatnað, sem neytendur gátu
þakkað saumavélinni og fjölda-
framleiðslu. Godey's Lady's
Book, sem hóf göngu sína 1837,
var fyrsta ritið sinnar tegund-
ar, sem skýrði lesendum sínum
meðal kvenþjóðarinnar frá síð-
ustu breytingum kvenfatatízk-
unnar. Fyrir 1860 var upplag
þessa rits orðið 150 þús. eintök
á mánuði. New York-borg varð
meiriháttar miðstöð fataiðnað-
arins vegna þess að eftirlíking-
ar af fínu kvöldkjólunum frá
París voru saumaðar á lágu
verði í fataverksmiðjunum í
New York og sendar á ör-
skömmum tíma á markað um
öll Bandaríkin.
# IMýjar uppfinningar
reyndar
Þegar nýjar vörutegundir
komu fram á sjónarsviðið í
kjölfar uppfinningar og nýrrar
tækni varð að sannfæra al
menming um kosti þess að
prófa. Thomas Edison notaði
svipaðar aðferðir til að koma
raflýsingarnýjung sinni á fram-
færi við almenning og notaðar
höfðu verið, þegar gaslýsing
var kynnt fyrir fjölskyldum á
einstökum heimilum. Stórverzl-
anir, snekkjm', bankar og auð-
kýfingaheimili urðu sýningar-
staðir fyrir undur raftækninn-
ar. Rafknúin tæki, sem spöruðu
vinnu, tíma og rúm voru
kynnt fyrir húsmæðrum og
seld í framhaldi af sýnikennslu,
vegna sérstakra verðtilboða og
af því að þau léttu af fólki
þungu fargi og fyrirhöfn. Með
efnalegum samanburði við ná-
granna var það dómur al-
menningsálitsins, að þeir, sem
ekki höfðu rafmagn á heimil-
um sínum væru á eftir og toll-
uðu ekki í tízkunni. Margar
svipaðar söluaðferðir voru not-
aðar til að vinna talsímanum
þann heiðurssess í bandarísku
þjóðlífi, sem hann naut fljót-
lega.
# Bíllinn —
almenningseign
Hafi rafmagnið og síminn
breytt lífi Bandaríkjamanna í
lok nítjándu aldarinnar, þá
skapaði bíllinn ekki síður gjör-
breytt viðhorf nokkrum ára-
tugum síðar. Henry Ford hafði
fylgzt með því hvernig frum-
kvöðlarnir í bílasmíði vöktu at-
hygli á framleiðslu sinni með
því að selja bílana efnamönnum
sem eins konar stöðutákn. Eins
og aðrir reyndi Henry Ford
þessa leið með bílana sína og
tókst að vekja á sér athygli með
kappakstri. En hann sá, að
markaður fyrir tiltölulega ó-
dýran bíl og traustan var mik-
22
FV 6 1976