Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 48

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 48
X Utgerftarfélag Dalvíkinga: „Aðgerðir Fiskveiðisjóðs hafa tafið smíði nýja togarans” Rætt við Hilmar Daníelsson, formann Utgerðarfélagsins Árið 1959 var Útgerðarfélag Dalvíkinga stofnað. Að stofnun fé- lagsins stóðu Dalvíkurhreppur, Kaupfélag Eyfirðinga ásamt tveim útgcrðarmönnum, þeim Sigfúsi Þorleifssyni og Björgvini Jóns- syni og fjölskyldum þeirra. Félagið gekk inn í samning um kaup á austur-þýskum ,,tappatogara“, sem Sigfús hafði gert áður en félagið var stofnað, auk þess scm gerður var samningur um kaup á öðrum báti. Stofnárið kom svo fyrri bát- urinn og var nefndur Björgvin en sá síðari kom ári seinna og hlaut nafnið Björgúlfur. Þessa báta átti félagið og gerði þá út þar til þeir voru seldir um það leyti sem skuttogarinn Björgvin EA 311 kom í árs- byrjun 1974. í stuttu spjalli við Hilmar Daníelsson, stjórnarformann fé- lagsins, sem blaðamaður FV átti við hann fyrir skömmu, rakti hann sögu félagsins í stór- um dráttum. En þar sem okkur lék forvitni á að heyra um út- gerðarmál á Dalvík og smíði nýs togara, sem væntanlegur er innan skamms, var Hilmar beð- inn um stutt yfirlit á þeim mál- um. NÝR TOGARI í MARZ — Við reiknum með að fá nýja togarann Björgúlf EA af- hentan í marz, en smíði hans er á lokastigi hjá Slippstöðinni á Akureyri. — Þegar togarinn Baldur var Togarinn Björgvin frá Dalvík aflaði 3200 tonna í fyrra. Dalvíking- ar bíða nú eftir nýjum togara, sem kemur í marz-apríl. Hilmar Daníelsson, form. Útgerðarfélags Dalvíkinga. seldur frá Dalvík var fyrir- sjáanlegur hráefnaskortur,, en þar sem það hefur verið aðal- markmið félagsins að afla frystihúsinu nægilegs hráefnis var leitað eftir smíði á nýju skipi bæði innanlands og utan og lögð á það mikil áhersla að afgreiðslufrestur yrði sem styst- ur. Það var auðvelt að fá skip erlendis frá en mun erfið- ara að kljúfa fjárhagslegu hlið málsins. I þessum viðræðum og athugunum kom í ljós að hægt var að fá tilbúinn skrokk frá Noregi. Gerður var samningur við Slippstöðina á Akureyri um 50 FV 2 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.