Frjáls verslun - 01.02.1977, Qupperneq 22
Greinar os wiðtðl
Jöfnun aðstöðu
Grein eflir dr. Guðmund IVlagnússon
prófessor
Ekki fer á milli mála að jöfnun aðstöðu er eití mikilvægasta viðfangsefnið á sviði stjórnmála. Að-
gerðir til jöfnunar kjara birtast í ýmsum myndum, ekki síst í skattakerfinu með bamabótum og
persónuafsláttum, í tryggingarmálum með lífeyri, í heilbrigðismálum með greiðslu sjúkrakostn-
aðar af sköttum fremur en beinni verðlagningu, í formi niðurgreiðslna á búvöru, launajöfnunar-
bótum, Iánafyrirgreiðslum og styrkjum.
Einnig eru jöfnunarsjóðir af
ýmsu tagi, svo sem til jöfnunar
á verði olíu og sements víðs
vegar um ilandið, sjóður til
jöfnunar á kyndikostnaði o.fl.
Sérstakar ívilnanir eru veittar
tiltekn-um hópi aldraðra með
niðurfellingu á afnotagjöldum
útvarps og öryrkjum með af-
slætti á aðflutningsgjöldum af
bifreiðum. Aldraðir og börn fá
einnig niðurgreidda þjónustu
tannlækna og afsilátt á fargjöld-
um strætisvagna í Reykjavík.
Sveitarfélög veita ýmsa fyr-
irgreiðslu á sviði félagsmála og
munar þar mest um Félags-
málastofnun Reykjavíkurborg-
ar.
Er þá margt ótalið, t.d. að-
gerðir hins opinbera til jöfnun-
ar námskostnaðar milli dreif-
bý’lis og þéttbýlis, þátttaka
sveitarfélaga í kostnaði af
rekstri dagvistun-arheimila o.fl.
Það er þekkt viðkvæði úr
öllum kjarasamningum að
hækka beri laun hinna lægst
launuðu mest. Jafnframt er það
almennt viðurkennt að erindi
í þessum efnum hefur ekki orð-
ið sem erfiði og m.a. þess vegna
hefur kjarabaráttan færst inn á
nýjar brautir á undanförnum
árum.
# Vitneskja bágborin
Til þess að geta fullyrt eitt-
hvað um hvert miðað hafi á
síðustu áratugum í jöfnun að-
stöðu og tekna þyrfti -að gera
athugun sem spann-aði yfir
mörg svið, bæði þátt opinberra
aðgerða og launaþróun. Nánast
ekkert hefur verið birt opinber-
lega um þessi mál og þau lítið
verið kön-n-uð þ.rátt fyrir full-
yrðingar sitt á hvað um hvert
stefni.
Að sumu leyti er þessi fá_
fræði afsakanleg, því að ýmis
atriði aðstöðujöfnunar hafa
lítið verið -könnuð af hagfræð-
ingum og stjórnmálamenn geta
því sótt lítinn stuðning í fræð-
in — ef þeir kæra sig þá yfir-
leitt um það.
Ástæða þessarar vanrækslu
af hálfu hagfræðinga er senini-
lega sú, að þeir vilja forðast að
blanda sér í deilur í sambandi
við tekjuskiptingu og jöfnun.
Ég held þó að þetta eigi eftir
að breytast, því að stjórnmála-
menn þurfa á aðstoð að halda
við að velja á milli „góðra“ og
„slæmra“ ráða til að ná til-
teknum markmiðum á þessu
sviði. Jafnframt verða hagfræð-
ingar að taka tillit til ýmissa
atriða í útreikningum sínum
sem gera niðurstöðurnar tor-
ráðnari en el-l-a. Þetta er sjálf-
sagt -hægara sagt en gert en það
hefur heldur enginn haldið því
fram að verkið sé auðvelt.
# Tekjujöfnun
Því 'hefur verið slegið fram
að við samningaborðið væri
einungis samið um þ-au laun
sem þegar væru greidd á mark-
aðnum. Að því leyti sem þetta
er rétt eru launasamningar að
sama skapi sýndarmennska og
svigrúm til raunverulegra
breytinga takmarkað. Vita-
skuld er samningagerðin gagn-
leg eigi að síður til viðmiðunar
fyrir bæði launiþega og at-
vinnurekendur. En af hverju
tókst ekki að hæbka raunlaun
hinna lægstlaunuðu um 20%
miðað við aðra í einu vetfangi
á sínum tíma? Ástæðurnar
voru kunnar fyrir: Launaskrið
hiá ýmsum hópum og aðstaða
til að fá launahækkun eða á-
kveða sér laum.
Á síðustu misserum hafa ver-
ið ræddar á Aliþingi tillögur
um launajöfnun, þar sem gert
24
FV 2 1977