Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 79
-----------------------AUGLYSING ------------- SÚTtJIMARVERKSIVIIÐJA SLÁTLRFÉLAGS SLÐLRLANDS: Pelsjakkar úr lambaskinnum Aðalframleiðsla Sútunarverk smiðju Sláturfélags Suðurlands eru skrautgærur og á þessu ári verða framleidd milli 90 og 100 þúsund skrautgærur. Sláturfé- lag Suðurlands rekur einnig saumastofu, sem saumar pels- jakka úr klipptum lambaskinn- um ásamt öðrium vörum. 97% af framleiðslu sútunarverk- smiðjunnar er til útflutnings, og aðalmarkaðssvæðin skiptast að jöfnu milli Bandaríkjanna og Evrópulanda, þó aðallega Frakklands, . Bretlands og Skandinavíu. Ásgeir Nikulásson fram- kvæmdastjóri sútunarverk- smiðjunnar sagði, að horfur væru sæmilegar á komandi ári, en erfitt væri að koma verðinu upp, enda æði mikil sam- keppni. Allmiklar breytingar hafa orðið á sl. ári fyrir rekstur þessa iðnaðar, allverulegar launahækkanir hafa átt sér stað, ennfremur hefur orðið hækkun á ýmsum aðfengnum föngum og orku. í heiminum falla til 350—400 milljónir kindaskinna og hlut- ur íslands hefur verið milli 800 og 900 þúsund skinn á ári, að sögn Ásgeirs. íslensku kindaskinnin eru góð vara í hæsta gæðaflokki. En þrátt fyrir gæðin og léttleika skinnanna, gengur erfiðlega að fá hráefnisverð sem bændUr geta sætt sig við. íslensku skinnin hafa m.a. verið notuð í svokallaða mokkaskinnsfram- leiðslu, en það eru aðallega Finnar, Svíar og Pólverjar, sem kaupa skinn til þeirrar fram- leiðslu. íslensku sútunarverksmiðj- urnar hafa greitt það útflutn- ingsverð, sem fengist hefur á hverjum tíma, þrátt fyrir erfið- ar kringumstæður í verðþróun hér innanlands og harða sam- keppni, að sögn ásgeirs. Það eru innan við 14 ár síð- an farið var að flytja íslenskar gærur út í söltuðu ástandi á tiltölulega lágu verði. Tilkoma þessara sútunarverksmiðja sem nú eru starfandi hefur áreiðan- lega tryggt jafnara og betra verð en áður var. Mestur hluti skinnanna er hvítur ,eða 75—80%, aðrir litir eru aðallega grátt og svart, en minna er um mórauð og flekk- ótt skinn. PELSJAKKAR ÚR KLIPPTUM LAMBASKINNUM Saumastofan sem Sláturfélag Suðurlands rekur saumar pels- jakka á dömur og herra undir merkinu Nova, svo og ýmsar aðrar fallegar vörur eins og húfur'og.lúffur. Þessi íramleiðsla er nær ein- göngu seld til útflutnings, að mestu leyti til Kanada og Bandaríkjanna. Hér á landi kostar slíkur pels- jakki um 40 þúsund kr., en út úr verslun í Bandaríkjunum er hann seldur fyrir þrefalda þessa upphæð. Sagði Ásgeir, að þetta atriði sýndi, þó í litlu væri þá erfið- leika, sem útflutningsiðnaður á við að stríða hér á landi, en það sem gerði þessum iðnaði erfiðast fyrir væru nokkuð tið mannaskipti, sem veldur því að framleiðslan verður dýrari en skyldi. Sútunarverksmiðjan er einn- ig að framleiða bílaáklæði úr lambagærum, sem notið hafa mikilla vinsælda, og eru þægi- legar jafnt í hita sem kulda. Sútunarverksmiðjan mun hins vegar ekki um sinn fara út í framleiðslu á mokkaskinn- um, þar sem af því yrði allnokk- ur kostnaður, og er fyrirtækið ekki tilbúið til þess sem stend- ur að fara út í frekari úr- vinnslu. FV 9 1977 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.