Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 20
Tímamót í Bandaríkjunum Eru dagar neyzlusamfélagsins senn taldir? Hugleiðingar Alexanders IVI. Johnsons, háskólaprófessors í bandarískri viðskipta- og verzlunarsögu Bandaríkin eru neytendaþjóðfélag. Vöruúrval, verðlagning og maffn vörutegunda, sem á boðstólum er, hefur vakið undrun útlcndinga. Að mörgu leyti hefur samkcppni um hylli neytendanna verið ávöxtur framleiðslukerfis, sem fyrir áratugum náði því marki að fullnægja lágmarksþörfum. Hug- takið „sala“ gefur til kynna að hjá neytend'unum verður að skapa löngun til að kaupa, sem síðan styrkist af gildismati og almennu hugarfari samfélagsins á hverjum tíma. Umsvif a'uglýsingastof- anna og markaðsöflun hafa aukist samhliða uppbyggingu f jöldaframleiðslukerfis fyrir fjöldamark- að, sem þjónað er af dreifingarkerfi, er nær um allt landið. Teikning af höfninni í New Orleans á síðustu öld. Á hafnarbökk- unum er varningur, sem bíður útskipunar, eða er nýkominn úr skipi. Á nýlendutímunum vestan hafs var lítið aðhafzt til að selja, því að þörfin var lítil. Skilti á búðarveggjum gáfu til kynna hvert vöruframboðið væri og nauðsynjavörur voru seldar í magni. Fínni og dýrari varningur kom með skipi en framboð á honum var aðallega tilkynnt í blaðaauglýsingu um komu skipsins. Stundum var innflutt vara auglýst á þann hátt, að einfaldur vörulisti var birtur í blaði. Það var Benja- min Franklin sá frumlegi frum- kvöðull á mörgum sviðum, sem fyrstur manna dró athygli les- endanna að þessum upptaln- ingum með því að skipta lang- hundunum niður í kafla. Smásala á þessum tíma fór ekki aðeins fram í búðarholum, því að farandsalar flæktust líka um nýlendurnar þverar og endi- langar með góss sitt. Viðskiptin voru gerð gegn greiðslu í pen- ingum, lánum eða vöruskipt- um. Það fékkst enginn til að á- byrgjast gæði vörunnar og verðið var undir því komið, hve iðnir kaupendurnir voru að prútta við sölumennina. Meðan markaðirnir voru stað- bundnir átti neytandinn fárra kosta völ. Þar sem aðeins var ein verzlun í bæjarfélagi naut hún einokunaraðstöðu til að sjá íbúunum fyrir brýnustu nauð- synjum og gat náð enn betri tökum á viðskiptavinunum með lánum, sem kaupmaðurinn gat veitt vegna lánsviðskipta sinna við dreifingaraðila í héraðsmið- stöðinni. Lúxusvarningur var aðeins handa auðugum fjöl- skyldum í stórbæjunum í Norð- urríkjunum eða á plantekrun- um í Suðurríkjunum og var hann aðallega pantaður beint frá útlöndum. # Staðan í sam- félaginu Viðleitni manna til að sanna stöðu sína í samfélaginu hefur átt ríkan þátt í að örva neyzl- una allt frá dögum nýlendu- stjórnarinnar. Á miðri 18. öld- inni pantaði til dæmis Thomas Hancock, kaupmaður í Boston, munaðarvöru ýmis konar í gegnum viðskiptasambönd sín erlendis. Þar á meðai var í- burðarmikill hestvagn, skrýdd- ur skjaldarmerki kaupmanns- ins og konu hans. Hancock sá sig knúinn til að gefa umboðs- manninum erlendis þá skýr- ingu, að vagninn væri ekki keyptur af hégóma heldur „til þess að bæta heilsu frú Han- cock“ eins og komizt var að orði. Um leið og tækifærum sumra Amerikana til að komast yfir munaðarvaminginn fjölgaði, einkanlega á síðari hluta 19. aldar, fóru menn af öllum stétt- 20 FV 6 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.