Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 23

Frjáls verslun - 01.06.1976, Page 23
ill, sérstaklega í sveitahéruð- um Ameríku, þangað sem hann átti sjálfur rætur að rekja. Ár- ið 1908 kom T-módelið frá Henry Ford fram á sjónarsvið- ið. Bíllinn var ódýr á þeirra tíma mælikvarða, bjó yfir nokkrum afbragðs nýjungum, var sterkbyggður og svo ein- faldur að gerð, að ihver eigandi með lágmarksþekkingu á tækni- sviðinu, gat gert við bilanir. T-módelið, sem aðeins fékkst í svörtum lit og var óbreytt ár- um saman, réði markaðnum gjörsamlega. Bíllinn var aðeins seldur gegn staðgreiðslu og hann var „þarfasti þjónninn“ í flutningamálum Bandaríkja- manna í 15 ár enda þótt ótald- ar aðrar gerðir bifreiða hafi séð dagsins ljós á þessu tímabili en horfið jafnskjótt sem dögg fyrir sólu. En á sama tíma hagnaðist Ford á fjöldaframleiðslu sinni og skjótvirkum samsetningar- aðferðum. Það var hægt að lækka verðið á bílunum og að sama skapi stækkaði markað- urinn fyrir þá. En að því kom eftir fyrri heimsstyrjöldina, að almenn- ingur vildi eitthvað nýtt. Vél- fræðingur frá M.I.T.-háskólan- um, Alfred P. Sloan, Jr. áttaði sig á nýjum tækifærum eftir að hann tók við forystu í General Motors. í hans stjórn- artíð voru teknar upp nýjar að- ferðir í markaðsöflun fyrir bíla. GM bauð fram breytilegar gerðir bíla á mismunandi verði. Það var örlítið höfðað til stöðu- tilfinningar og GM varð fyrst bílafyrirtækjanna til að bjóða nýjar gerðir á hverju ári, þó að það hefði vissulega aukinn kostnað í för með sér. Bílar voru nú fáanlegir af ólíkum tegundum, í mismunandi litum og með aukabúnaði eftir óskum hvers og eins. Einnig var hægt að eignast þá með lánsviðskipt- um. Með þessum markaðsað- ferðum varð bíllinn enn fastari í sessi sem stöðutákn og enn- fremur sem samgöngutæki. Nú gátu efnaminni kaupendur orð- ið þátttakendur í „neyzlubram- boltinu". Árangursrík markaðs- uppbygging af þessu tagi á- samt geysilegri auglýsingaher- ferð gerði General Motors fært að gera fyrirfram áætlan- ir um ráðstöfun á afrakstri fjár- festingar sinnar. Chrysler-fyrir- tækið, sem stofnað var á miðj- um áratugnum 1920—1930, beitti sömu aðferðum, sem kröfðust mikilla fjárfestinga í framleiðslu og markaðsöflun en sem útilokuðu nýja sam- keppnisaðila. # Ríkjandi vörumerki Ýmsar neyzluvörur aðrar voru verðlagðar með svipuðum hætti og markaða fyrir þær afl- að með líkum aðferðum. Vind- lingar voru búnir til í milljóna- tali í vélum. Þeir voru seldir um allt land fyrir aldamót. í auglýsingum voru vindlinga- í’eykingar gerðar aðlaðandi tízka og á köflum að vitnis- burði um sanna föðurlandsást eins og þegar mælt var með þeim í stað sælgætisáts, þegar sykur var af skornum skammti í fyrra stríði. Eins og í bílaiðnaðinum náðu fá fyrir- tæki algjörum tökum á vind- lingamarkaðinum. Með feiki- miklum auglýsingum til allrar þjóðarinnar tókst að skapa mjög ákveðið val milli tegunda, þó að tóbakið væri nokkurn veginn það sama. Sams konar auglýsingaflóð átti eftir að tryggja nokkrum gosdrykkja- tegundum eins og Coca Cola varanlega markaðsstöðu. Kyn- slóð eftir kynslóð í Bandaríkj- unum vandist því að kaupa að- eins eitt vörumerki af ákveð- inni tegund vegna þess að það var auglýst um allt landið og fékkst alls staðar. Tilkoma útvarpstækisins á svo til hverju einasta heimili á árunum upp úr 1920 og sjón- varpstækja þrjátíu árum síðar breytti fullkomlega öllum við- horfum í öflun fjöldamarkaðar. Þótt alríkisstjórnin hefði eftir- lit með útvarpsstöðvum var samt um einkarekstur að ræða, sem byggðist á auglýsingatekj- um. Skemmtidagskrár voru rofnar með auglýsingum, þar sem lofi var hlaðið á hinn marg- víslegasta varning, allt frá svita- lyktareyði til nýrra bílgerða. Auglýsingastofur spruttu upp eins og gorkúlur og gerðu aug- lýsingaáætlanir á breiðum grundvelli fyrir alla fjölmiðla, Verzlanir af þessu tagi voru algengar í Ameríku áður en kjör- búðir og markaðsverzlanir komu til sögunnar. I þessum búðum gátu menn keypt allt milli himins og jarðar — frá matvælum til skótaus og járnvöru. FV 6 1976 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.