Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1976, Blaðsíða 23
ill, sérstaklega í sveitahéruð- um Ameríku, þangað sem hann átti sjálfur rætur að rekja. Ár- ið 1908 kom T-módelið frá Henry Ford fram á sjónarsvið- ið. Bíllinn var ódýr á þeirra tíma mælikvarða, bjó yfir nokkrum afbragðs nýjungum, var sterkbyggður og svo ein- faldur að gerð, að ihver eigandi með lágmarksþekkingu á tækni- sviðinu, gat gert við bilanir. T-módelið, sem aðeins fékkst í svörtum lit og var óbreytt ár- um saman, réði markaðnum gjörsamlega. Bíllinn var aðeins seldur gegn staðgreiðslu og hann var „þarfasti þjónninn“ í flutningamálum Bandaríkja- manna í 15 ár enda þótt ótald- ar aðrar gerðir bifreiða hafi séð dagsins ljós á þessu tímabili en horfið jafnskjótt sem dögg fyrir sólu. En á sama tíma hagnaðist Ford á fjöldaframleiðslu sinni og skjótvirkum samsetningar- aðferðum. Það var hægt að lækka verðið á bílunum og að sama skapi stækkaði markað- urinn fyrir þá. En að því kom eftir fyrri heimsstyrjöldina, að almenn- ingur vildi eitthvað nýtt. Vél- fræðingur frá M.I.T.-háskólan- um, Alfred P. Sloan, Jr. áttaði sig á nýjum tækifærum eftir að hann tók við forystu í General Motors. í hans stjórn- artíð voru teknar upp nýjar að- ferðir í markaðsöflun fyrir bíla. GM bauð fram breytilegar gerðir bíla á mismunandi verði. Það var örlítið höfðað til stöðu- tilfinningar og GM varð fyrst bílafyrirtækjanna til að bjóða nýjar gerðir á hverju ári, þó að það hefði vissulega aukinn kostnað í för með sér. Bílar voru nú fáanlegir af ólíkum tegundum, í mismunandi litum og með aukabúnaði eftir óskum hvers og eins. Einnig var hægt að eignast þá með lánsviðskipt- um. Með þessum markaðsað- ferðum varð bíllinn enn fastari í sessi sem stöðutákn og enn- fremur sem samgöngutæki. Nú gátu efnaminni kaupendur orð- ið þátttakendur í „neyzlubram- boltinu". Árangursrík markaðs- uppbygging af þessu tagi á- samt geysilegri auglýsingaher- ferð gerði General Motors fært að gera fyrirfram áætlan- ir um ráðstöfun á afrakstri fjár- festingar sinnar. Chrysler-fyrir- tækið, sem stofnað var á miðj- um áratugnum 1920—1930, beitti sömu aðferðum, sem kröfðust mikilla fjárfestinga í framleiðslu og markaðsöflun en sem útilokuðu nýja sam- keppnisaðila. # Ríkjandi vörumerki Ýmsar neyzluvörur aðrar voru verðlagðar með svipuðum hætti og markaða fyrir þær afl- að með líkum aðferðum. Vind- lingar voru búnir til í milljóna- tali í vélum. Þeir voru seldir um allt land fyrir aldamót. í auglýsingum voru vindlinga- í’eykingar gerðar aðlaðandi tízka og á köflum að vitnis- burði um sanna föðurlandsást eins og þegar mælt var með þeim í stað sælgætisáts, þegar sykur var af skornum skammti í fyrra stríði. Eins og í bílaiðnaðinum náðu fá fyrir- tæki algjörum tökum á vind- lingamarkaðinum. Með feiki- miklum auglýsingum til allrar þjóðarinnar tókst að skapa mjög ákveðið val milli tegunda, þó að tóbakið væri nokkurn veginn það sama. Sams konar auglýsingaflóð átti eftir að tryggja nokkrum gosdrykkja- tegundum eins og Coca Cola varanlega markaðsstöðu. Kyn- slóð eftir kynslóð í Bandaríkj- unum vandist því að kaupa að- eins eitt vörumerki af ákveð- inni tegund vegna þess að það var auglýst um allt landið og fékkst alls staðar. Tilkoma útvarpstækisins á svo til hverju einasta heimili á árunum upp úr 1920 og sjón- varpstækja þrjátíu árum síðar breytti fullkomlega öllum við- horfum í öflun fjöldamarkaðar. Þótt alríkisstjórnin hefði eftir- lit með útvarpsstöðvum var samt um einkarekstur að ræða, sem byggðist á auglýsingatekj- um. Skemmtidagskrár voru rofnar með auglýsingum, þar sem lofi var hlaðið á hinn marg- víslegasta varning, allt frá svita- lyktareyði til nýrra bílgerða. Auglýsingastofur spruttu upp eins og gorkúlur og gerðu aug- lýsingaáætlanir á breiðum grundvelli fyrir alla fjölmiðla, Verzlanir af þessu tagi voru algengar í Ameríku áður en kjör- búðir og markaðsverzlanir komu til sögunnar. I þessum búðum gátu menn keypt allt milli himins og jarðar — frá matvælum til skótaus og járnvöru. FV 6 1976 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.