Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 16
þætti, sem sýna flest og gróf-
ust glæpaverkin ásamt skrá
yfir auglýsendurna, sem
hafa varið fé til að stuðla að
gerð og sýningu þessara
þátta. Efstu fimm fyrirtæk-
in á þessari skrá yfir aug-
lýsendur í verstu glæpa-
þáttunum eru Chevrolet,
Anacin-lyfjafyrirtækið,
American Motors, Sears Roe-
buck og Eastman Kodak.
• J. Wálter Thompson Co.,
skoðanakönnunin sem fyrir
ári birti niðurstöður af
könnun, er leiddi í Ijós, að
10% fullorðinna sjónvarps-
á'horfenda höfðu íhugað að
kaupa ekki vörur, sem aug-
lýstar voru í glæpaþáttum.
Þetta sama fyrirtæki birti
aðra skýrslu í október. Þar
kemur fram að 35% áhorf-
enda forðast glæpaþættina,
1,4% höfðu hætt að kaupa
vörur, sem auglýstar voru í
slíkum þáttum en 25% töldu
að ríkisstjórnin ætti að láta
meira að sér kveða við mót-
un stefnu fyrir dagskrár-
gerð.
Meðal anmarra, sem snúizt
hafa til sóknar gegn glæpasýn-
ingum, er kynningarstjóri
General Foods Corp., sem er
þriðji stærsti sjónvarpsauglýs-
andinn i Bandaríkjunum og
forstjóri Westinghouse Broad-
casting Co., sem neitaði nýlega
að láta sýna kvikmyndina
„Death Wish“ í sjónvarps-
stöðvum fyrirtækisins. Þá hafa
samtök útvarps- og sjónvarps-
stöðva efnt til funda, þar sem
vaxandi áhyggjur vegna of-
beldis i siónvarpi, hafa verið
ræddar. Vegna umkvartana
ætla helztu sjónvarpsfyrirtæk-
in að milda suma þættina enda
þótt forstöðumenn fyrirtækj-
anna bendi á í hvers konar
klípu þeir séu.
NÁÐ TIL MARKAÐARINS
„Við ok'kur blasir sú stað-
revnd að milljónir áhorfenda
óska eftir og hafa ánægju af
bessum báttum, þar sem at-
burðarásin er hröð og átaka-
mikil. Það eru líka til auglýs-
endur, sem vilja ná til aRs
þessa fjölda. Andmælendurnir
vilia svinta áhorfendur tæki-
Baretta heitir einn af þremur
mestu ,,ofbeldisþáttunum“ vest-
anhafs.
færi til að sjá þessa þætti og
auglýsandann tækifærinu til
að fjármagna þætti, sem ná
markhópi hans.“
Að sögn eins af aðstoðarfor-
stjórum CBS-sjónvarpsfyrir-
tækisins, Frank M. Smith, er
vandamálið flókið, þar eð gagn-
rýnendurnir skilgreina ekki
„ofbeldi“ né gefa til kynna
hvar hin þolanlegu mörk séu.
„Okkur telst til, að 70%, Banda-
ríkjamanna finnist alltof mikið
ofbeldi í sjónvarpinu“, sagði
Sandra Fink, blaðafulltrúi for-
eldrasamtakanna. Hvað þyrfti
það að vera miklu minna til
þess að samtökin gætu sætt sig
við það? „Minna“, svarar tals-
maðurinn.
Samtök sjónvarpsáhuga-
manna byggðu könnun sína á
því, hverjir væru minnstu og
mestu ofbeldisþættirnir með
tilliti til fjölda ofbeldisatriða.
Skotárásir og hrindingar voru
lagðar að jöfnu, sömuleiðis
kinnhestar og bílaárekstrar að
yfirlögðu ráði, flugslys og hár-
reitiny. Skemmtiatriði eins og
„kökubardagi" voru talin til
ofbeldis. Þar með var skemmti-
þáttur Dyck Van Dyke orðinn
meiri ofbeldisþáttur en tveir
frægir lögregluþættir og að
hálfu jafnslæmur og Baretta,
sem er einn af þremur verstu
ofbeldisþáttunum. ...Svona
flokkun er heimskuleg“ segir
Frank M. Smith hjá CBS.
Auglvsendur og auglýsinga-
stofur kunna að vera á sama
máli og Smith, en þessir aðilar
vita þó að ekki dugir að yppta
öxlum við þessari gagnrýni.
Don Johnston, forstöðumaður
J. Walter Thompson-stofnunar-
innar hafði þetta að segja:
„Þessi megna óánægja, sem
skoðanakönnunin gefur vís-
bendingu um, er vissulega á-
hyggjuefni, sérstaklega þar
sem fjölmenn samtök eins og
foreldrafélögin hafa í hyggju
að sniðganga vissar vöruteg-
undir.“
AUGLÝSENDUR HRÆDDIR
Talsmenn foreldrafélaganna
Death Wish heitir þáttur, sein
sumar stöðvar neita nú að
sýna.
hafa hins vegar skýrt tekið
fram, að þeir muni ekki setja
bann á vörur tiltekinna auglýs-
enda nema sem algjört neyðar-
úrræði. En tilhugsunin ein get-
ur vakið ótta hjá forstöðumönn-
um margra fyrirtækja, sem
ekki vilja storka almennings-
álitinu. Þeir óttast að viðskipta-
bann geti bitnað á fyrirtækjum
án tillits til aðstæðna. Þannig
geta Kodak og Sears bent á að
nöfn þeirra birtust á skrá yfir
auglýsendur í mestu ofbeldis-
þáttunum vegna þess að mark-
aðsáæt.lanir þeirra gerðu ráð
fyrir miklum auglýsingum í
sjónvarpi og þar af leiðandi
miklum útgjöldum vegna at-
burðaríkra kvikmynda og
framhaldsþátta. „Tökum sem
dæmi litla auglýsandann, sem
á ekki völ á mörgum þáttum“,
segir Roy Danish, forstöðumað-
ur upplýsingaskrifstofu sjón-
varpsstöðva. „Ef hann fær
hvergi tíma nema í einhverri
lögreglumynd getur hann feng-
ið á sig stimpil fyrir að vera
18
FV 2 1977