Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 71
Sig. Fanndal
Rekur elsta verslunarfyrirtækið
á Siglufirði
Verslar með veiðarfæri og byggingarvörur
— Ég byrjaði að vinna í þessari verzlun 12 ára gamall og hef
unnið hér síðan fyrir (utan skólanám og 6 ára búsetu í Reykjavík.
Afi minn, Sigurður Fanndal, stofnsetti verzlunina 1920 og verzl-
aði með matvörur til að byrja með en hætti því algerlega og fór
yfir í veiðarfærin. Að afa mínum látnum tók föðurbróðir minn
við verzluninni. Eg flutti svo aftur til Siglufjarðar að honum
látnum og rak verzlunina fyrir fjölskylduna til síðustu áramóta
er ég keypti meirihluta í henni.
fyrirtæki og einstaklingar sem
eru að byggja, og borga þar af
ieiðandi smátt og smátt. Ég get
tekið undir þau orð um álit
annarra á Siglfirðingum að þeir
séu sérlega skilvíst fólk, enda
er Siglufjörður með stærstu
innheimtuprósentu opinberra
Sigurður
Fanndal
í verslun
sinni.
Það er Sigurður Fanndal, eig-
andi Veiðafæraverzlunar Sig-
urðar Fanndal á Siglufirði, sem
hefur orðið, en blaðamaður FV
heimsótti hann fyrir skömmu í
verzlunina.
— Meðan Siglufjörður stóð á
hápunkti síldarævintýrsins var
arðbært að verzla með veiðar-
færi. Eftir að síldin hvarf var
reynt að breyta vöruvalinu og
farið út í byggingarvörur og
fatnað fyrir sjómenn jafnhliða
veiðarfærunum, sem þó færðist
inn á svið togskipaútgerðar.
— >að sem háir verzluninr '
einna mest er skortur á hús-
næði, svo mikill, að ekki veit-
ist tækifæri til að sýna nema
lítið brot í búðinni af þeim
vörutegundum sem til eru. Það
má leiða getum að því að það
er óskaplega óþægilegt að af-
greiða vörur sem eru í geymsl-
um úti um allan bæ. Sumar vör-
ur verð ég að geyma úti undir
berum himni. Siglfirðingar vita
að það fæst flest hjá Fanndal,
enda hef ég notað það sem aug-
lýsingavígorð að gamni mínu.
ELSTA BÚÐ Á
SIGLUFIRÐI
Sigurður hefur bollalagt að
stækka við sig en hefur komist
að þeirri niðurstöðu að heppi-
legasta stærðin á verzluninni sé
sú að fjölskyldan anni henni
ásamt einum aðstoðarmanni.
Sigurður hefur einnig velt því
fyrir sér hvort hann eigi að
breyta henni í nýtísku verzlun
en nú líkist hún gamla kram-
búðarfyrirkomulaginu þótt hún
falli ekki undir þá tegund
verzlunar. En gefum Sigurði
orðið:
— Þetta er elsta búðin í Siglu-
firði og hefur það hvarflað að
mér að slátra innréttingunni.
Búðin komst aldrei í að verða
krambúð þótt hún beri þess
keim. Ég tími ekki að slátra
innréttingunni því mér finnst
þessi gamli sjarmi vera svo
skemmtilegur.
— Annar hlutur sem háir
mér þegar húsnæðisvandamál-
ið er frá talið er hve lítill
hluti heildarsölunnar er kon-
tantsala. Þessi verzlun er senni-
lega sú verzlun hér í bæ sem
selur mest út í reikningsvið-
skipti og er ástæðan mest sú
að stærstu viðskiptavinirnir eru
gjalda miðað við aðra staði á
landinu.
Um mismuninn á að verzla í
Reykjavík cg úti á landi sagði
Sigurður, að það væri furðu-
legt að hafa sömu álagningu
þar og úti á landi, þar sem hér
eru mjög stórir kostnaðarliðir í
verzlun sem eru nær óþekktir
fyrir sunnan, svo sem síma-
kostnaður sem er að keyra úr
hófi fram.
AFMÆLISKVEÐJA
Að lokum sagði Sigurður að
það sem helst bæri að varast
í verzlunarrekstri og öðrum
þáttum þjóðlífsins væri að upp
komi svo stórar einingar eða
fyrirtæki að þau geti einokað.
Á það stig tel ég SÍS vera kom-
ið nú og má þessi viðvörun vera
almæliskveðja frá mér til Sam-
bandsins.
FV 2 1977
73