Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 53
Skoðunarferðir frá Höfn: Fastar ferðir um nágrennið Annar ungur Reykvíkingur Vígsteinn Vernharðsson hefur einnig flutzt til Hafnar með fjölskylduna. Vígsteinn vann fyrir sunnan sem leiðsögumað- ur og bílstjóri í senn áður en hann fluttist austur. Hann sagði blaðamanni FV að eystra hefði vantað reglu- bundnar ferðir frá flugvellin- um þegar flogið væri. — Sigurður sveitastjóri sýndi þessu máli mikinn áhuga og einnig allur almenningur sem ég talaði við. — Ég fékk mér því 22 manna bíl og er byrjaður á þessu, sagði Vígsteinn. — í júní byrja ég svo á föst- um fimm tíma ferðum með ferðafólk um nágrennið. Ekið vei'ður um Höfn og segi ég frá sögu staðarins, þá verður ekið að Geitafelli og Hoffellsjökli, þar fær fólk tækifæri til að stíga fæti sínum á skriðjökul. Þá ek ég einnig upp Almanna- skarð í Lónhéraði en þar er mikið útsýni. Þarna er frá nægu að segja allt aftur til landnámsaldar. Það geta allir farið í þessar ferðir og verða þá að hafa samband við hótelið á staðnum. — Hugmyndin að þessum ferðum varð til vegna þess að ferðafólk sem kemur hingað með FÍ og fer síðan með rút- unni suður daginn eftir, getm' sáralítið nýtt þann tíma sem það er hér til gagns. Árni hótel- stjóri lagði því hart að mér að fara út í þetta. — Það eru Kynnisferðir á Loftleiðum sem annast fyrir- greiðslu í ferðirnar fyrir mig, sagði Vígsteinn að iokum. Verzlunin Lilla: Verzlar með barnaföt hannyrðavörur og skart- gripi í nýja íbúðahverfinu á Höfn hefur ung reykvísk húsmóðir, Guðrún Erla Baldvinsdóttir, ráðist í það að opna bamafata- verzlunina Lillu að Hrísbraut 2. Hún sagði blaðamanni FV að ekki væri liægt að segja hvern- ig þetta gengi, því hún byrjaði á þessu um áramótbh Endar næðu að vísu saman en hún hefði ekki treyst sér til að borga sér kaup, enda skipti það ekki öllu máli, þar sem hún væri að skapa sér vinnu og á- nægju með þessu. Guðrún sagðist versla með barnaföt, hannyrðavörur og skartgripi. — Mörgum konum fannst ég vera út úr þegar ég byrjaði en nú eru þær ekkert að setja það fyrir sig enda allar á bíl. Svo verður þetta líka stórfínt hugsa ég, þegar uppbyggingu hverfis- ins er lokið, sagði Guðrún. — Aðalvandamálið er að hitta á heildsala fyrir sunnan sem kaupfélagið hefur ekki ver- ið í sambandi við. Nú er ég hins vegar að fá fallegar vörur frá nýrri verzlun i Reykjavík, Traffic. Það ber ekki mikið á sam- keppni hér, þetta er líkt og fyr- ir sunnan, konur kaupa þar sem þeim finnst vera fallegar og góðar vörur. Um verðlagninguna sagði Guðrún að lokum, að hún reyndi að hafa hana svipaða og verslanirnar í Reykjavík þrátt fyrir flutningskostnað. Þá sér fólk að það þarf ekki að bíða með að kaupa hlutina þar til það á leið suður. Guðrún Erla Baldvins- dóttir í verzlun sinni. FV 6 1976 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.