Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 31
— Það skiptir ekki máli. Ef þú ert að borga út af þinum reikningi og ferð með seðilinn í banka, þá er ekkert gert þar nema taka við seðlinum. Þú færð enga kvittun í bankanum. Svo er seðillinn sendur áfram til okfcar. Eins gerum við, ef við fáum gíróseðil, þar sem reifcningsstofnun eiganda er banki eða sparisjóður. Við tök- um bara seðilinn og sendum hann áfram til viðkomandi stofnunar og engin greiðsla fer fram fyrr en búið er að ganga úr skugga um, að nægir peningar séu til fyrir greiðsl- unni. Þannig er engin leið til að svindla á gírókerfinu. GÍRÓFLÓÐIÐ í PÓST- KASSANUM — Þú minntist áðan á happ- drættismiða, sem ýmis félög senda út með gíróseðlum. Nú er minn póstkassi hlutur af mínu heimili. Er það ekki brot á friðhelgi einkalífsins, þegar dengt er í póstkassann alls kyns gíróseðlum, sem viðkomandi hefur ckki minnsta áhuga á að fá? — Það er að vísu skiptar skoðanir um þetta. En okkur finnst þetta ekkert tiltökumál. Þetta eru yfirleitt alls kyns líknarfélög, sem nota þessa að- ferð og við höfum það fyrst og fremst í huga að með þessu er þeim, sem vilja styrkja þessi félög, gert auðveldara um það. Hinir, sem ekfci vilja borga, geta einfaldlega hent seðlinum. Það er auðvelt í framkvæmd líka. — En nú eru menn svo óskap- lega hræddir við allt tölvudót. Einn kuniningi minn hafði orð á því um daginn, að þetta hlyti að vera ólöglegt. Alla vega kvaðst hann ekki vilja komast á skrá fyrir það að styrkja ekki eitthvert málefni. Hann getur óhræddur gengið framhjá happ- drættisbílnum í Austurstræti, en með gíróseðlinum er nafnið hans komið á einhverja skrá. — Þetta er nú alveg ástæðu- laus ótti. Ég held ákveðið, að misnotkunarmöguleikum sé ekki til að dreifa í þessu sam- bandi. Þessi félög nota sömu skrárnar ár eftir ár og ég held, að þú fáir alveg eins þinn miða sendan, hvort sem þú borgar hann í hundrað ár eða ekki. Allavega fæ ég ekki séð, hvers konar kárinu er hægt að gera þér, þótt þú borgir ekki happ- drættismiða Krabbameinsfé- lagsins svo eitthvert dæmi sé tekið. BETL I GEGNUM GÍRÓ — Við vorum áðan að tala um misnotkun á gíró-kerfinu. Nú er það auðvitað hugsanlegt að ég taki upp á því að safna að mér fé í gegn um gíróið á fölskum forsendum? — Já. Og við höfum orðið að loka einstaka reikningi vegna GÍRÓ það er svarið Bæklingur til kynningar á giró- þjónustu. þess að menn hafa notað gíróið til að betla sér út peninga. Ég get tekið sem dæmi, að við vorum fyrir s'kömmu að loka reikningi hjá Dana nokkr- um, sem sagðist vera með Evr- ópu-söfnun í gangi. Þessi mað- ur skrifaði okkur og bað um reikning og tilskilin gögn. Gíró- seðlana sendi hann svo beint til fólks hér á íslandi og þegar við sáum hann fá greiðslur, fórum við að athuga málið. Við skrif- uðum manninum og spurðum, hvaða starfsemi þetta væri. Svörin, sem við fengum, voru ákaflega loðin. Einna helzt að þetta væri söfnun fyrir ein- hverja bágstadda í Evrópu. En hverjir þessir bágstöddu voru, fengust aldrei hrein svör við. Þetta gat alveg eins átt við hann sjálfan. Svo við lokuðum reikningnum hjá þessum manni, tókum greiðslur fyrir gíróseðlana af inneign hans og sendum honum afganginn. Ætli það hafi ekki verið um 100 krónur danskar, sem hann fékk. — Þarna er þá leið... . — í rauninni ek'ki. Til þess að standa fyrir söfnunum af þessu tagi þarf ráðuneytisleyfi og ef það er ekki fyrir hendi, þá á þessi leið ekki að vera fær. 68.871 ORLOFSÁVÍSUN — I tölunni, sem þú gafst upp áðan um reikningafjöld- ann, voru ekki orlofsreikning- arnir? — Nei. Orlofið er alveg sér- mál hjá okkur. Þeir reikningar eru tæplega 70.000 talsins; við sendum út 68.871 ávísun 1. maí sl. — Nú hefur orlofsgíróið ver- ið talsvert gagnrýnt. — Já. Gagnrýna þeir ó- ánægðu ekki allt? Ég held að það sé mjög heppilegt fyrir- komulag að safna þessu svona upp og ég tala nú ekfci um, hvað þetta er liprara fyrir- komulag en orlofsmerkin voru. Auk þess má benda á það, hversu gífurleg fjölgun varð, þegar gírókerfið var tekið upp. Síðasta árið, sem orlofsmerkin gengu fengu 18.000 einstakling- ar greidd orlofsmerki, en fyrsta árið í gíróinu fengu 65.000 ein- staklingar orlofsávísanir. Eitt- hvað var um það, að atvinnu- rekendur greiddu orlofið beint FV 9 1977 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.