Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 24

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 24
Grelnar og uíðiðl Vextir og vaxtarverkir Grein eftir dr. Guðmund Magnússon prófessor Það hefur tæplega farið framhjá ncinum að Seðlabankinn Iagði nýlega til að vextir yrðu hækk- aðir, samfara því sem þeir skyldu hreytast að hluta í framtíðinni með verðbólgiunni. Vöxtum skyldi jafnframt skipt í grunnvexti og svonefndan verðbót'aþátt. Þessi verðbótaþáttur getur hækkað eða lækkað eftir því hvort almennt verðlag hækkar eða lækkar. Sjálf hækkunin er viðleitni til að draga úr skaðlegum áhrifum neikvæðra raunvaxta (þ.e. þegar vextir ná ekki að halda höfuðstóli óskertum miðað við verðlag). Verðbótaþátturinn felur hins vegar í sér verulega ú tvíkkun verðtryggingar. Það er allfróðegt að lesa út- skýringar ýmissa dagblaða á á- hrifum vaxtabreytinga og verð- bóta. Stundum eru þær beinlín- is spaugilegar. Vextir eða verðbætur Sú skoðun virðist allútbreidd að vextir séu af hinu illa en verðbætur af hinu góða. í leið- ara einum fyrir nokkru var því haldið fram að vaxtahækkun ætti ekki rétt á sér en verð- trygging fjárskuldbindinga væri eðlileg og sjálfsögð. Slík afstaða er að mestu orðaleikur. Verðbætur eru í reynd ekkert annað en breytilegir vextir, þótt kljúfa megi það verð sem greitt er fyrir fjármagn í innláns- eða útiánsviðskiptum í mismun- andi þætti og jafnvel setja sér- stakar reglur um meðferð hinna ýmsu þátta til skatts o.fl. Áhrif á atvinauvcgina Jafnframt því sem vaxta- hækkun eykur kostnað atvinnu- veganna og allra annarra lán- takenda verður hún til þess að tryggja þeim meira fjármagn en ella. Það er því tvíeggjað fyrir atvinnuvegina að berjast á móti vaxtahækkun, nema þeir reikni með að fá sömu lánsfyrir- greiðslu óháða vöxtum. Sýnt hefur verið fram á að banka- kerfið hefur stórlega skroppið saman miðað við þjóðarfram- leiðslu á undanförnum áratug- um. Aðalskýringar þessarar þróunar eru að vextir hafa ekki verið í samræmi við verðbólgu og viðskiptabankar og spari- sjóðir hafa ekki getað keppt við ríkissjóð og lífeyrissjóði. Þess vegna verður að telja að yfir lengri tíma litið hafi ,,lágir“ vextir orðið til að rýra getu bankakerfisins til útlána til at- vinnuveganna. í þessu sam- bandi má einnig benda á að vaxtagjöld eru frádráttarbær til skatts og þess vegna ber ríkissjóður um helming hverr- ar vaxtahækkunar. Áhrif vaxtahækkunar eða verðtryggingar á verðbólgu Svarið við því hvort vaxta- hækkun eða vísitölutrygging fjárskuldbindinga hafa áhrif á verðbólgu til lækkunar eða hækkunar er ekki ótvírætt. Til skamms tíma fóru áhrif- in eftir því hvort er þyngra á metunum sá samdráttur í fjár- festingu sem hækkun vaxta veldur eða möguleikar til að velta hækkun rekstrarkostnað- ar út í verðlagið. Þó er ekki síst að gæta að vaxtahækkun kynni að verða túlkuð sem undanfari frekari verðhækkana. Að öllu saman- lögðu er líklegt að á markaði þar sem umframeftirspurn er eftir fjármagni breytist vextir og verðlag í sömu átt. Til lengri tíma litið má bú- ast við að hækkun vaxta ýti undir fjárfestingu sem gefur skjótan arð á kostnað fjárfest- ingar sem skilar sér lengra fram í tímann. Á hinn bóginn fara verðlags- áhrif meira eftir því hvort laun- þegar semdu um hærri laun til þess að bæta sér upp vaxta- hækkun og að hvaða marki fyr- irtæki hækkuðu verð fram- leiðslunnar eða þjónustunnar. 24 FV 8 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.