Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 12

Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 12
Antik-húsgögn Skápur frá 17. öld og 200 ára kommóöa meðal muna í verzlunum Reykjavíkur IVIikið flutt inn af gömlum húsmunum frá Danmörku og Englandi Áhugi fólks fyrir gömlum munum og húsbúnaði hefur jafnan verið töluverður og skilningur á gildi slíkra hluta hefur aukist. Húsgögn og mun- ir flokkast undir antik, þegar þau eru um eða yfir 100 ára. Ekki er mikið til af gömlum al- íslenskum munum í antikversl- unum hér, því jafnan voru hús- gögn, sem þó hafa oft verið í eigu íslendinga á heimilum þeirra, síðan fyrir aldamót, inn- flutt frá Danmörku, Englandi og Frakklandi m.a. í Reykjavík eru starfræktar 4 verslanir, sem versla með gömul húsgögn og muni. F.V. heimsótti þessar verslanir í því skyni að sjá hvað væri á boð- stólum og kanna verð á göml- um 'húsgögnum. HÚSGÖGN UM OG EFTIR ALDAMÓT í ANTIKMUNUM Fyrst var heimsótt verslunin Antikmunir, Laufásvegi 6. Sú verslun er í gömlu Ihúsi, sem byggt var 1901. Þessi verslun, sem var áður á Týsgötu, var opnuð í nóvember s.l. í nýju húsakynnunum. Þegar komið er inn í verslunina blasa við gamlir munir og húsgögn frá því um og eftir aldamót, sófa- sett í Empire stíl, sem áður fyrr var notað í herraherbergi eða blómastofu. í slíku setti er innifalinn sófi, djúpur stóll, fjórir salon stólar og borð. Kostar það 420 þúsund kr. og á mjög vel við í bókaherbergjum á heimilum nútímans. Húsgögnin og munirnir, sem til sölu eru í Antikmunum eru bæði keyptir hér og í Dan- mörku af antikverslunum og einstáklingum. Sófasettið, sem talað var um hér á undan er komið frá Danmörku. í versluninni eru mjög fal- legir skenkar og e,r verð á þeim skenkum, sem verslunin hefur verið með frá 40—120 þúsund kr. eftir íburði. Borðstofusett frá aldamótum kosta frá 150— 350 þúsund kr. og skrifborð einnig frá aldamótum frá 45— 75 þúsund kr. ELSTU HÚSGÖGNIN 120 ÁRA Fjölmargt annað af verð- mætum gömlum hlutum eru fáanlegir s.s. handskorin tré" Eigandi verslunarinnar Magnea Bergmann, sem áður rak antikverslun í Danmörku, sagði að elstu húsmunirnir, sem seldir hefðu verið i versluninni hefðu verið 120 ára gamlir, en meirihlutinn væri frá árunum 1900—1920. Hún sagði einnig, að ekki væri nægilegt framboð á gömlum íslenskum húsgögn- um, og til þess að hafa nægi- legt úrval væru flutt inn hús- gögn og ýmsir munir frá Dan- mörku. En eftir hverju fer verð á gömlum húsgögnum? Magnea sagði það fara eftir innkaups- verðinu, hvað húsgögnin í verslun hennar kostuðu. Ofan á Skenkar og borð- stofusett frá alda- mótum eru til í nokkru úrvali í antik- verslunum. ljósakróna 100 ára gömul, sem kostar 100 þúsund kr. alís- lenskur tóbaks- og vínskápur, sem er handskorinn með vasa- hníf, speglar frá gamla tíman- um og fjölmargir gamlir eigu- legir munir eins og koparkatl- ar, kolafötur, hlóðarpottar, diskar, myndir, gamlar klukk- ur og margt fleira. innflutt antikhúsgögn bætist síðan tollur, fragt og önnur gjöld. Einnig þarf oft að lag- færa gömul húsgögn t.d. að setja ný áklæði eða gera við húsgögnin á annan hátt. Að lokum sagði húm, að það væri góð fjárfesting, að kaupa gömul húsgögn, því þau væru sífellt að hækka í verði. 14 FV 2 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.