Frjáls verslun - 01.08.1977, Qupperneq 52
Exclusi/e fashion
from lceiand
inMiking kVtol
Exklusi/e
islðndische Mode
inMiking kVfelle
Mode unique
d'lsiande.
enl
Gefin hafa
verið út
kynningar-
rit um
tízku-
fatnað
Sambands-
ins. Á
meginlandi
Evrópu
hafa nú
opnazt
möguleikar
fyrir aukna
sölu.
Unnið við
saum á
skinnkápu.
þús. pör á ári og það eru um
10% af heildarnotkun lands-
manna á skófatnaði.
F.V.: — Af hverju þetta lága
hlutfall? Skortir á gæðin eða
komizt þið ekki í gegnum dreif-
ingarkerfið að neytandanum?
Hjörtur: — Gæðin á skóm
frá okkur era fyrir ofan meðal-
lag. En það hefur háð okkur í
mjög mörgum tilfellum, að
framleiðslan hefur ekki kom-
izt til neytenda. Þar er verð-
lagsákvæðunum um að kenna.
Þau eru mjög ströng varðandi
skó, bæði heildsölu- og smá-
söluálagning. Skóverzlanir hafa
barizt í bökkum, sennilega um-
fram aðrar smásöluverzlanir.
Skósalarnir hafa því flestir vilj-
að flytja inn skó sjálfir og ná
þannig bæði heildsölu- og smá-
söluálagningunni.
F.V.: — Hvað finnst þér um
staðhæfingar þess efnis að fs-
land sé Iáglaunaland, og hvern-
ig stendur íslenzkur iðnaður að
vígi í sambandi við launakostn-
að samanborið við nágranna-
löndin?
Hjörtur: — fslendingar hafa
það ekki verr en flestir ná-
grannar þeirra. Vinnutíminn er
að vísu oft langur og ég tel
nauðsynlegt að öll þau gjöld
sem bætt er ofan á vinnulaun
séu endurskoðuð, og við saman-
burð verður að hafa í huga
fleira en kauptaxtann t.d. eru
bónuskerfi nú í öllum okkar
verksmiðjum. Svo mikið er víst
að hér verður enginn verk-
smiðjurekstur starfræktur
vegna lægri vinnulauna en í
nágrannalöndunum.
F.V.: — Hvað er það mikill
hluti af útflutningsframleiðsfu
ykkar, sem seldur er ifil Sovét-
ríkjanna?
Hjörtur; — Á að gizka helm-
ingur. Það er mjög mikið af
prjónavörum, sem Sovétmenn
kaupa af okkur. Sennilega höf-
um við selt þeim samtals þrjár
til fjórar milljónir af margs
konar treyjum og peysum og
milljónasta ullarteppið af-
greiddum við til þeirra í síð-
ast.-í mán'-ð’. Þetta hefur verið
aðaluppistaðan í viðskiptunum
við Sovétríkin, en við seljum
þeim líka töluvert af skinnfatn-
aði og málningu höfum við selt
þeim tvö undanfarin ár.
F.V.: — Er verðið fyrir vör-
urnar, sem þið seljið til Sovét-
ríkjanna ekki lakara en það
sem annars staðar gerist?
Hjörtur: — Verðið er dálítið
misjafnt. Sumt fer á nokkuð
góðu verði en annað hefur ver-
ið lakara. Við verðum að hafa
í huga, að Sovétmenn kaupa í
geysilega miklu magni, einfald-
ar vörur, sem fljótlegt er að
framleiða. Þar með ná fyrir
tækin mikilli afkastagetu. Þetta
verður að hafa hugfast þegar
verðið er skoðað.
F.V.: — Er Sovétmarkaður-
inn nokkuð tra,ustur?
Hjörtur: — Við höfum selt
þangað á ári hverju í 17 ár og
við vitum að vörurnar líka á-
kaflega vel. Ég er þeirrar skoð-
unar, að þarna sé markaður til
frambúðar. En spurningin um
verð er alltaf fyrir hendi og
veldur okkur oft mjög miklum
erfiðleikum sérstaklega í ári
eins og nú er, þegar kostnaður
innanlands vex mikið.
F.V.: — Hvenær gerið þið ráð
fyrir að semja næst við Sovét-
menn?
Hjörtur: — Þeir óska eftir
samningum sem allra fyrst.
Þeirra kerfi miðast við að
ganga frá öllum samningum
vegna 1978 fyrir miðjan desem-
ber. Þeir eru reiðubúnir að
ræða við okkur strax eftir
næstu mánaðamót. En hjá okk-
ur eru svo mörg óviss atriði
52
FV 8 1977