Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 49
Egilsstaðabúið, eitt stærsta býli á landinu. Þar er rekið gistiheimili á vegumi Ásdísar Sveinsdóttur. # IMýbygging mjólkur- samlagsins Á Egilsstöðum rekur kaupfé- lagið brauðgerð, slátur- og frystihús. Þá er þar einnig mjólkursamlag og um þessar mundir er verið að byggja stór- hýsi yfir starfsemi þess, og er vænst að nýja mjólkursamlagíð taki til starfa á næsta ári, og í framhaldi af því hafa forráða- menn kaupfélagsins hug á byggingu nýtízku sláturhúss. Á Reyðarfirði rekur kaupfé- lagið síðan frystihús, kjöt- vinnslu, gistihús og skipaaf- afgreiðslu. Ennfremur • rekur kaupfélagið frystihús, saltfisk- verkun og fiskimjölsverksmiðju í Borgarfirði eystra, og auk sláturhússins, sem rekið er á Egilsstöðum eru rekin sláturhús á Fossvöllum, Reyðarfirði og Borgarfirði. f þessum sláturhús- um var á síðasta ári slátrað 66.690 fjár, var töluverð aukn- ing frá fyrra ári, og í haust er gert ráð fyrir að fjöldi dilka verði svipaður. Á Egilsstöðum rekur kaupfé- lagið mjög stóra verzlun, sem lokið var við fyrir tveimur ár- um, ennfremur er það með stór- an söluskála þar og afgreiðslu fyrir Oliufélagið h.f. Þá geng- ur kjörbíll á vegum kaupféags- ins um þorpið, sá eini á landinu. Tvær verzlanir eru reknar á Seyðisfirði af kaupfélaginu, ein á Reyðarfirði og ennfremur byggingavöruverzlun. Kaupfé- lagsstjóri er Þorsteinn Sveins- son. • Miðkjarni kaup- túnsins Á svæðinu kringum kaupfé- lagið standa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir og þarna er að myndast miðbæjarkjarni á Eg- ilsstöðum, má þar nefna Dags- verk, sem rekur þungavinnuvél- ar og er með stóra vörubílaút- gerð. Véltækni s.f. nefnist ungt fyrirtæki á Egilsstöðum, er það með rekstur jarðýtna og skurð- grafa, auk þess sem það rekur viðgerðarverkstæði og selur hjólbarða o.fl. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Valdimar Benediktsson. Á síðasta ári tóku tvö fyrir- tæki til starfa á Egilsstöðum, Innrömmun og speglagerð Páls Péturssonar og Héraðsprent, sem er fyrsta prentsmiðjan sem rekin er á Fljótsdalshéraði. Sér prentsmiðjan um alls konar prentun fyrir fyrirtæki á Egils- stöðum, auk þess sem blað sjálfstæðismanna Þingmúli og blað framsóknarmanna Austri, eru prentuð þar. Tvö bankaútibú eru á Egils- stöðum, annað á vegum Búnað- arbankans, hitt á vegum Sam- vinnubanlcans. Annað helzta verzlunarfyrir- tækið á staðnum er Verzlunar- félag Austurlands, rekur það bæði verzlun í kauptúninu og eins norðan við fljót ,að Hlöð- um. Framkvæmdastjóri þess er Jónas Pétursson. 0 Feröamanna- þjónusta Þjónusta í sambandi við ferðamenn hefur vaxið hröðum skrefum á Egilsstöðum á síð- ustu árum. Kemur þar fyrst og fremst til að Egilsstaðir liggja miðsvæðis á Austurlandi, stutt er þaðan til margra fegurstu staða á Austfjörðum og þar er aðal flugvöllur fjórðungsins og oft flogið tvisvar- þrisvar á dag frá Reykjavík, og Flugfélag Austurlands hefur þar aðsetur. Um þessar mundir er rekið eitt hótel á staðnum, gistiheimilið að Egilsstöðum, og er þar fram- reiddur morgunverður. Þá er matsala i félagsheimilinu Vala- skjálf og nú er í smíðum stór hótelálma við félagsheimilið, sem mun gjörbreyta allri að- stöðu til móttöku ferðamanna, er hún verður fullbúin. Þá er góð veitingasala í flugstöðinni, rekin af Þránni Jónssyni, og hann rekur einnig matsölustað- inn Vegaveitingar, sem stendur rétt norðan við Lagarfljóts- brúna, en þessi matsölustaður er opin frá því um miðjan júm fram til loka september og er mjög vinsæll af ferðamönnum. # Fjórar bílaleigur Á Egilsstöðum eru nú reknar fjórar bílaleigur; Bílaleiga FV 9 1977 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.