Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 20

Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 20
Tímamót í Bandaríkjunum Eru dagar neyzlusamfélagsins senn taldir? Hugleiðingar Alexanders IVI. Johnsons, háskólaprófessors í bandarískri viðskipta- og verzlunarsögu Bandaríkin eru neytendaþjóðfélag. Vöruúrval, verðlagning og maffn vörutegunda, sem á boðstólum er, hefur vakið undrun útlcndinga. Að mörgu leyti hefur samkcppni um hylli neytendanna verið ávöxtur framleiðslukerfis, sem fyrir áratugum náði því marki að fullnægja lágmarksþörfum. Hug- takið „sala“ gefur til kynna að hjá neytend'unum verður að skapa löngun til að kaupa, sem síðan styrkist af gildismati og almennu hugarfari samfélagsins á hverjum tíma. Umsvif a'uglýsingastof- anna og markaðsöflun hafa aukist samhliða uppbyggingu f jöldaframleiðslukerfis fyrir fjöldamark- að, sem þjónað er af dreifingarkerfi, er nær um allt landið. Teikning af höfninni í New Orleans á síðustu öld. Á hafnarbökk- unum er varningur, sem bíður útskipunar, eða er nýkominn úr skipi. Á nýlendutímunum vestan hafs var lítið aðhafzt til að selja, því að þörfin var lítil. Skilti á búðarveggjum gáfu til kynna hvert vöruframboðið væri og nauðsynjavörur voru seldar í magni. Fínni og dýrari varningur kom með skipi en framboð á honum var aðallega tilkynnt í blaðaauglýsingu um komu skipsins. Stundum var innflutt vara auglýst á þann hátt, að einfaldur vörulisti var birtur í blaði. Það var Benja- min Franklin sá frumlegi frum- kvöðull á mörgum sviðum, sem fyrstur manna dró athygli les- endanna að þessum upptaln- ingum með því að skipta lang- hundunum niður í kafla. Smásala á þessum tíma fór ekki aðeins fram í búðarholum, því að farandsalar flæktust líka um nýlendurnar þverar og endi- langar með góss sitt. Viðskiptin voru gerð gegn greiðslu í pen- ingum, lánum eða vöruskipt- um. Það fékkst enginn til að á- byrgjast gæði vörunnar og verðið var undir því komið, hve iðnir kaupendurnir voru að prútta við sölumennina. Meðan markaðirnir voru stað- bundnir átti neytandinn fárra kosta völ. Þar sem aðeins var ein verzlun í bæjarfélagi naut hún einokunaraðstöðu til að sjá íbúunum fyrir brýnustu nauð- synjum og gat náð enn betri tökum á viðskiptavinunum með lánum, sem kaupmaðurinn gat veitt vegna lánsviðskipta sinna við dreifingaraðila í héraðsmið- stöðinni. Lúxusvarningur var aðeins handa auðugum fjöl- skyldum í stórbæjunum í Norð- urríkjunum eða á plantekrun- um í Suðurríkjunum og var hann aðallega pantaður beint frá útlöndum. # Staðan í sam- félaginu Viðleitni manna til að sanna stöðu sína í samfélaginu hefur átt ríkan þátt í að örva neyzl- una allt frá dögum nýlendu- stjórnarinnar. Á miðri 18. öld- inni pantaði til dæmis Thomas Hancock, kaupmaður í Boston, munaðarvöru ýmis konar í gegnum viðskiptasambönd sín erlendis. Þar á meðai var í- burðarmikill hestvagn, skrýdd- ur skjaldarmerki kaupmanns- ins og konu hans. Hancock sá sig knúinn til að gefa umboðs- manninum erlendis þá skýr- ingu, að vagninn væri ekki keyptur af hégóma heldur „til þess að bæta heilsu frú Han- cock“ eins og komizt var að orði. Um leið og tækifærum sumra Amerikana til að komast yfir munaðarvaminginn fjölgaði, einkanlega á síðari hluta 19. aldar, fóru menn af öllum stétt- 20 FV 6 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.