Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 14

Frjáls verslun - 01.08.1977, Page 14
Þjóðleikhússtjóri „Menningin á ekki að vera skrautblóm í engum tengslum við slagæðar atvinnulífsins” Áhorfendafjöldi í Þjóðleikhúsinu upp í 130 þús. á ári Þjóðleikhússtjóri Sveinn Einarsson, var að koma frá því að kveðja Ieikarana, sem voru að halda í leikferð út um landið, er F.V. hitti hann að máli í vistlegri skrifstofu hans í Þjóðleikhúsin,u dag nokkurn. Mikið var um að vera þann dag í húsinu, (því verið var að æfa sex leikverk og fyrsta sýningin á nýju leikári átti að Vera það kvöld á Blönduósi á Nótt ástmeyjanna, en þangað var leikhópurinn einmitt að fara. — Almennt verðum við með heldur fjölbreytileg verk í vetur, en því meiri sem fjöl- breytnin er eru meiri líkur fyrir að þetta sé leikhús allrar þjóðarinnar, sagði Sveinn í upphafi samtalsins. Leikrit verða fyrst og fremst til sýninga í vetur á stóra svið- inu, litla sviðinu og í skólum og úti á landi. LÖGÐ ÁHERSLA Á ÍSLENSK LEIKVERK — Á hverju ári höfum við verið með einn söngleik, óperu eða óperettu. Eftir að íslenski dansflokkurinn var stofnaður fyrir 4V2 ári, hefur sá þáttur í starfsemi leikihússins eflst mjög. Á hverju leikári eru 2— 3 listdansýsningar, sem verið hafa heils kvölds sýningar. Þjóðleikhúsið hefur lagt á- herslu á innlend leikrit, og unnið náið með mörgum höf- undanna. — Það hefur sýnt sig, sagði Sveinn, að íslensk verk sem lýsir raunveruleikanum og þeirri reynslu, sem fólkið í landinu þekkir hafa breiðastan hljómgrunn. Undanfarin ár hefur Þjóð- leikhúsið fært fram eftir Jökul Jakobsson, Odd Björnsson, Guðmund Steinsson að ó- gleymdum Halldóri Laxness. SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS — I vetur verður til sýninga leikrit eftir Jökul Jakobsson, sem heitir Sonur skóarans og dóttir bakarans, en það er þriðja leikrit hans á fimm ár- um hér. Hin fyrri leikrit Klukkustrengir og Herbergi 213 nutu mikilla vinsælda. í þessu verki færist höfundur mikið í fang og leggur metnað sinn í mikið leikverk. Leikritið gerist í plássi, þar sem síldin er farin og atvinnu- líf í rúst. Þjóðleikhúsið sýnir einnig tvo einþáttunga eftir Agnar Þórðarson, sem ganga undir samheitinu Kona og Sandur. unglingum og mótunarskeiði Sandur gerist á geðveikrahæli, en leikþátturinn um konuna fjallar um hlutskipti kynjanna og spurninguna um hvert hið eiginlega sjálf mannsins er. Þá verða í vetur sýnd þrjú önnur íslensk verk eftir höf- unda, sem eru nýlega farnir að skrifa og eru allir um þrítugt. Fyrst má þar nefna leiksmiðju- verkið Grænjaxlar, sem Pétur Gunnarsson samdi ásamt leik- hópnum, Stefáni Baldurssyni leikstj. og Spilverki þjóðanna, Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri: Þjóðleikhúsið er leikhús allr- ar þjóðarinnar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.