Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 90

Frjáls verslun - 01.02.1977, Side 90
AUGLÝSING Isring RIIMG MASTER innanhússtalkerfi Ring Master innanhússtal- kerfin eru einhver þau full- komnustu, sem framleidd eru nú með tilliti til breytinga og stækkana. Ring Master kerfið er bannig úr garði gert, að unnt er að’ fjölga númerum og rásum að vild með bví að stinga sérstökum spjöldum inn í stöðvarnar. Það tekur skamma stund og kostar lítið miðað við að þurfa að skipta ,um alla stöðina, eins og stöðvar annarra kerfa eru bundnar við. Ring Master innanhússtal- kerfin eru norsk, framleidd af Gustav A. Ring A/S, en ísring, Þórsgötu 14, hefur umboð fyrir þessi kerfi hér á landi. Taltækin hafa marga kosti þar á meðal að þau geta verið sjálfvirk eða stýrandi, þannig að unnt er að tala í tækið sem borðtæki úr nokkurri fjarlægð og einnig sem símatæki, því að ef tækið er tekið upp geta ekki aðrir en notandinn heyrt, hvað viðkomandi er að segja. Tækið má einnig leggja á grúfu. Gefur það þá frá sér ákveðinn tón til þess, sem reyn- ir að ná sambandi, og gefur það til kynna að sá sem reynt var að ná sambandi við vill ekki !áta trufla sig. Á tækinu kviknar hins vegar ljós. Ring Master viðtækin líkjast í fljótu bragði heilum stand- andi símaviðtækjum. Tækin eru mjög hljóðnæm og auk þess þarf ekki að ýta á skiptirofa meðan á samtali stendur. Mikill tímasparnaður og hag- ræðing er að Ring Master tækj- unum á vinnustöðum og hafa mörg fyrirtæki tekið þau í notkun. Allar nánari upplýsingar um Ring Master talkerfin veitir Radíóstofan, Sveinn Jónsson, í síma 14131. SKRIFSTOFLTÆKIMI HF.: IMýjar gerðir reiknivéla frá OLIVETTI Olivetti verksmiðjurnar hafa sett á markaðinn á þessu ári 10 nýjar gerðir af elektroniskum reiknivélum. Eru vélar þessar af hinni svokölluðu Logos fjöl- skyldu, nema tvær þær minnstu sem hcita Divisumma 32 og 33. Vélarnar spanna þörf flestra notenda borðreikna, þar sem Divisumma 32 er af einföld- ustu gerð með 1 reikniverki X -f- og sjálfvirku % takka og kostar aðeins 33.000 kr. og Logos 75 er prógrammeruð vél með fjölmörgum möguleikum. Meðal annars getur hún lært skipanirnar sjálf. Logos kostar 120.000—170.000 (þrjár gerð- ir). Allar vélarnar hafa þann sameiginlega kost að hafa stór- an -f- takka, stórt 0, auk takk- anna 00 og 000. Pappírsmótun er hraðvirk. Logos vélarnar geta verið eingöngu prentandi og haft bæði ljós og p.rentun. Umboð fyrir Logos elektrón- iskar reiknivélar hefur Skrif- stofutækni htf. Tryggvagötu Reykjavík. 92 FV 2 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.