Frjáls verslun - 01.02.1977, Blaðsíða 80
Mosaik
Hjá Mosaik hf. fer fram ýmis
konar steinsmíði svo sem fram-
leiðsla legsteina úr marmara og
íslcnskum steinum, og þar eru
einnig framleiddar borðplötur í
sófaborð og lítil borð úr íslensk-
um steinum.
Þar fer einnig fram fram-
leiðsla á blómakerum úr stein-
steypu, garðþrepum, gipslistiun
og rósettum í Ioft til skreyt-
inga, auk sérsmíðaðra hluta.
Sömuleiðis eru grafnir stafir i
legsteina eða gerðir koparstaf-
ir.
Stærsti liðurinn í framleiðslu
fyrirtækisins er steinsmiðin.
Mosaik hf. flutti að Hamars-
höfða 4 árið 1971 og starfar þar
í 330 m'- húsnæði. 2-4 starfa hjá
fyrirtækinu að staðaldri.
• • •
Gamla
kompaníið
Gamla kompaniið flutti starf-
semi sína að Bildshöfða 18.
apríl 1975. Þetta gamalgróna
fyrirtæki, sem stofnað var 1908,
framleiðir hurðir, innréttingar
fyrir fyrirtæki, stofnanir og
einstaklinga, skápa, Tabella
skrifstofuhúsgögn, veggklæðn-
ingar, auk ýmissar sérsmíði.
Ilús Gamla kompanísins er
2ja hæða, 1500 m- hvor hæð.
Þar fer framleiðslan fram, auk
þess sem þar er lager og hús-
gagnaverslun. Fyrirhugað er í
framtíðinni að reisa aðra bygg-
ingu og tengibyggingu við hús-
ið, sem þegar hefur risið.
Nú er lögð mest áhersla á
smíði skrifstofuhúsgagnanna
svo sem skrifborða, stóla og
skápa.
Sífellt er stuðlað að aukinni
hagræðingu og meiri nýtingu
vinnuaflsins. AIls vinna 43 hjá
Gamla kompaníinu.
Plastprent
Plastprent hf. framleiðir
plastpoka í öllum stærðum svo
sem heimilispoka, áprentaða
burðarpoka, sorpsekki, áburðar-
sekki og hvers konar áprentaða
umbúðapoka. Einnig eru hjá
fyrirtækinu framleiddar um-
búðir fyrir sjávarútveginn, svo
og byggingaplast og hrökkfilm-
ur. Plastprent hf. hefur einnig
flutt út fiskumbúðir til Fær-
eyja.
Velta fyrirtækisins jókst
verulega á síðasta ári. Var það
fyrst og fremst vegna verkefna,
sem áður voru unnin erlendis.
Meginvöxtur framleiðslunnar
hjá Plastprent nú er á sviði þar
sem fyrirtækið nýtur engrar
tollverndar.
Plastprent hf. er til húsa að
Höfðabakka 9 og vinna um 45
manns hjá fyrirtækinu.
Jöttinn
í húsinu að Höfðabakka 9 eru
starfrækt fyrirtækin Jötunn hf.,
sem er dótturfyrirtæki Sam-
82
FV 2 1977