Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 73

Frjáls verslun - 01.02.1977, Page 73
Dalvík Mikil eftirspurn eftir hannyrðavörum Ung kona, Anna Aradóttir, opnaði síðastliðið haust hann- yrðaverzlun í bílskúrnum heirna hjá sér að Karlsbraut 7, Dalvík, sem hún hafði sjálf séð um að innrétta mjög haganlega. Blaðamaður FV leit við hjá henni til að forvitnast um álit hennar á verzlunarmálum og gang verzlunarinnar. langan tíma. Það kemur fyrir að ekki eru til nauðsynlegustu hlutir til sauma í vefnaðarvöru- deild kaupfélagsins, og þar sem mikið er spurt um þessar vör- ur hjá mér ætla ég að auka vöruúrvalið. — Erfiðasti liðurinn í rekstr- inum er sími, því að ef þjón- ustan á að vera góð þarf að út- — Hér var áður gömul kona sem verzlaði með hannyrðavör- ur, en þegar hún hætti skap- aðist hér vandræðaástand hjá konum hvað handavinnu snerti, þar sem þessar vörur fást ekki í öðrum verzlunum 'hér. — Ég sá, að við svo búið mátti ekki standa og dreif í því að kaupa lager gömlu kon- unnar og þar sem húsnæðisekl- an er svo mikil hér innréttaði ég bílskúrinn. Ég hafði kosið í byrjun að vera staðsett í mið- bænum þar sem umferð er meiri en nú keraur það ekki að sök. Margar konur eru dug- legar í handavinnu, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, og eiga það til að koma eftir lokunar- tíma ef þær vantar spotta. VÖRUÚRVALIÐ EYKST — Ég hef bætt við ýmsum föndurvörum og einnig fengið hingað Álafoss-lopa, en hann hefur verið ófáanlegur hér í Anna Aradóttir í verzlun sinni. vega alla hluti sem vantar með símtölum. Þá þarf oft að fara suður til að athuga nýjungar því annars er hætt við að send- ingar séu vitlaust afgreiddar frá heilsölunum og þá rýkur síma- reikningurinn upp úr öllu valdi. — í haust reyndi ég að flytja sjálf inn og það er hlutur sem ég stend ekki í aftur. Það kost- aði ótal ferðir inn á Akureyri til að koma pappírum á milli allra þeirra aðilja sem fjalla um þá og hér eru engir bank- ar, verðlagseftirlit eða tollur. Hagnaðurinn er fljótur að étast utan af, þegar pantanir eru ekki stærri en raun ber vitni, með þessu fyrirkomulagi. — Annars er eitt sem ég skil ekki, sem sé hvernig þeir hjá Álafossi geta komist upp með að banna manni að leggja flutn- ingskostnað ofan á vörurnar eins og tíðkast með aðrar vör- ur, sagði Anna að lokum. ... Hver er hvað? Þegar þú þarft að finna rétta viöskiptaaðilann til þess að tala við, þá er svarið að finna i uppsláttarritinu "ÍSLENSK FYRIRTÆKI” Þar er að finna nöfn og stöður þúsunda stjórnenda og starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum, hjá stofnunum og félagasamtökum og auk þess starfsmenn stjórnar- ráðsins og sveitarstjórnar- menn. Sláið upp í ”ÍSLENSK FYRIRTCKI” og finnið svarið. FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. j Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178-Símar: 82300 82302 FV 2 1977 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.