Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 37

Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 37
Slippstöðin gæti tekið að sér mun meiri verkefni en nú gerist væri ekki alvarlegur skortur á járnsmið'um. manninum það, að hann þurfi ekki að leita neitt annað en á einn stað eftir allri þjónustu, sem hann þarf á að halda. F.V.: — Hefur Slippstöðin gert athuganir eða spár um það, hve miklu af nauðsynleg- um viðgerðum á stærri fiski- skipunum hún gæti annað, hve hlutdeild hennar af þessum markaði gæti orð'ið stór? Gunnar: — Það er í þessu sambandi vinnuaflið, sem setur okkur takmörk fyrir því, hvað við komumst yfir mikið. Ars- tíðasveiflurnar í viðgerðunum eru líka talsvert miklar. Það lætur enginn skip sín í slipp til almenns viðhalds t. d. í fe- brúar eða marz. í þessum tveim mánuðum er yfirleitt hlé á við- gerðunum hér í stöðinni hjá okkur. Á vorin, sumrin og haustin eigum við hins vegar fullt í fangi með að sinna föstum viðskiptavinum okkar. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að ef mikið hefur legið við, þá höfum við getað annazt viðgerðir fyrir viðskiptamenn okkar á algerum mettíma, leyfi ég mér að segja, vegna þess hve miklu starfsliði við höfum á að skipa. Til dæmis get ég nefnt að þegar Guðbjörg ÍS strandaði undir Óshlíðinni um mánaðamótin nóvember/des- ember, ákváðum við að hraða viðgerð sem mest við máttum vegna þess að þar átti í hlut fastur viðskiptaaðili. Við tók- um þess vegna mennina úr öðru á meðan og settum þá í þetta verkefni. Þar sannaðist það einu sinni enn að það eru ný- smíðarnar, sem eru forsenda fyrir því að við getum haldið uppi svona miklu vinnuafli. Nýsmíðarnar eru kjölfestan í þessu og taka af lægðirnar, sem koma í viðgerðirnar eins og t. d. nú á þessum árstíma. Ef þetta væri einvörðungu við- gerðarstöð væri ekkert um það að ræða, að við hefðum 250 manns í vinnu núna. Þá væru eilífar sveiflur í mannaráðning- um, ýmist verið að segja upp fólki eða ráða það til starfa að nýju. F.V.: — Þú segir starfsmenn- ina vera 250 talsins. Hvernig skiptast þeir eftir greinum? Gunnar: — Hérna eru um 80 járnsmiðir, um 45 vélvirkjar, 27 trésmiðir, 30 verkamenn, 16 rafvirkjar og 13 manns á tækni- deild. Þá er fólk á lagernum, bílstjórar og kranamenn og skrifstofufólk. F.V.: — Er þá eðlilegt jafn- vægi milli þessara flokka iðn- aðarmanna eða er hörgull á starfskröftum í tilteknar grein- ar? Gunnar: — Það skortir fyrst og fremst járnsmiði. Ef sá skortur væri ekki fyrir hendi gætum við tekið að okkur mun meiri verkefni en nú gerist. Þegar við tökum að okkur ný- smíðar er engan veginn hægt að hafa þær í hjáverkum, dunda við þær, heldur verður afhendingartími að vera eðlileg- ur. Við höfum fengið nokkuð af járnsmiðum úr öðrum lands- hlutum en engan veginn nógu marga. Það verður engin stökk- breyting að þessu leyti heldur breytist ástandið hægt og síg- andi. Við höfum líka skólað upp nema sjálfir í þessari grein og það er kafli út af fyrir sig, að skipasmíðaiðnaðurinn er út- ungunarstöðin fyrir járniðnað- inn i landinu. Það kemur í okkar hlut að mennta nemana með öllum tilkostnaði, sem það hefur í för með sér. Svo eru það virkjunarframkvæmdirnar og aðrar ámóta framkvæmdir, sem njóta góðs af. F.V.: — Þú nefndir að liér hjá Slippstöðinni væri viss hóp- ur fastra viðskiptavina. Hvern- ig er hann samansettur í höfuð'- atriðum? Gunnar: — Segja má að það séu útgerðaraðilar á Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörð- um auk þess sem nokkur skip hafa komið að sunnan, sérstak- lega í fyrra. F.V.: — Er það algengt að' útgerð’armenn láti hin stærri skip fara í viðgerðir crlendis ef þau sigla t. d. út með fisk? Gunnar: — Eitthvað er nú um það en sennilega ekki mik- ið. F.V.: — Þið eruð sem sagt alveg fullkomlega samkeppnis- hæfir? Gunnar: — Það er mjög erf- itt að bera okkur saman við stöðvar erlendis, bæði hvað snertir viðgerðir og nýsmíðar. Um nýsmíðarnar gildir hið sama og bílakaup. Það er hægt FV 2 1977 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.