Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 55
Reykjalundur: í framleiðsludeildiniH starfa nú 213 manns Rekstur röra- og filmudeildar hefur gengið mjög vel í vélasal verksmiðjunnar á Reykjalundi. — Það er okkar stefna að opna Reykjalund fyrir fleiri öryrkjum en þeim sem búa hérna lijá okkur. Með því aö auka fjölbreytni í framleiðslu- tegundium teljum við okkur geta fjölgað vinnuplássum og komið upp vísi af vernduðum vinnustað fyrir fólk með skerta starfsorku. Þetta sagði Björn Ástmundsson fulltrúi á Reykja- lundi í samtali við Frjálsa versl- un. Við framleiðsludeild Reykja- lundar eru starfandi 213 manns. í raun og veru er deildinni skipt í tvennt. Annars vegar er það röra- og filmudeildin þar sem eingöngu starfa fullfrískir menn og hins vegar steypu- deildin, þar sem vistfólk af Reykjalundi vinnur undir hand- leiðslu tveggja verkstjóra. Röra- og filmudeildinni er ætlað það hlutverk að geta stað- ið undir sjálfri sér og stutt rekstur steypudeildarinnar, sagði Björn. STÓR VERKEFNI f RÖRAFRAMLEIÐSLU — Rekstur röra- og filmu- deildarinnar hefur gengið mjög vel og gefur ástæðu til bjart- sýni. Við framleiðum vatnsrör af ýmsum stærðum og getum auðveldlega annað allri eftir- spurn innanlands á þessu sviði Við höfum fengið mörg stór verkefni í þessari framleiðslu- grein og þar má síðast nefna verkefni fyrir Grundartanga- verksmiðjuna. Rör í vatnskerfi þess fyrirtækis voru boðin út og okkar tilboði var tekið af fjölmörgum tilboðum sem bár- ust. Kemur þetta sér mjög vel fyrir okkur, því þar með höf- um við tryggt verkefni veru- legan hluta vetrarins sem fer í hönd, en veturinn er yfirleitt daufari tími í þessari fram- leiðslugrein. — Hvað filmu- framleiðslunni viðkemur þá er þarna um að ræða plastfilmur, sem síðan eru gerðir pokar úr. Varð Reykjalundur fyrst fyr- irtækja hér á landi til að fram- leiða þessar filmur. Eins og áður segir er röra- og filmudeildinni ætlað að standa undir steypudeildinni, en í henni starfa nú milli 30 cg 40 fatlaðir. Áður voru aðal- lega framleidd leikföng í þess- ari deild, en nú eru það aðal- lega ýmis konar umbúðadósir fyrir matvælaiðnaðinn, sem þar eru unnar. NÝ HERÐATRÉ — Við framleiddum nokkuð af „Lego“-kubbum hér áður fyrr, en það er svo til búið að vera, sagði Björn. — í staðinn framleiðum við alls konar um- búðir úr plasti, og nú stefnum við að framleiðslu á nýjum teg- undum. Þar má nefna herðatré, sem eiga að fara á markaðinn eftir áramótin. Við ætlum að framleiða nýja tegund af plast- herðatrjám, sem við munum bæði selja á opnum markaði og eins til fataframleiðenda. Einn- ig er ætlunin að hefja fram- leiðslu á plasteyi'namörkum fyrir sauðfé. Fleiri nýjungar eru í bígerð. Að lokum sagði Björn Ást- mundsson á Reykjalundi að ef allt færi sem horfði væri fyllsta ástæða til þess að horfa björt- um augum á framtíðina varð- andi rekstur fyrirtækisins, en það þýðir jafnframt að stór- um hópi fólks með skerta vinnugetu eru tryggð betri skil- yrði til þess að komast af, en ella væri. 55; FV 9 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.