Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 25

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 25
'Þegar talað er um að jafna aðstöðu dreifbýlisins er yfir- leitt einblínt á (hærri flutnings- kostnað aðfanga og afurða svo og fól'ksins sjáLfs úti á lands- byggðinni. Hins vegar gleymist að borgarbúarnir verða að borga fyrir að verða aðnjótandi ýmissa gæða sem eru úti á landsbyggðinni, svo sem fersk- ara lofts, minni hávaða, nátt- úrugæða, fuglalífs o.s.frv. Einn- ig er strætisvagnakostnaður o.fl. aukakostnaður við að búa í þéttbýli sem verður að bera saman við ferðaþörf vegna að- drátta i dreifbýli, ef allt á að taka með í reikninginn. Ein tegund misjafnaðar get- ur falist í því að neysluvenjur fólks eru innbyrðis háðar, þ.e. hver vill apa eftir öðrum. Þá snýr vandamálið 'þannig við, að sumir 'hópar eru taldir hafa of mikið af tilteknum gæðum fremur en einfhverjir of lítið. Er ekki iaust við að umræður um t.d. menntamál og sólar- landaferðir beri stundum keim af þessu. Jöfnun aðstöðu þegar neysla eins hefur áhrif á hegðun ann- ars er ekki einföld. Hvort á að takmarka neyslu þeirra sem hana 'hafa mesta eða greiða hana niður fyrir aðra? Sem dæmi um hve vandamálið get- ur verið snúið kemur sterklega til greina í sumum tilvikum að beina fjánhagsaðstoð til hinna ríku í þróunarlöndunum til þess að örva þá til að neyta næringarríkrar fæðu sem allur almenningur apaði síðan eftir. Þau dæmi sem tekin hafa verið sýna að við stöndum oft illa að vígi við að jafna aðstöðu þannig að hún verði markviss. Jafnframt er oft miklum vafa undirorpið hve mikil afskipti af neysluvenjum e.ru réttlætan- leg og þar með hve sterkur réttur einstaklingsins er hverju sinni. Eru það t.d. sjálfsögð mannréttindi að vera veitt að- stoð eða að fá að fara í hund- ana, hvort sem maður vill held- ur? Staða drottins laus? En allt eru þetta opinberar stöður á skítakaupi, að minnsta kosti ef litið er á greidd laun samkvæmt launaflokkum. Oft er þannig tekið til orða að hjá hinu opinbera séu mánaðar- launin aukaatriði en hlunnind- in það sem máii skipti. Hvað þessi hlunnindi eru í peningum eða í annarri mæl- anlegri mynd, er í það minnsta mór hulið og grunar mig að ég sé ekki einn um það. Það er eflaust mörgum minnistætt þegar John F. Kennedy réð bróður sinn sem dómsmálaráðherra og mág sinn sem sendiherra. Slíkt þótti sjálfsagt í Ameríku þótt eflaust rynnu tvær grímur á evrópu- menn ef slíkt ætti sér stað hjá þeim. Við íslendingar höfum notað ameríska kerfið um árabil og engum hefur dottið í hug að gera athuagsemdir við það þótt yfirmaður íþróttamála ætti son sem hannar íþróttamannvirki, eða stjórnandi virkjunarfram- kvæmda ætti son sem væri launaður ráðgjafi pabba sins. Ég get ekki séð að þetta séu hlunnindin margfrægu. Á sama hátt get ég ekki séð að nefndarseta sé hlunnindi, því þótt fyrir hana sé greitt, þá er það venjulegt opinbert skíta- kaup, og þótt menn opni ekki kjaftinn á slíkum fundum eru þeir neyddir til að sitja þá, sem er örugglega leiðinleg vinna. En engu að síður er einhver „gloria" í kring um þessar stöður, sem venjulegum laxma- man-ni er hulin ráðgáta, eitt- hvað sem gerir það að verkum að sumir menn eru jafnvel til- búnir til að fórna bæði lífi og limum fyrir þær, og þá liklega fjölskyldu sinni um leið. ERU OPINBERAR STÖÐUR ÁN ÁBYRGÐAR? Þeir sem hafa lesið bók bandaiákjamannsins, Norman Medow’s „How to Succeed Without Really Trying“, hafa eflaust farið að hugsa margt. Hann setur fram þá kenningu í bókinni, að skýringin á því hversvegna algjörlega óhæfir stjórnendm- geti haldið stöðum sínum í áraraðir, sé sú að þeir ráði einungis fullkomna imba sem sína undirmenn. Sýni ráð- inn imbi minnstu tilburði til þess að skyggja á yfirmann sinn með meiri hæfileikum, er hann umsvifalaust rekinn. Me- dow heldur því fram, að á þennan hátt takist einstakling- um sem ekkert hafa til brunns að bera nema viljann, að halda reisn sinni, þ.e. að vera hæfast- ir brátt fyrir hæfileikaskort. Ég nefni hér kenningu Me- dows meira af gamni mínu heldur en því að ég álíti að svona sé í pottinn búið hjá okkur — og þó. Tíð manna- Grein eftir Leó l\l. Jónsson rekstrartæknifræðing Stöðuveitingar hafa, löngum verið ástæða til rifrildis á íslandi, sérstaklega þegar í hlut eiga opinberar stöður. Varla mun sú staða yfirmanns, deildarstjóra eða sérfræðings teljast merkileg, ef ekki hefur staðið um hana pólitískur styr, misjafnlega mikill. PV 2 1977 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.