Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 81

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 81
— Þetit'a er nú bara venjulcgur kaffitími. Þú ættir að sjá árshátiðina. — Mér sýndist Kata vera hálf þreytuleg þegar hún giftist honum Palla á laugardaginn. — Hún er búin að eltast við hann i fjögur ár. — Þegar ég var ungur þurfti ég verulega að taka á til að vera ekki konu minni ótrúr. Þetta er enn sífelld barátta og ég tapa næstum alltaf, sagði einn í gufubaðinu um daginn. • — Mín kæra, sagði riddarinn hugumprúði um leið og ihann fór í herklæðin. — Kóngurinn kallar. Ég verð að fara í stríð. — En samkvæmt venju ætla ég að læsa þig í skírlífisbeltinu svo að enginn grunur falli á þig- Þetta mælti riddarinn við konuna sína yndislegu. Og svo bætti hann við: — Lykilinn fel ég svo hirðfifliniu, þvi tryggðatrölli, til varðveizlu Hann á að fela lykilinn en falli ég mun hann gefa þig frjálsa. Svo sté hann á bak og reið á brott. Ekki leið á löngu áður en hirðfíflið reið hann uppi og stundi upp: — Minn kæri riddari. Þér hafið skilið eftir skakkan lykil. Hann hafði elt hana á rönd- um allt kvöldið. — Heyrðu, eigum við ekki. . . — Nei. — Æi, láttu ekki... — Nei... — En... — Nei og aftur nei. Ég er ekki „til í það“. Nú er ég búin að segja nei í síðasta sinn. — Loksins framför. Heyrðu, ég panta bíl og svo förum við heim til mín. . .. — Mér er alveg hætt að lítast á þessa tæknivæðingu. — • — Innbrotsþjófur í V-Þýzka- landi var á leiðinni út úr stórri markaðsverzlun með þýfi sitt en gat ekki á sér setið að prófa rafmagnsjárnbrautina, sem var sett upp til sýnis í leikfanga- deildinni. í rauninni fannst honum þetta svo gaman að hann var að í þrjá klukkutíma eða þangað til afgreiðslufólkið byrjaði að mæta til vinnu. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar gaf verzlunareigandinn þjófinum myndskreyttan sölu- bækling um leikfangajárn- brautir til að hafa með sér í fangelsið. — • — Barbara Newcombe, húsmóð- ir í London, sem missti röddina fyrir allmörgum árum, fór til skottulæknis fyrir nokkru og fékk röddina aftur. Það ein- kennilega við þetta allt saman er að röddin er ekki eins og hún var upprunalega. Barbara talar nefnilcga með ítölskum hreim núna. — Það tekur svolítinn tíma að venjast þessu, segir maður hcnnar dálítið undrandi, en hún hefur aldrei til Ítalíu kom- ið. Skotasaga mánaðarins: — Afhverju ertu ekki með giftingarhringinn uppi við? Ertu skilinn? — Nei, en konan gengur með hann þessa vikuna. — • — — Þegar ég er slappur fer ég til læknisins. Hann verður að hafa eitthvað til að lifa af. Svo fer ég í apótekið því að þeir verða vitanlega líka að lifa. Þegar ég kem heim helli ég sullinu í vaskinn því að ég ætla lí'ka að lifa. FV 9 1977 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.