Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 41

Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 41
þá byrjuðum við á honum í marzmánuði 1975 og skiluðum honum i júlí 1976. Það myndi ég telja mjög eðlilegan smíða- tíma fyrir svona skip og mjög í samræmi við það sem gerist. annars staðar. Innifalið í hon- um er að sjálfsögðu tími til ýmissa aðdrátta, afgreiðslufrest- ur á vélum og tækjum um borð, sem oft er ráðandi um afhendingartímann frá okkur. Hitt er svo annað mál, sem mér er engin launung á, að okkur stendur það verulega fyr- ir þrifum í samkeppninni, hve vinnuaflsskorturinn er mikill. Við höfum ekki nægan mann- skap til að gera verkin á sem skemmstum tíma. Með auknu vinnuafli ætlum við að styrkja stöðu okkar að þessu leyti. F.V.: — Hvernig er lána- fyrirgreiðslu háttað í reynd vegna smíða á skipum innan- lands og hvernig er hún í sam- anburði við fyrirgreiðslu sem veitt er til kaupa á nýbyggðum skipum erlendis frá? Gunnar: — Ég vil leyfa mér að kalla lánafyrirkomulagið hálfgerðan skrípaleik allt sam- an. Það er alltaf verið að tala um betri fyrirgreiðslu við þá, sem semja um smíðar innan- lands. Því miður er það bara ekki svo einfalt. Þannig er mál með vexti, að þeir sem semja hér innanlands fá 75% lán hjá Fiskveiðasjóði og 10% lán úr Byggðasjóði. Kerfið er þannig hérna, að kaupendur skipanna fá pening- ana beint úr Fiskveiðasjóði eft- ir því sem smíðin gengur hjá okkur. Sérstakt mat er látið fara fram á verðmætisaukningu smíðarinnar, sem í' þessari stöð fer fram á mánaðar- fresti en Fiskveiðasjóður borg- ar síðan 71 % af þessu og skilur eftir 4%. Hluta af árinu 1975 og allt síðasta ár taldi Fisk- veiðasjóður sig ekki hafa bol- magn til þess að borga okkur þetta 71% þannig að lengi vel borgaði hann ekki nema 3514% en 51% um skeið. Byggðasjóð- ur gat hreint ekkert borgað af sínum lánum um langan tíma. Fiskveiðasjóður bar við fjár- Hinn nýi skiUt- togari Dalvík- inga við viðlegu- kantinn hjá Slipp- stöðinni. Inni í stöðvar- húsinu er svo verið að smíða skrokk næsta togara. magnsskorti en það var líka opinber stefna að draga úr smíðunum sem það og gerði. Þannig vorum við neyddir til að taka að okkur mun meiri viðgerðir til að brúa bilið, og hefðum reyndar alls ekki slopp- ið jafnvel frá þessu og raun ber vitni ef við hefðum ekki keypt á sínum tíma togara- skrokkinn frá Noregi. í fyrra hefðu járnsmiðirnir átt að vera að byggja upp nýsmíðaskrokk- ana inni í húsi þannig að þeg- ar þessi tími kæmi gætum við látið vélvirkja, trésmiði og raf- virkja fara í sín verkefn-i. Vegna samdráttarins, sem var óhjákvæmilegur í fyrra, er tog- arinn í stöðvarhúsinu ekki áV því stigi að hinir iðnaðarmenn- irnir hefðu tekið til við hann núna. Ef við hefðum ekki keypt þennan skrokk í fyrra hefði ekki verið um annað að ræða en að halda nýsmíðunum áfram, þótt ekki væri greitt inn á þær, þangað til bankinn segði stopp. Við hefðum orðið að þrauka til þess að verkefni sköpuðust fyrir þá 50 starfs- menn, sem eru að vinna í tog- aranum nú á þessu stigi smíð- arinnar. En af því að við keypt- um skrokkinn gátum við tekið að okkur mun meiri viðgerðir en áður, lengingar og yfirbygg- ingar á bátum, og létum járn- smiðina okkar fást við slík verkefni. Nú verðum við hins vegar að halda eðlilegri ferð á ný- smíðupum, því að um næstu áramót verðum við að sjá svo til að skrokkurinn af togara Magnúsar Gamalíelssonar verði tilbúinn þannig að við höf- um viðfangsefni fyrirliggjandi handa verkhópunum, sem við höfum helzt verið í vandræð- um með. Ef við lítum svo hins vegar FV 2 1977 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.