Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 79

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 79
-----------------------AUGLYSING ------------- SÚTtJIMARVERKSIVIIÐJA SLÁTLRFÉLAGS SLÐLRLANDS: Pelsjakkar úr lambaskinnum Aðalframleiðsla Sútunarverk smiðju Sláturfélags Suðurlands eru skrautgærur og á þessu ári verða framleidd milli 90 og 100 þúsund skrautgærur. Sláturfé- lag Suðurlands rekur einnig saumastofu, sem saumar pels- jakka úr klipptum lambaskinn- um ásamt öðrium vörum. 97% af framleiðslu sútunarverk- smiðjunnar er til útflutnings, og aðalmarkaðssvæðin skiptast að jöfnu milli Bandaríkjanna og Evrópulanda, þó aðallega Frakklands, . Bretlands og Skandinavíu. Ásgeir Nikulásson fram- kvæmdastjóri sútunarverk- smiðjunnar sagði, að horfur væru sæmilegar á komandi ári, en erfitt væri að koma verðinu upp, enda æði mikil sam- keppni. Allmiklar breytingar hafa orðið á sl. ári fyrir rekstur þessa iðnaðar, allverulegar launahækkanir hafa átt sér stað, ennfremur hefur orðið hækkun á ýmsum aðfengnum föngum og orku. í heiminum falla til 350—400 milljónir kindaskinna og hlut- ur íslands hefur verið milli 800 og 900 þúsund skinn á ári, að sögn Ásgeirs. íslensku kindaskinnin eru góð vara í hæsta gæðaflokki. En þrátt fyrir gæðin og léttleika skinnanna, gengur erfiðlega að fá hráefnisverð sem bændUr geta sætt sig við. íslensku skinnin hafa m.a. verið notuð í svokallaða mokkaskinnsfram- leiðslu, en það eru aðallega Finnar, Svíar og Pólverjar, sem kaupa skinn til þeirrar fram- leiðslu. íslensku sútunarverksmiðj- urnar hafa greitt það útflutn- ingsverð, sem fengist hefur á hverjum tíma, þrátt fyrir erfið- ar kringumstæður í verðþróun hér innanlands og harða sam- keppni, að sögn ásgeirs. Það eru innan við 14 ár síð- an farið var að flytja íslenskar gærur út í söltuðu ástandi á tiltölulega lágu verði. Tilkoma þessara sútunarverksmiðja sem nú eru starfandi hefur áreiðan- lega tryggt jafnara og betra verð en áður var. Mestur hluti skinnanna er hvítur ,eða 75—80%, aðrir litir eru aðallega grátt og svart, en minna er um mórauð og flekk- ótt skinn. PELSJAKKAR ÚR KLIPPTUM LAMBASKINNUM Saumastofan sem Sláturfélag Suðurlands rekur saumar pels- jakka á dömur og herra undir merkinu Nova, svo og ýmsar aðrar fallegar vörur eins og húfur'og.lúffur. Þessi íramleiðsla er nær ein- göngu seld til útflutnings, að mestu leyti til Kanada og Bandaríkjanna. Hér á landi kostar slíkur pels- jakki um 40 þúsund kr., en út úr verslun í Bandaríkjunum er hann seldur fyrir þrefalda þessa upphæð. Sagði Ásgeir, að þetta atriði sýndi, þó í litlu væri þá erfið- leika, sem útflutningsiðnaður á við að stríða hér á landi, en það sem gerði þessum iðnaði erfiðast fyrir væru nokkuð tið mannaskipti, sem veldur því að framleiðslan verður dýrari en skyldi. Sútunarverksmiðjan er einn- ig að framleiða bílaáklæði úr lambagærum, sem notið hafa mikilla vinsælda, og eru þægi- legar jafnt í hita sem kulda. Sútunarverksmiðjan mun hins vegar ekki um sinn fara út í framleiðslu á mokkaskinn- um, þar sem af því yrði allnokk- ur kostnaður, og er fyrirtækið ekki tilbúið til þess sem stend- ur að fara út í frekari úr- vinnslu. FV 9 1977 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.