Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 11

Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 11
HLUTUR EFTA/EBE-LANDA f VÖRUÚTFLUTNINGI 1969—1976 Allur vö.ruút- 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 flutningur, % Útflutningur iðn- 52,3 55,2 46,7 49,9 54,5 51,5 43,8 51,9 aðarvöru, % Iðnaðarvörur án 66,6 84,6 72,4 77,8 79,4 81,5 56,4 77,7 án áls, % 28,5 45,1 45,8 42,7 48,2 44,0 44,9 45,3 ingi íslands og EBE var felld- ur niður í áföngum ytri tollur Efnahagsbandalagsins á áli frá íslandi, en tollur þessi er 7%. Auk þess voru tollar á áli í nokkrum EFTA-löndum, sem féllu niður gagnvart íslandi við aðiidina að EFTA. iHefur þetta vafalaust skipt nokkru máli fyrir samkeppnisaðstöðu álút- flutniogs frá íslandi í EFTA- og EBE-löndum. Kísilgúr hefur einnig að langmestu leyti verið fluttur út til Evrópulanda og þar af um 80—90% til EFTA- og EBE- landa. Þar sem innflutningur kísidgúrs til Efnahagsbanda- lagslanda og allra EFTA'landa nema Sviss er tollfrjáls hefur EFTA-aðild og viðskiptasamn- ingur við EBE ekki haft nein á- hrif á þennan útflutning. Útflutningur ullar- og prjóna- vöru hefur aukizt hröðum skrefum á undanförnum árum. Hér er aðallega um að ræða ullarlopa og ullarband, ullar- teppi, og ýmsar prjónavörur úr ull. Fyrir sumar þessara vöru- tegunda hefur myndast nokkuð stöðugur markaður í þessum löndum, sérstaklega fyrir ullar- teppi og prjónavörur í Sovét- ríkjunum og fyrir prjónavörur í Bandaríkjunum, þótt sá mark- aður hafi verið ótryggari. Hér er að talsverðu leyti um að ræða tízkufatnað, sem erfitt getur verið að afla markaðar á skömmum tíma og veltur e.t.v. meira á sölumennsku en tolla- kjörum. Útflutningur þessarar vöru til EFTA- og EBE'landa var lítill allt fram til ársins 1972 en síðustu fjögur árin hef- ur hann aukizt hlutfallslega og numið 30—40% alls útflutn- ings ullar-, prjóna- og fataiðn- aðar. Tollar af þessum vörum eru yfirleitt nokkuð háir í EFTA- og EBE-löndum, svo að niðurfelling þeirra skiptir tals- verðu máli fyrir þessar grein, ar, þótt áhrifa þess gæti e.t.v. ekki fyrr en að nokkuð löngum tíma liðnum. Af leður- og skinnavöru hafa lengst af verið nær eingöngu flutt út loðsútuð skinn, en á ár- inu 1976 var í fyrsta skipti um umtalsverðan útflutning skinnavöru að ræða, þ.e. full- unninn fatnað úr skinnum. AFKOMA ÚTFLUTNINGS- GREINA IÐNAÐAR Iðnaðarframleiðsla til út- flutnings (að áli frátöldu) hef- ur vaxið jafnt og þétt frá árinu 1969 og var sennilega rúmlega tvöfalt meiri að magni á árinu 1976 en á árinu 1969. Framleiðsluaukningin var mjög mikil árin 1970 og 1971 og síðan hefur hún verið að meðaltali um 7% á ári. Síðustu árin hafa þessar greinar því búið við meiri og jafnari fram- leiðsluaukningu en þær greinr ar, sem framleiða fyrir heima- markað. Þótt þetta eigi við út- 1 lutningsiðnaðinn í heild, þá hafa verið nokkrar sveiflur í framleiðslu einstakra greina, einkum árin 1974 og 1975. Þannig dróst framleiðsla í vefjariðnaði og skinnaiðnaði saman árið 1974 og árið 1975 var samdráttur í framleiðslu vef jariðnaðar, niðursuðuiðnað- ar og kísilgúrs. Álvinnsla hófst að marki árið 1970 og árið 1973 náði verksmiðjan fullum af- köstum. Á árunum 1974 og 1975 minnkaði eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði og dróst ál- framleiðslan þá saman, en í lok ársins var aftur framleitt með fullum afköstum. Hafa þannig verið meiri sveiflur í álframleiðslunni en í öðrum út- flutningsiðnaði. Þrátt fyrir framleiðsluaukn- ingu árin 1971 og 1973 var af- koma útflutningsiðnaðar slök þessi ár og var um taprekstur að ræða eftir afstkriftir en fy.rir beina skatta. Ástæður þessa voru margvíslegar, t.d. hafði framleiðslugeta verið aukán talsvert í sumum greinum og vinnuafli bætt við án þess að framleiðslan ykist að sama skapi þegar í stað. Framleiðni vinnuafls fór því jafnvel minnkandi í sumum greinum og fjármagnskostnaður var mikill. Þessu til viðbótar kom svo fremur óhagstæð verðþró- un, einkum á árinu 1973, er útf flutningsverð hækkaði mun minna en erlend aðfömg og innlendur framleiðslukostnað- ur. Einnig var gengishækkunin frá apríl til ársloka 1973 út- flutningsiðnaðinum í óhag, þar sem hann naut ekki verðhækk- ana á afurðum sínum erlendis á sama hátt og sjávarútvegur. Til þess að greiða fram úr þess- um rekstrarerfiðleikum var á- kveðið við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1974 að endurgreiða fyrirtækjum í útflutningsiðn- aði, öðrum en álvinnslu, tolla og söluskatt af fjárfestingar- og rekstrarvörum. Endurgreiðsla skyldi þó ekki nema hærri fjár- hæð en 2,5% af útflutnings- verðmæti ársins 1973 og ef tolla- og söluskattsgreiðslur væru lægri skyldi greiða fyrir- tækjum mismuninn. Auk rekstrarerfiðleikanna vegna gengishækkunarinnar var þessi stuðningur rökstuddur með því að uppsöfnun söluskatts í iðn- aðarframleiðslu skerti sam- keppnisstöðu iðnaðarútflutn- ings. Á árinu 1974 batnaði hagur útflutningsgreinia umtalsvert og siðustu tvö órin hefur af- koman yfirleitt verið góð. Veld- ur þar bæði aukinn útflutning- ur, verðhækkanir erlendis og áhrif gengislækkunar krónunn- ar, sem vegið hafa á móti inn- lendum kostnaðarhækkunum. Afkoma álvinnslu var slök á árinu 1975 vegna samdráttar framleiðslu, en á síðasta ári varð mikil breyting til batnað- ar. FV 2 1977 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.