Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 96

Frjáls verslun - 01.02.1977, Síða 96
Frá riisijórn Viðkvæmir tímar framundan Mönnum hafa þótt það ánægjuleg um- skipti frá fyrri samningaviðræðum aöila á vinnumarkaðinum, að nú hafa fulltrúar A.S.Í. og vinnuveitenda hafið undirbúning að samningaviðræðum með góðum fyrir- vara að ætla mætti. Alltof oft hafa sérkröfu- mál og ýmis tæknileg atriði samninganna, sem ekki hefðu sem slík þurft að kosta næt- urfundi og verkföll, verið látin liggja í lág- inni þar til í algjört óefni var komið. Nú er hins vegar eftir að sjá af hve mikilli alvöru er gengið til viðræðna um kaup og kjör þegar svo langt er í verkfallsaðgerðir sem nú. Vinnubrögð við lausnir kjaradeilna síð- ustu ára hafa réttilega verið gagnrýnd, og hinn almenni borgari, sem verkfallsaðgerð- ir bitna hastarlega á, hefur gert kröfu um aðrar og ábyrgari aðferðir. í því sambandi hefur verið spurt, afhverju menn ætluðu sér ekki betri tíma til að ræða málin og tækju ekki til óspilltra málanna miklu fyrr en raunin hefur verið. Það dugir þó skammt að setjast niður viö fundarborðið ef hugur fylgir ekki máli og vissulega verður eftir því tekið hvort alvöruvinnubrögð verða við- höfð í þeim samningum, sem nú eru hafn- ir. Olíkt því sem gerist í flestum öörum löndum virðist verkfallsvopnið vera með- höndlað af nokkurri léttúð hér á landi og beiting þess alltof algeng. Því hefur rétti- lega verið lýst hver bölvaldur verðbólgan sé í íslenzku samfélagi, hvernig hún hefur sýkt þjóðarsálina, og hafa menn viljað kenna henni um margt meinið í siðferði samtíðarfólksins og þá einkum þess yngra. En hvað um verkföllin, sem hér dynja yf- ir með nokkurra ára millibili og lama allt athafnalíf þjóðarinnar? Hver eru hin lang- varandi áhrif slíkra aögerða á siðgæðisvit- und fólksins, sem hefur alizt upp með þess- um ósköpum frá blautu barnsbeini og horft upp á veiðiskipin bundin við bryggju á há- vertíðinni, bændur hella niður mjóik, verk- smiöjurnar í lamasessi? Þannig hefur aflafé þjóðarinnar verið kastað á glæ vikum sam- an og þetta þykir ekkert nema sjálfsagður hlutur til að knýja fram hærra kaup. Þeir, sem eiga helzt hlut aö máli halda því þó fram í orði kveðnu, að verkfallið sé neyö- arúrræði. Reynsla liðinna áratuga bendir ekki til þess að slíkar yfirlýsingar sé lengur hægt að taka hátíðlega. Síðasta þing Alþýðusambands íslands þótti róstusamt og sögulegt. Þröng hags- munaklíka lét talsvert að sér kveða og hafði óeðlilega mikil áhrif á afgreiðslu sumra mála miðað við höfðatölu. En þeir voru margir, sem kusu að halda að sér höndum fremur en að styggja þennan kommúnista- kjarna. Lýsir það kannski bezt veikleika og hræðslu þeirra, sem valizt hafa til forystu hjá heildarsamtökum verkalýðshreyfingar- innar, hvernig þeir létu öfgasinna vaða uppi. Atburðirnir á þingi A.S.I. benda til þess, að núverandi forysta þeirra samtaka sé líkleg til að láta frekar stjórnast af um- ræddum kommúnistahóp en að halda fram raunverulegum hagsmunum hinnar breiðu fylkingar umbjóðenda sinna í væntanlegum samningum. Samningarnir framundan verða mikil prófraun fyrir forystuna í verkalýðshreyf- ingunni. Augljós hætta er á að sú sam- staða, sem tekizt hefur að ná í verkalýðs- samtökunum undanfarin ár verði nú end- anlega látin lönd og leið. Fjarstýrihópurinn, sem segir ráðamönnum Alþýðusambands- ins fyrir verkum, hefur það eitt að mark- miði að koma núverandi ríkisstjórn lands- ins frá völdum. Láti A.S.Í.-stjórnin enn und- an og standi að pólitískum verkföllum eru verkalýðssamtökin þar með klofin því að meðlimir þeirra munu ekki una því, aö hagsmunasamtök þeirra verðí leikfang í höndum nokkurra Moskvukomma. 98 FV 2 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.