Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 55
Smurstöö BP: Aihlíða bifreiða- þjónusta í vinnusal Veiðafæragerðar Hornafjarðar. Veiðafæragerð Hornafjarðar: Humartrollin eru sérgrein hennar Árið 1969 var Veiðarfæragerð Hornafjarðar komið á laggirnar af tveim ungum Hornfirðingum þeim Hauki Þorvaldssyni og Kristjáni Gústafssyni. Ári scinna komst fyrirtækið í nýtt húsnæði sem þeir félagar höfðu byggt sjálfir innan við höfnina. Þegar blaðamaður FV leit þar inn varð Haukur fyrir svörum. Haukur sagði að þeir veittu alla þjónustu hvað veiðarfæri snerti, allt frá síldarnótum nið- ur í þorskanet. Þá vinna þeir fyrir aðkomubáta. — Segja má að humartrollin séu sérgrein okkar og kemur það sjálfkrafa til út af staðnum sagði Haukur. GEYSIMIKIL VINNA — Hér er geysimikil vinna og eru 6 rnanns hér fastir starfs- menn. Haustin væru kannski daufasti tíminn en það væri að lagast vegna síldarinnar. Um vertíðina í vetur sagði Haukur, að þrátt fyrir að lítið hefði fiskast hefði aldrei verið annar eins netaaustur. Þetta er ekki hagnaður fyrir okkur, því við höfum hlut af netunum eins og metamenn í landi. Það er samt útgerðin sem verður að blæða. Annars er þetta ekkert óeðlilegt því þegar fiskiríið er tregt fara bátarnir að kanna ó- kunnar slóðir, svo var veðrið með óhagstæðasta móti. ÁRVISSAR HÆKKANIR Um verðlagið sagði Haukur að mikil hræðsla hefði gripið um sig í olíukreppunni og verð á þorskanetum gosið upp, eni nú færi það lækkandi. Hins vegar eru árvissar hækkanir í troll- gerðinni. — Hér notum við auðvitað eingöngu Hampiðjunet og garn enda veitir ekki af að styrkja íslenskan iðnað. Um framtíðina kvað Haukur að enginn gæti verið bjartsýnn eins og útlitið væri nú með fiskistofnana. Best væri að hætta veiðum í 2 ár og senda flotann í að verja 200 mílurnar. Þetta er spurning um að hafa framtíð eða ekki. Það er þó nokkuð um að ungt fólk flytjist til Hafnar af Reykjavíkursvæðinu. Það kem- ur til að afla sér peninga á stuttum tíma við sjávarútveg- inn, eða það eygir möguleika á að hefja rekstur á arðbæru fyrirtæki, sem heimamenn sinna ekki. Dæmi um þetta er ungur Reykvíkingur, Jón Ág- ústsson, sem rekur Smurstöð BP. Hann lætur ekki nægja að smyrja eingöngu, heldur hefur sett upp alhliða bifreiðaþjón- ustu, svo sem bílaviðgerðir, hjólbarðaviðgerðir, réttingar, málun og bílaleigu. Jón sagði að uppistaðan væri þjónustan við ferðamenn, enda hefði orðið óhemjuaukning þeg- ar hringvegurinn opnaðist skall bókstaflega á eins og flóð- bylgja. Á veturna þegar hægir um verður Jón að fara út í fleira og þá er það sem rétting- ar og málun kemur inni. — Yfir sumarið er opið hjá mér frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin og einnig um helgar. Það ber mikið á því, sagði Jón, að ferðafólkið fer illa útbúið af stað, sérstaklega eru það hjól- barðarnir. Það er eins og fólk haldi að hringleiðin sé eins og sunnudagskeyrsla á Þingvalla- hringnum. RÁNDÝRT AÐ FÁ VARA- HLUTI Þá eru varahlutirnir höfuð- verkurinn. Það er rándýrt að fá þá hingað. Sem dæmi er hlutur sem kostar 500 kr. út úr umboði kominn í 1100 kr. hér með síma- og sendingarkostnaði, fyr- ir utan alla tímasóun við að ná suður. Þessu er ekkert til lausn- ar nema umboðin geti gert eitt- hvað fyrir varahlutasalana úti á landi til að jafna þetta bil. FV 6 1976 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.