Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 45
sýnar. Hitt er og það, að þátt- taka af hálfu alþingismanna hefur verið mjög dræm. Hvort þar liggur til grundvaliar áhugaleysi eða annir skal ég ekki segja. F.V.: — Hvað er langt síðan þú hófst afskipti af málefniun iðnaðarins og iðnrekstri og hver var forsaga þess að Plast- prent var stofnað? Haukur: — Ég fór til þess að gera snemma að taka þátt í félagsstarfi á sviði þess at- vinnulífs, sem ég var tengdur. Ég lærði útvarpsvirkjun hja Ríkisútvarpinu og vann þar um 10 ára skeið. Síðan rak ég við- gerðarfyrirtæki á því sviði með öðrum önnur 10 ár, en sagði svo skilið við það fag. Á þessu tímabili tók ég all mikinn þátt í félagslífi iðnaðarmanna, sat á Iðnþingum um nokkurra ára skeið og var formaður Félags útvarpsvirkja tvö síðustu árir:, er ég starfaði í iðninni Svo færðist það yfir til samtaka iðn- rekenda, þegar út í iðnrekstur kom. Ég var í stjórn Félags ísl. iðnrekenda i 11 ár, en er nú í bankaráði Iðnaðarbankans og hef umsjón með útgáfu blaðs- ins íslenzkur iðnaður. Þetta eru megin þæitth' af- skipta minna af félagsmálum iðnaðarins. í gegnum þau störf hef ég kynnst mörgu góðu fólki, sem veruleg ánægja hefur ver- ið að hafa samskipti við. Einnig er það þroskandi og gefur manni miklu betri mynd af málum viðkomandi atvinnuveg- ar og atvinnulífi landsmanna í heild. Þá hlýtur það óhjá- kvæmilega að leiða til kynna við marga stjórnmála- og embættismenn, því að hags- munasamtök þurfa eðli sínu samkvæmt ekki sízt að róa á þau mið og hvarvetna að reyna að verja fleytuna áföllum í öldugangi hinna félagslegu átaka. F.V.: — Hver er reynslan af samskiptum þínum við stjórn- mála- og emhættismenn? Ha,ukur: — Þessu er vand- svarað. Reynslan er góð og reynslan er ekki góð. Mín skoð- un er sú, að stjórnmálamenn vilji sínu samfélagi yfirleitt vel. Úr framleiðslusal. En fyrir þá er vandsetið. Mjög margir þeirra eru fulltrúar ákveðinna hagsmunahópa. Hlý t- ur því oft að vera erfitt fyrir þá að gera upp hug sinn, hvort þeir skuli túlka þau hags- munasjónarmið í þrengsta skilningi, eða að líta víðara á málin. Margir hafa komizt til áhrifa og valda vegna of mikilla lof- orða til sinna manna, sem. erfitt getur verið að standa við þeg- ar á reynir. Þá hefst flóttinn. Sterkir leiðtogar komast ekki í þessa aðstöðu. Þeir hafa for- göngu um að móta almennings- álitið og víkja lítt af þeirri stefnu, þótt móti blási í bili. En það er eitt, sem ég hef alltaf undrast. Það er hin ein- kennilega árátta þeirra manna, sem komast til einhverra áhrifa, að vilja ráðskast með líf og athafnir annarra. Það virð- ist vera trúaratriði margra stjórnmála- og embættismanna, að þeir hafi miklu betra vit á því en t. d. ég og þú, hvað sé okkur fyrir beztu. Hverjum mundi detta það í hug nú, að æskilegt væri, að enginn mætti gera við útvarpsviðtæki nema ein ríkisstofnun. Svona var þetta í 15-20 ár. f 30 ár mátti enginn flytja inn útvarpsvið- tæki nema ein einkasala. Um tíma var einkasala líka á bíl- um, hjólbörðum, öllum raf- magnstækjum og raflagnarefni. Aðeins einn maður var einráð- ur yfir því flestu. Hvílik völd! Þetta steinaldarfyrirkomulag er nú búið að hlaupa sitt skeið. Þá var ekki amalegt að vera innundir hjá stofnuninni að Skólavörðustíg 12. Leyfi fyrir öllu. Þá var gaman að fá leyfi — og sjálfsagt gaman að veita leyfi. En það kom í Ijós, að við þurftum ekki þessarar for- sjár. F.V.: — En hvert stefna þá ríkisafskiptin? Ha,ukur: — Nú beinast af- skiptin fyrst og fremst að fjar- málunum, þegar sköttunum er sleppt, Að sjálfsögðu þurfa fjár- mál hvers þjóðfélags heildar- stjórnar eins og aðrir þættir samfélagsins, en öllu má of- gera. Mér er minnisstætt atvik frá því fyrir um 25 árum. Eysteinn Jónsson var þá fjármálaráð- herra. Hann bauð fulltrúum, af Iðnþingi í kaffi á Hótel Borg. Talið barst að fjárskorti og undirbúningi stofnunar Iðnað- arbankans. Hann hvatti alla velunnara iðnaðar til að leggja sitt sparifé þar inn, þegar til kæmi, og var hinn ágætasti. Bankinn var stofnaður og vel- unnarar iðnaðar fóru að leggja sparifé sitt inn. En smátt og smátt kemst rík- isvaldið að þeirri niðurstöðu, að sparifjáreigendur og forráða- menn banka og sparisjóða haii ekki vit á því, hvernig fénu skuli ráðstafað. Það fer að seil- ast inn í þessar lánastofnanir eftir fé til að ráðstafa því sjálft. Nú tekur það 35% af öllu spari- fé, 25% fer til svo kallaðrar „bindingar“ í Seðlabankanum, en 10% til þess sem kallað er „framkvæmdaáætlun ríkisins". Innstæður í Iðnaðarbankanum eru nú 3000 milljónir. Ríkið er búið að ná í næstum því 1000 milljónir af því til eigin ráð- stöfunar. Hví er svo iðnaðurinn í erfiðleikum með rekstursfé? En það er ekki nóg með þetta, heldur tælir ríkisvaldið sparifjáreigendur til að taka fó sitt út úr bönkum til kaupa á skuldabréfum, og notfærir sér þar óspart skugga verðbólg- unnar. En allar gjörðir hafa sínar björtu hliðar. Ríkið er hluthafi í Iðnaðarbankanum. Framlag ríkisins til bankans er eftir því sem ég bezt veit um 10 milljón- ir króna. FV 6 1976 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.