Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 55

Frjáls verslun - 01.06.1976, Side 55
Smurstöö BP: Aihlíða bifreiða- þjónusta í vinnusal Veiðafæragerðar Hornafjarðar. Veiðafæragerð Hornafjarðar: Humartrollin eru sérgrein hennar Árið 1969 var Veiðarfæragerð Hornafjarðar komið á laggirnar af tveim ungum Hornfirðingum þeim Hauki Þorvaldssyni og Kristjáni Gústafssyni. Ári scinna komst fyrirtækið í nýtt húsnæði sem þeir félagar höfðu byggt sjálfir innan við höfnina. Þegar blaðamaður FV leit þar inn varð Haukur fyrir svörum. Haukur sagði að þeir veittu alla þjónustu hvað veiðarfæri snerti, allt frá síldarnótum nið- ur í þorskanet. Þá vinna þeir fyrir aðkomubáta. — Segja má að humartrollin séu sérgrein okkar og kemur það sjálfkrafa til út af staðnum sagði Haukur. GEYSIMIKIL VINNA — Hér er geysimikil vinna og eru 6 rnanns hér fastir starfs- menn. Haustin væru kannski daufasti tíminn en það væri að lagast vegna síldarinnar. Um vertíðina í vetur sagði Haukur, að þrátt fyrir að lítið hefði fiskast hefði aldrei verið annar eins netaaustur. Þetta er ekki hagnaður fyrir okkur, því við höfum hlut af netunum eins og metamenn í landi. Það er samt útgerðin sem verður að blæða. Annars er þetta ekkert óeðlilegt því þegar fiskiríið er tregt fara bátarnir að kanna ó- kunnar slóðir, svo var veðrið með óhagstæðasta móti. ÁRVISSAR HÆKKANIR Um verðlagið sagði Haukur að mikil hræðsla hefði gripið um sig í olíukreppunni og verð á þorskanetum gosið upp, eni nú færi það lækkandi. Hins vegar eru árvissar hækkanir í troll- gerðinni. — Hér notum við auðvitað eingöngu Hampiðjunet og garn enda veitir ekki af að styrkja íslenskan iðnað. Um framtíðina kvað Haukur að enginn gæti verið bjartsýnn eins og útlitið væri nú með fiskistofnana. Best væri að hætta veiðum í 2 ár og senda flotann í að verja 200 mílurnar. Þetta er spurning um að hafa framtíð eða ekki. Það er þó nokkuð um að ungt fólk flytjist til Hafnar af Reykjavíkursvæðinu. Það kem- ur til að afla sér peninga á stuttum tíma við sjávarútveg- inn, eða það eygir möguleika á að hefja rekstur á arðbæru fyrirtæki, sem heimamenn sinna ekki. Dæmi um þetta er ungur Reykvíkingur, Jón Ág- ústsson, sem rekur Smurstöð BP. Hann lætur ekki nægja að smyrja eingöngu, heldur hefur sett upp alhliða bifreiðaþjón- ustu, svo sem bílaviðgerðir, hjólbarðaviðgerðir, réttingar, málun og bílaleigu. Jón sagði að uppistaðan væri þjónustan við ferðamenn, enda hefði orðið óhemjuaukning þeg- ar hringvegurinn opnaðist skall bókstaflega á eins og flóð- bylgja. Á veturna þegar hægir um verður Jón að fara út í fleira og þá er það sem rétting- ar og málun kemur inni. — Yfir sumarið er opið hjá mér frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin og einnig um helgar. Það ber mikið á því, sagði Jón, að ferðafólkið fer illa útbúið af stað, sérstaklega eru það hjól- barðarnir. Það er eins og fólk haldi að hringleiðin sé eins og sunnudagskeyrsla á Þingvalla- hringnum. RÁNDÝRT AÐ FÁ VARA- HLUTI Þá eru varahlutirnir höfuð- verkurinn. Það er rándýrt að fá þá hingað. Sem dæmi er hlutur sem kostar 500 kr. út úr umboði kominn í 1100 kr. hér með síma- og sendingarkostnaði, fyr- ir utan alla tímasóun við að ná suður. Þessu er ekkert til lausn- ar nema umboðin geti gert eitt- hvað fyrir varahlutasalana úti á landi til að jafna þetta bil. FV 6 1976 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.