Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 44
hlut, hvort heldur það er bíll
eða mannbroddar, þá skulum
við kalla allar greiðslur af hon-
um til hins opinbera toll, hvort
heldur það er tollur, vörugiald,
söluskattur eða þ. u. 1. Skatt
skulum við svo kalla allar
greiðslur til ríkis, sveitarfélaga
eða önnur slík gjöld tengd
rekstri eða ágóða. En snúum
okkur fyrst að tollunum.
Af allri fjárfestingu iðnfyrir-
tækja hérlendis þarf að greiða
toll, hverju nafni sem nefnist,
nema þeirri vinnu, sem unnin
er beint á staðnum. Tollur af
flestum vélum er 11%, en al'
mörgum vélum og öðrum tækj-
um er hann 55%, 77%, 94% og
101%. Af byggingarefni má
nefna: sement 30%, timbur
38%, raflagnaefni 77%, hrein-
lætistæki 155%, þakjárn 63%,
gólfdúkur 91% og öll aðkeypt
vinna (ekki unnin á staðnum)
20%. Ætli að við gætum ekki
sætzt á það, að meðaltollur af
vélum og húsnæði iðnfyrirtæk-
is sé 20%.
Þennan toll þurfa fyrirtæk-
in í nágrannalöndunum ekki að
greiða. Er nokkurt vit í þessu?
Ég segi nei. Það er ekki stórt
iðnfyrirtæki, sem kostar 100
milljónir króna. Danir þurfa að
greiða 100 millj., en við 120
milljónir. 20 milljón krónur í
ríkissjóð til þess að mega koma
upp litlu fyrirtæki. Svo eigum
við^að keppa!
Þá eru það skattarnir. Marg-
ur vildi kannski spyrja, hvort
við viljum ekki greiða skatta.
Jú, við viljum það, en ekki
meiri skatta en hinir atvinnu-
vegirnir. Iðnaðurinn greiðir al-
mennt 1% aðstöðugjald af
veltu, en rekstur fiskiskipa
0.2% og fiskiðnaður 0.5%. Iðn-
aðurinn greiðir 3.5% í launa-
skatt, en enginn slíkur skattur
er á fiskveiðum. Hvers vegna
er þetta svona? Við kvörtum
ekki undan tekjusköttum, ef
þeir eru lagðir eins á aðra.
En svo eru enn tollar. Þ. e.
mismunurinn á innflutnings-
tollum af fullunninni innfluttri
iðnaðarvöru annars vegar og
efnivörunni hins vegar. Þarna
getur að vissu leyti veríð nokk-
ur vandi. Hjá sumum fyrir-
tækjum getur það verið efni-
vara (vara til framleiðslu),
sem er fullunnin vara hjá öðr-
um.
En hvað sem því líður, þá
lækkuðu tollar talsvert af svo-
kölluðum EFTA-vörum nú um
s.l áramót. Tollar lækkuðu
einnig af innfluttri efnivöru. En
hún lækkaði á sama tíma, þess
vegna voru allar birgðir fyrir-
tækjanna um áramót með há-
um tolli, en áhrif tollalækkan-
anna á fullunnu vörunni komu
strax fram. Þarna var engan
skilning að finna.
Eggert Hauksson framkv.stj.
Allir þeir þættir um tolla og
skatta, sem hér eru nefndir, er
það sem við iðnrekendur köll-
um vanefndir af hálfu hinna
opinberu aðila. Þeim finnsit það
ekki. En þegar stofnuð eru fyr-
irtæki í eigu ríkisins eða út-
lendinga, þá er annað hljóð.
„Öll tæki og vélar svo og bygg-
ingarefni til fyrirtækisins,
skulu undanþegin aðflutnings-
gjöldum og söluskatti“. Svo
kvörtum við iðnrekendur und-
an því, að íslenzkur iðnaður
njóti ekki skilnings!
F.V.: — Þú hefur verið all
fjölorður um þá skatta og önn-
ur gjöld, sem íslenzkur iðnaður
hefur þurft að greiða fram yfir
erlendu keppinautana og aðra
innlcnda atvinnuvegi. Getur þú
gefið mér einhverja hugmynd
um stærð þeirra gjalda?
Haukur: — Jú, það ætti að
vera hægt í stórum dráttum.
Það er viðurkennt, að hinn svo
kallaði „uppsafnaði“ söluskatt-
ur nemi sem næst 3.5% af sölu-
verðmæti iðnfyrirtækja. Þetta
er söluskattur, sem kernur á
alla aðkeypta þjónustu, orku og
ýmisönnur aðföng. Verksmiðju-
iðnaðurinn greiðir að minnsta
kosti 0.5% hærri aðstöðugjöld
en hinir atvinnuvegirnir. Þá
greiðir hann toll af framleiðslu-
tækjunum, og hans vegna mætti
áreiðanlega bæta við 1% eða
meiru. En látum okkur nægja
4% í bili, það er nógu hrika-
legt. Velta framleiðslu- eða
verksmiðjuiðnaðarins árið 1975,
að frádregnum þjónustu- og
viðgerðargreinum, mun hafa
verið sem næst 45.000 milljón
krónur. Samkvæmt því er þessi
blóðmjólkunarskattur 1800
milljónir, en hann gæti eir.s
verið yfir 2000 milljónir. Um-
setning í þessum greinum mun
hafa verið 4-5 milljónir á starí'-
andi mann. Það gerir 160-200
þúsund krónur á starfsmann.
Margur getur svo hugleitt það
í kyrrþey, hvers vegna íslenzk-
ur iðnaður greiðir lág laun og
er oft illa samkeppnisfær. Eg
geri ráð fyrir því, að þessi
skattur á Plastprent á þessu ári
muni nema á bilinu 7-9 milljón
krónum. Inni í þessu dæmi er
svo ekki rafmagnsverðið. Og
inni í dæminu er ekki heldur
klafi hinna háu vaxta, sem hin-
ir atvinnuvegirnir greiða ekki,
og ekki heldur afleiðingar þess
fjármagnssveltis, sem þessi at-
vinnuvegur verður að þola. Al-
varlegustu afleiðingar þessarar
stefnu hljóta að vera og verða
lélegri lífskjör í landinu.
F.V.: — Félag ísl. iðnrekenda
hefur staðið að þeirri athyglis-
verðu nýjung að bjóða þing-
mönnum og öðrum áhrifamönn-
um í heimsóknir í fyrirtækin
og til viðræðufunda. Sýnist
ykkur að þetta hafi aukið skiin-
ing viðkomandi á málefnum ís-
lenzks iðnaðar?
Ilaukur: — Án efa hafa slík
boð borið nokkurn árangur.
Sannleikurinn er sá, að allt of
margir þessara aðila þekkja lít-
ið verksmiðjuiðnaðinn. Hann er
margbreytilegur og því ekki
auðvelt að afla sér heildar yfir-
44
FV 6 1976