Frjáls verslun - 01.09.1977, Qupperneq 55
Reykjalundur:
í framleiðsludeildiniH starfa
nú 213 manns
Rekstur röra- og filmudeildar hefur gengið mjög vel
í vélasal verksmiðjunnar á Reykjalundi.
— Það er okkar stefna að
opna Reykjalund fyrir fleiri
öryrkjum en þeim sem búa
hérna lijá okkur. Með því aö
auka fjölbreytni í framleiðslu-
tegundium teljum við okkur
geta fjölgað vinnuplássum og
komið upp vísi af vernduðum
vinnustað fyrir fólk með skerta
starfsorku. Þetta sagði Björn
Ástmundsson fulltrúi á Reykja-
lundi í samtali við Frjálsa versl-
un.
Við framleiðsludeild Reykja-
lundar eru starfandi 213 manns.
í raun og veru er deildinni
skipt í tvennt. Annars vegar er
það röra- og filmudeildin þar
sem eingöngu starfa fullfrískir
menn og hins vegar steypu-
deildin, þar sem vistfólk af
Reykjalundi vinnur undir hand-
leiðslu tveggja verkstjóra.
Röra- og filmudeildinni er
ætlað það hlutverk að geta stað-
ið undir sjálfri sér og stutt
rekstur steypudeildarinnar,
sagði Björn.
STÓR VERKEFNI f
RÖRAFRAMLEIÐSLU
— Rekstur röra- og filmu-
deildarinnar hefur gengið mjög
vel og gefur ástæðu til bjart-
sýni. Við framleiðum vatnsrör
af ýmsum stærðum og getum
auðveldlega annað allri eftir-
spurn innanlands á þessu sviði
Við höfum fengið mörg stór
verkefni í þessari framleiðslu-
grein og þar má síðast nefna
verkefni fyrir Grundartanga-
verksmiðjuna. Rör í vatnskerfi
þess fyrirtækis voru boðin út
og okkar tilboði var tekið af
fjölmörgum tilboðum sem bár-
ust. Kemur þetta sér mjög vel
fyrir okkur, því þar með höf-
um við tryggt verkefni veru-
legan hluta vetrarins sem fer
í hönd, en veturinn er yfirleitt
daufari tími í þessari fram-
leiðslugrein. — Hvað filmu-
framleiðslunni viðkemur þá er
þarna um að ræða plastfilmur,
sem síðan eru gerðir pokar úr.
Varð Reykjalundur fyrst fyr-
irtækja hér á landi til að fram-
leiða þessar filmur.
Eins og áður segir er röra-
og filmudeildinni ætlað að
standa undir steypudeildinni,
en í henni starfa nú milli 30
cg 40 fatlaðir. Áður voru aðal-
lega framleidd leikföng í þess-
ari deild, en nú eru það aðal-
lega ýmis konar umbúðadósir
fyrir matvælaiðnaðinn, sem þar
eru unnar.
NÝ HERÐATRÉ
— Við framleiddum nokkuð
af „Lego“-kubbum hér áður
fyrr, en það er svo til búið að
vera, sagði Björn. — í staðinn
framleiðum við alls konar um-
búðir úr plasti, og nú stefnum
við að framleiðslu á nýjum teg-
undum. Þar má nefna herðatré,
sem eiga að fara á markaðinn
eftir áramótin. Við ætlum að
framleiða nýja tegund af plast-
herðatrjám, sem við munum
bæði selja á opnum markaði og
eins til fataframleiðenda. Einn-
ig er ætlunin að hefja fram-
leiðslu á plasteyi'namörkum
fyrir sauðfé. Fleiri nýjungar
eru í bígerð.
Að lokum sagði Björn Ást-
mundsson á Reykjalundi að ef
allt færi sem horfði væri fyllsta
ástæða til þess að horfa björt-
um augum á framtíðina varð-
andi rekstur fyrirtækisins, en
það þýðir jafnframt að stór-
um hópi fólks með skerta
vinnugetu eru tryggð betri skil-
yrði til þess að komast af, en
ella væri.
55;
FV 9 1977