Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 37
Afleiðing þess að ráða óhæfan mann innan fjölskyldunnar getur
verið afdrifaríkari heldur en ef um utanaðkomandi væri að ræða.
einnig má alltaf finna einhver
göt í kerfinu.
Þegar þeir aðilar, sem standa
að skiptunum, eru samhentir
og sammála um að komast sem
ódýrast út úr þeim, er auðveld-
ara að hliðra sköttunum til og
jafnvel að minnka þá. Það verð-
ur að sundurliða og meta þá
valkosti, sem gætu verið hag-
kvæmir og það getur borgað sig
að leita til utanaðkomandi að-
ila, sem sérþekkingu hafa á
þessum málum.
Enga staðlaða lausn er hægt
að gefa við óskum manna í
þessu efni, því forsendur manna
og óskir eru mjög mismunandi,
en leiðin að lausninni er að
mestu sú sama: að kanna, sund-
urliða og meta valkostina og
taka ákvörðun á þeim grund-
velli.
• Völdin
— Mörgum er það þó meira
atriði að tryggja áframhaldandi
vöxt og viðgang fyrirtækisins,
en bara að koma skiptunum ó-
dýrt í kring. Þeir þurfa að finna
sér hæfan eftirmann og eins að
tryggja honum völd í fyrirtæk-
inu, eftir að þeir hætta störfum
og ekki síður við fráfall þeirra.
Til þess að tryggja þannig
einum aðila ,eða fáum völdin,
getur verið nauðsynlegt að fá
til þess samþykki annarra erf-
ingja. Er þá hentugast að frá
því sé gengið skriflega í tíma.
Eigandi fyrirtækisins, arfleif-
andinn, getur í flestum tilfell-
um komið því til leiðar í lif-
anda lífi. Eins víst er, að lítið
tillit yrði tekið til óska hans,
kæmu þær fram í erfðaskrá,
ef þær færu út yfir þau mörk,
sem eiganda er heimilt að ráð-
stafa með erfðaskrá. Auk þess
getur missætti tafið mjög fyrir
skiptunum og hreinlega kippt
stoðunum undan rekstrinum.
0 Fjármögnunar-
örðugleikar
— Það eru einkum tvenns
konar aðstæður, sem skapa fjár-
mögnunarvandræði við kyn-
slóðaskipti. Önnur er erfðafjár-
skatturinn, því þó hann sé ekki
nema 10% við I. erfð, geta það
verið hreinlega allir veltufjár-
munir fyrirtækisins, og staðan
er mun verri ef um fjarlægari
erfðir er að ræða. Hin aðstaðan
er að þurfa hugsanlega að
kaupa út meðerfingja. Einnig
getur það komið til að greiða
þurfi fyrri eiganda eftirlaun, ef
skiptin fara í raun fram með-
an hann er enn á lífi.
Þetta er þó ekki stærri hluti
af eignum fyrirtækisins en það,
að möguleiki ætti að vera á
því að fá þetta lánað. En raun-
in er sú að erfitt er fyrir fjöl-
skyldufyrirtæki að fá rekstrar-
lán og algengt er, að fasteignir
smáfyrirtækja séu veðsett upp
í rjáfur. Sé reksturinn í mikl-
um blóma er þetta leiðin út úr
vandanum.
Greiðsla erfðafjárskatts er
ekki frádráttarbær til tekju-
skatts. þannig að skatturinn er
hærri í raun en skattstiginn
segir til um (allt að 55%
hærri).
9 Framkvæmdaratriöi
— Mikilvægt er að kynslóða-
skipti séu undirbúin tímanlega
og að tekið sé tillit til þeirra í
rekstri fyrirtækisins. Tvö meg-
inatriðin eru fjármál fjölskyld-
unnar og erfðamálin.
Tryggja verður fjölskyldunni
tekjur, í því tilfelli að eigand-
inn yrði frá vinnu langtímum
saman, með tryggingum.
Tryggja þarf fjölskyldunni lif-
eyri með lífeyrissjóðsréttindum
eða eftirlaunum frá fyrirtæk-
inu, eða með hvoru tveggja.
Jafnvel væri ekki óeðlilegt að
ríkisvaldið beitti sér fyrir stofn-
un lífeyrissjóðs atvinnurekenda.
Ef möguleikar væru á, ætti að
leggja fyrir fé til þess að greiða
erfðafjárskattinn seinna meir.
Gera þarf sem nákvæmasta
áætlun um kynslóðaskiptin og
taka tillit til þeirra lögfræði-
legu og fjárhagslegu atriða,
sem áhrif kynnu að hafa. Einn-
ig þarf að gera ráðstafanir til
þess að tryggja völd stjórnenda
fyrirtækisins, í því tilfelli að
eigandi þess eða maki félli frá.
Taka þarf tillit til skattlagning-
ar og að sjá til þess að hægt
verði að breyta lánum með per-
sónulegum ábyrgðum.
Fráfarandi stjórnandi ætti að
skilja eftir sig sem nákvæmast-
ar heimildir um reksturinn. Þar
ætti hann að skrá tilgang sinn
með rekstrinum, og hvert hann
álítur hlutverk stjórnandans í
fyrirtækinu. Þetta gæti komið
í veg fyrir þrætur og erfiðleika
hjá eftirmanninum.
FV 8 1977
37