Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 13

Frjáls verslun - 01.08.1977, Side 13
 Veruleg hækkun benzíngjalds er framundan eða um 15 kr. á lítra samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarps. m.'kr. minna en í ár, enda er gjaldið fast í krónutölu, kr. 1,33 pr. kg., og búast má við að enn dragi úr þessum olíuinnflutn- ingi á næsta ári. í heild eru gjöld af innflutningi áætluð 25.447 m.kr. 1978 eða 18% meiri en í ár. SKATTAR AF FRAM- LEIÐSLU Tekjur undir þessum lið eru áætlaðar 6.566 m.kr. á þessu ári samanborið við 5.970 m.kr. í fjárlagaáætlun, og stafar aukning umfram áætlun af aukningu sérstaks vörugjalds vegna meiri innflutnings en reiknað var með í fjárlögum. Á árinu 1978 er gert ráð fyrir, að sérstakt vörugjald verði innheimt með sama hætti og í ár, og eru tekjur af gjaldinu áætlaðar 7.000 m.kr. eða 900 m.kr. meiri en á þessu ári, og er þá miðað við sömu verð- forsendur innflutnings og í á- ætlun um tolltekjur, en heldur minni aukningu gjaldskylds innflutnings að magni en notað var um almennan vöruinn- flutning. Tekjur af vörugjaldi skv. lögum nr. 97/1971 eru áætlað- a.r 260 m.kr. í ár. Gjaldi þessu var breytt með lögum nr. 118/ 1976, sem gilda til loka þessa árs, en hér er gert ráð fyrir framlengingu þeirra laga og að tekjur af gjaldinu nemi 282 m. kr. á árinu 1978. Álgjald er áætlað nema 206 m.kr. á þessu ári. Á næsta ári er reiknað með 72 þús. tonna gjaldskyldri framleiðslu, eða sem nemur fullum afköstum verksmiðjunnar, og lágmarks- gjaldi, $ 20/tonn, en endanlegt framleiðslugjald er hins vegar einnig háð álverði og afkomu fyrirtækisins, sem ekki verður séð fyrir að svo stöddu. í heild mun framleiðslugjaldið því nema 294 m.kr. á þessum for- sendum, en þar af koma 180 m.kr. í hlut ríkissjóðs og er að- eins sá hluti gjaldsins færður hér. SKATTAR AF SELDUM VÖRUM OG ÞJÓNUSTU í fjárlögum ársins 1977 voru heildartekjur undir þessum lið áætlaðar 45,4 milljarðar króna en nú eru horfur á, að þær nemi 48,8 milljörðum króna eða um 7 V2 % umfram fjái- lög. Tekjur af söluskatti eru nu áætlaðar 35,1 milljarður króna samanborið við 31,6 milljarð króna á fjárlögum og verða því að líkindum um 11% umfram fjárlagatölur. Meginhluti inn- heimtunnar umfram fjárlög stafar af meiri veltubreytingu en miðað var við í fjárlögum. Hér er eingöngu um að ræða hlut ríkissjóðs í hinu almenna 18% sölugjaldi auk 2% sölu- skattsauka, sem er óskiptur. Hlutur sveitarfélaga, 8% af al- menna sölugjaldinu, er ekki meðtalinn. Áætlunin um sölu- skatt 1978 ræðst af þeim for- sendum um kauplag og verð- lag og þjóðarútgjöld 1978, sem fyrr er getið. Samkvæmt þess- um forsendum eykst innheimtu- stofn sölus'katts 1978 um rúm- lega 26% frá þessu ári. Inn- heimtur söluskattur er áætlað- ur 44,8 milljarðar króna eða um 36% af heildartekjum rík- issjóðs og er það svipað hlut- fall og í ár. Launaskattur er áætlaður 5.050 m.kr. á þessu ári eða 455 m.kr. umfram fjárlagaáætlun, en launaforsendur fjárlaganna voru miðaðar við þá samninga. sem í gildi voru um s.l. ára- mót og þá jafnframt áætlað að nokkru fyrir greiðslu vísitölu- bóta á árinu. í áætlun fyrir 1978 er gert ráð fyrir, að launa- skattur verði áfram 3,5% og 2% gangi til Byggingarsjóðs ríkisins. Miðað við launafor- sendur fjárlagafrumvarpsins, er launaskattur áætlaður 6.800 m.kr. 1978. Þar af ganga 3.885 m.kr. til byggingarsjóðs en 2.915 m.kr. í ríkissjóð. Rekstrarhagnaður ÁTVR var í fjárlögum ársins 1977 áætlað- ur 8,6 milljarðar króna og var þá miðað við nokkra verðhækk- un á árinu. Verðbreytingar urðu þó nokkru síðar en ráð var fyrir gert og eins hefur söluverðmæti áfengis, og þó einkum tóbaks, ekki aukizt í þeim mæli, sem meðalverð- breyting milli áranna 1976 og 1977 hefði alla jafna átt að gefa tilefni til. Rekstrarhagn- aður ÁTVR verður því vart meiri en 8 milljarðar króna á þessu ári, og miðað við óbreytt útsöluverð eru tekjur ríkissjóðs af sölu áfengis og tóbaks áætl- aðar 9,8 milljarðar króna 1978. Flugvallagjald var í fjárlög- um þessa árs áætlað 255 m.kr. en er nú talið verða 245 m.kr. í ár og 265 m.kr. á árinu 1978. Aðrir skattar af seldum vör- um og þjónustu eru áætlaðir 397 m.kr. í ár — 351 m.kr. í fjárlagaáætlun — og 504 m.kr. á næsta ári. FV 8 1977 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.