Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 27
Greinar og viðlSI Staðlaður arkitektúr eða IViao-hús fyrir alla? Grein eftir Leó IVI. Jónsson, rekstrartæknifræðing Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, skrifa'ði skemmtilega grein í 3. tbl. F.V. 1976 sem hann nefndi: „Hugleiðing um menntamenn og gagnrýni milli atvinnustétta“. Greinin er að hluta til svar við grein iminni um „Menn og mcnntamenn" í 9. thl. F.V. 1975, en þar vék ég nokkuð að skipulagsmálum. Ég er sammála EÞÁ um að pennaleti landans er einstök, enda erum við þekktir erlendis fyrir fornbókmenntir, eldgos og þá einstöku ósvífni að svara helst ekki venjulegum bréfum. Og um þessa pennaleti má einnig segjast, að það er með ólíkindum ef fram fer í dag- blöðum málefnaleg umræða eða skoðanaskipti. Hinsvegar eru því vart nokkur takmörk sett hve lengi hægt er að þvarga með tilheyrandi skítkasti um einhverjar pólitískar fabúlur, engum til gagns hvað þá fróð- leiks. Sjálfur hef ég fengið þá af- greiðslu, að skrif mín séu ekki svaraverð vegna þess að ég sé „bara hægri sinnaður imbi“. Gott og vel, ég hef gaman af því að skrifa og mum halda því áfram svo lengi sem einhver fæst til að birta það. Það er túlkun EÞÁ að ég reyni að egna stétt gegn stétt og eflaust má finna tilefni til að ætla mér þann tilgang. En satt bezt að segja þá vakti það ekki fyrir mér. Það er hins vegar laukrétt að ég er ekki hrifinn af arkitektum og ennþá minna hrifinn af frammistöðu verk- og tæknifræðinga á sviði húsa- hönnunar. Mér varð á ein skyssa sem hendir því miður alltof marga. Ég taldi í einum hópi alla húsa- hönnuði, sem ég ranglega nefndi einu nafni arkitekta og var það í sambandi við fegurð eða öllu heldur ljótleika mann- virkja í Breiðholti. Hinsvegar var ég svo samnarlega að gagn- rýna arkitekta í greininni og ætla að halda því áfram eftir tilefnum. LJÓT MANNVIRKI Um ljótasta mannvirkið að mínum dómi í Breiðholti er það að segja, að þar átti ég við löngu blokkarhörmungina við Norðurfell, og ekki fríkkar hún í mínum augum þótt í ljós kæmi að þar hefðu tæknifræð- ingar verið að verki. Um þak- lekann og ætterni hans er það að segja, að þeirri kennimgu stal ég úr gamalli lesbók Mogg- ans þar sem arkitekt, sem ég man ekki hvað hét, tók svipað til orða um íslenska arkitekta. Það má vel vera að það sé rétt hjá EÞÁ, að ef til vill er Breið- holtið sú skipulagða viður- styggð sem raun ber vitni vegna þess að forsendur voru ekki fengnar með nægum rann- sóknum eða skýrslugerð. Ég er samt ekki á því að okkur vanti meiri skýrslur. Við gerum allt- of margar ónothæfar og illa unnai- skýrslur vegna þess að þær eru gerðar í hinum og þess- um opintoerum sérfræðingahæl- um, sem ekki eru lögð niður þótt verkefnin séu þrotin fyrir löngu. Sem dæmi um slíkt má taka ailar þær skýrslur, sem á undanförnum tveimur árum hafa verið gerðar um iðnaðinn. Þær eru í stórum dráttum allar eins, ein endalaus upptalning á því sem allir vita að gera þarf. Engu að síður er iðnaðurinn allur á hvínandi rassgatinu, svo notuð sé kjarngóð vestfirzka. Hversvegna — jú, það er ekkert gert í málinu nema skrifaðar skýrslur á skýrslur ofan. Á- standið er slíkt að sjálfur iðn- aðarráðherra tók þannig til orða á ársþingi iðnrekenda fyr- ir skömmu um iðnaðinn: „Þrátt fyrir allt hefur iðnaðurinn vax- ið og dafnað og s'é’r fyrir þörf- um þjóðarinnar á hinum fjöl- breyttustu sviðum“. Það er nefnilega sorgleg stað- reynd að þrátt fyrir allt þá er ekkert raunhæft gert til að endurreisa þann iðnað, sem enn lafir í landinu en er að koðna niður vegna forgjafar erlendra FV 6 1976 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.