Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 45
víslegar. Það verða oft steypu- skil við niðurlagningu og steypulög bindast ekki saman. Það var nokkuð algengur mis- skilningur að öllum væri fært að leggja niður steypu. Sem betur fer hafa skoðanir manna á þessu breytzt og vandvirkni hefur aukizt hin siðari ár. Sér- þjálfaðir menn sjá víða um nið- urlagningu steypu núorðið. Steypugallarnir geta lika komið fram vegna hönnunar, járnnotkunar og jarðskjálfta. Gæðasveiflur í sementi eru líka ein af orsökunum fyrir göllum en þær geta verið 30—35%. Sveiflur í kornadreifingu í möl og sandi hafa líka sín áhrif. Gæðaeftirlitið (hjá okkur er meðal annars fólgið í að taka 4—10 styrkleikaprufur á dag og kornadreifingu í möl og sandi er athuguð að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar í hverri viku. F.V.: — Þú hefur vegna starfa þíns kynnzt mjög náið aðstæðum húsbyggjenda í höf- uðborginni. Hvaða skoðanir hefur þú myndað þér á opin- berri fyrirgreiðslu við íbúða- bv.ggjendur, þ.e. fyrirgreiðslu Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins? Víglundur; — Ég tel lána- kerfi hennar gjörsamlega óvið- unandi. Árið 1975 var ákveðið að þrískipta útborgun lána hjá stofnuninni til bráðabirgða. Þstta þýðir í raun að útborgun- in getur dreifzt á 15—16 mán- uði frá því að hús eða íbúð er fokheld. Síðasti 'hluti útborg- unarinnar kemur byggingariðn- aðinum oft að litlu gagni, því að oft eru menn búnir að bjarga sér með víxlum, sem þeir halda síðani áfram að greiða af en síðasta útborgun húsnæðis- málastjórnarláns er notuð til einhverrar annarrar fjárfest- ingar. — Ég tel, að nú ætti að bíða með að hækka lánin en vinna að því að þau verði borguð út í tvennu lagi í stað þriggja út- borgana eins og nú. Með þeirri verðbólgu sem nú geysar, yrðu peningarnir þannig miklu nota- drýgri fyrir lántakendur. Annars má segja, að þróun byggingarsjóðs rikisins sé hin uggvænlegasta. Hann tekur lán til að endurlána með lakari kjörum. Það er alltaf verið að ganga á höfuðstól sjóðsins. Eitt er það líka afsprengið byggðastefnunnar, sem snertir þessi mál. Byggingasjóður rík- isins lánar til byggingar leigu- íbúða sveitarfélaga samkvæmt sérstökum lögum um þær. Þetta hafa sveitarfélögin í dreif- býlinu notfært sér og fengið 80% til byggingar leiguíbúða. Þegar þær hafa verið byggðar má hins vegar selja þær og þá yfirtekur fólk lánin einfaldlega og fær þannig á frjálsum mark- aði íbúðir með 80% láni, sem byggingarsjóður ríkisins hefur veitt til byggingar leiguhúsnæð- is. Þetta er hrópleg mismunun á húsnæðismarkaðinum. Stærðarreglur húsnæðismála- stjórnar eru einnig fáránlegar. Þær hafa leitt af sér fram- leiðslu húsnæðis, sem er ákaf- lega óhentugt. Til þess að vera innan ramma reglnanna hafa menn sérstaklega minnkað við sig barnaherbergi og svefn- herbergi. Barnaherbergi í ís- lenzkum íbúðum eru að verða hneyksli. Þau eru nánast eins og skápar, sem börnin geta ekki hreyft sig í. Það er argasta afturhaldssemi að setja reglur um stærð úr því lánið er eitt og hið sama. Sá, sem byggir stærra verður einfaldlega að leggja meira af mörkum sjálfur. Þess- ar reglur er rétt að afnema og reyndar einnig að leggja hús- næðismálastofnunina niður og fela veðdeild Landsbankans af- srreiðshi lánanna. Mér sýnist hlutvebk húsnæðismálastofnun- ar fvrst og fremst vera að yfir- fara teikningar og athuga hvort þær uppfylli skilyrðin um stærðarmörk. F..V: — Þú nefndir byggða- stcfnuna. Áttu von á að hún leiði af sér frekari samdrátt í framkvæmdum hér á höfuð- borgarsvæðinu en orðið er? Víglundur: — Það hefur greinilega orðið samdráttur i opinberum framkvæmdum hér í þéttbýlinu suð-vestanlands frá því seinni hluta árs 1974. En á móti öllum samdrætti hér hefur komið aukning úti á landsbyggðinni. Aftur á móti tel ég að byggðastefnan hafi mistekizt. Það verður samskonar flótti úr dreifbýlinu í þéttbýlið innan skamms tíma og var um 1960. Uppbyggingin í dreifbýlinu hef- ur verið gífurleg og þensla mik- il í byggingar- og þjónustuiðn- aði. Eftirspurn eftir atvinnu og íbúðarhúsnæði hefur verið mik- il. Tómarúmið hefur verið fyllt á nokkrum árum, þannig að eftirspurnin eftir íbúðum verð- ur ekki lengur fyrir hendi og byggingariðnaðinum mun hraka á dreifbýlisstöðunum. Sá fjöldi af sérhæfðum mönnum, sem hefur haft starfa við bygg- ingariðnaðinn úti í dreifbýlinu, mun því ekki eiga annað at- hvarf en að leita á höfuðborg- arsvæðið í von um betri tíð. Fréttir og fagiegt efni um byggingariðnað og annan iðnað Í6na5arbla5fó FV 9 1977 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.