Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 9

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 9
Senn líður að því að skila þarf framboðum í prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík vegna uppstillingar á lista flokksins til alþing- iskosninga á sumri kom- anda. Ekki er spáð mikl- um breytingum á skipan aðalsæta listans frá síð- ustu kosningum en ljóst er að nokkrir nýir menn munu gefa kost á sér til þingframboðs. Elín Pálmadóttir, borgarfull- trúi, vill gjarnan breyta til og sinna þjóðmála- pólitík í stað borgarmála. Af yngri mönnum er Friðrik Sophusson, lög- fræðingur ákveðinn í að bjóða sig fram og tals- verð hreyfing er fyrir því innan Sjálfstæðis- flokksins að skora á Þor- stein Pálsson, ritstjóra Vísis, að taka sæti á próf- kjörslistanum. tala máli iðnaðarins og skamma pólitikusa. Hefur þetta orðið til þess að milli embættismanna í ráðuneytum og forystu- liðsins í stjórnmálum er formaðurinn gjarnan nefndur Davíð Sohelfing. Davíð Scheving Thor- steinsson hefur sem for- maður í Félagi íslenzkra iðnrekenda verið mjög opinskár í umfjöllun sinni um afstöðu ráða- manna landsins til ís- lenzks iðnaðar og hefur á nýliðnu iðnkymningarári iðulega sagt þeim til syndanna. Ekki hefur þetta ætíð fallið í góðan jarðveg en Davíð hefur ótrauður haldið áfram að Það vakti a.thygli í byrjun verkfalls BSRB, þegar fyrirmæli komu frá menntamálaráðuneytinu um að kennslu skyldi hætt í menntaskólunum og nemendur sendir heim. Þótti það' nokkuð umdeil- anlegt, hvort túlkun BSRB á mikilvægi hús- varðanna í sambandi við opnun skólahúsa ætti við að öllu leyti. Það mun hafa verið ráðuneytis- stjórinn í mcnntamála- ráðuneytinu, sem sendi út tilskipun um lokun skól- anna meðan Vilhjálmur ráðherra var á ríkisstjórn- arfundi að ræða verk- fallsmálin. Ráðuneytis- stjórinn er bróðir for- manns BSRB. tæknilega betur í stakk búið til slíks. Eiður Guðnason mun hafa lagzt mest á móti litsendingum að sinni og talið heppi- legra að bíða þar tii fréttamyndir og kvik- myndir mætti lika senda út í litum. Á öndverðum meiði við hann voru yfir- verkfræðingur sjónvarps- ins og framkvæmdastjór- inn. Þeir síðarnefndu hrósa nú sigri og státa af því snjallræði að senda fréttamanninn austur fyr- ir járntjald til að geta komið litvæðingunni í kring óhindrað á meðan. Talsverðar deilur munu hafa staðið innan sjón- varpsins um það hvort litupptökur í sjónvarps- sal og útsendingar þaðan skyldu hafnar nú eða síð- ar, þegar sjónvarpið væri Umfangsmikil hagræð- ingaráform eru uppi hjá forráðamönnum Flug- lciða. Starfsemi ýmissa deilda félagsins hefur ver- ið til cndurskoðunar og er að vænta brcytinga á rekstri þeirra. þó að ein- hvern tíma taki að koma þeiin á. Viðhalds- og við- gerðakostnaður vegna flugflotans liefur verið sérstaklega yfirfarinn og þykir þar mega koma við aukinni hagkvæmni. I Ijós mun hafa komið, að viðhaldskostnaður vegna Boeing 727 véla Flugfé- lagsins er jafnmikill og vegna DC-8 véla Loft- leiða, sem þó eru stærri og meiri tæki og miklu meira notaðar. FV 8 1977 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.