Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 69

Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 69
Eigendur Búts: Bjöm, Konráð og Kári. ingar í alla landsfjórðunga og einnig mikið til Stór-Reykja- víkursvæðisins. AUKNING í ATVINNULÍFI Á síðasta ári jókst mjög allt atvinnulíf hér á Siglufirði og hefur það sett mikið fjör í hús- byggingar svo okkar fram- leiðsla fer mest á heimamark- aðinn, en með tilkomu þessa nýja húss ætti að vera hægt að anna fleiri aðilum víðs vegar að af landinu. Eitt stærsta verkefnið sem við höfum haft hér á Siglufirði var innrétting 8 leiguíbúða sem byggðar voru af framkvæmdanefnd leiguhús- næðis staðarins. Ástæðan fyrir að þetta er stærsta verkefnið að okkar mati er sú að svo margar íbúðir hafa ekki verið á sömu hendi frá því að Verka- mannabústaðirnir voru byggð- ir fyrir 30 árum. — Hér vinna 8 manns að jafnaði en fer upp í 15 á sumr- ini, þegar mest er. Stærsta vandamálið sem við eigum við að etja er hörgull á lærðum mönnum í innréttingasmíði svo að til vandræða horfir. Verk- efnin eru hins vegar yfirdrifin og ef sú þróun heldur áfram, eins og allar líkur benda til, er- um við bjartsýnir á framtíðina. Þá er mikið í húfi fyrir okkur að Húseiningar haldi sig við að selja sín ihús fullfrágengin því hurðaframleiðslan fyrir það fyrirtæki er mjög stór liður í okkar rekstri. Um samkeppnina sögðust þeir félagar standa fyllilega jafnfætis iðnaðinum fyrir sunn- an 'hvað snertir sérsmiðaðar innróttingar og sögðu að það mætti koma fram að stóru verksmiðjurnar sem smíða staðlaðar innréttingar gætu ekki selt sína vö.ru á verði sem þær þyrftu miðað við fjárfest- ingu. — Okkur finnst, sögðu þeir, að sam'keppnin hafi aukist til muna fyrir sunnan enda orðið samdráttur hjá flestum. Okkar markmið er að byggja upp vel- búið fyrirtæki af meðalstærð og erum bjartsýnir að geta staðist 'samkeppni stærstu aðil- anna á markaðnum. ÍÞRÚTTABI.AÐIÐ er vettvangur 80 þúsund meðlima íþrótta- og ungmennafélaga víðs vegar um land. ★ ÍÞRÚTTABLAÐIÐ Laugavegi 178. - Sími 82300. FV 2 1977 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.