Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 49
Egilsstaðabúið, eitt stærsta býli á landinu. Þar er rekið gistiheimili á vegumi Ásdísar Sveinsdóttur.
# IMýbygging mjólkur-
samlagsins
Á Egilsstöðum rekur kaupfé-
lagið brauðgerð, slátur- og
frystihús. Þá er þar einnig
mjólkursamlag og um þessar
mundir er verið að byggja stór-
hýsi yfir starfsemi þess, og er
vænst að nýja mjólkursamlagíð
taki til starfa á næsta ári, og í
framhaldi af því hafa forráða-
menn kaupfélagsins hug á
byggingu nýtízku sláturhúss.
Á Reyðarfirði rekur kaupfé-
lagið síðan frystihús, kjöt-
vinnslu, gistihús og skipaaf-
afgreiðslu. Ennfremur • rekur
kaupfélagið frystihús, saltfisk-
verkun og fiskimjölsverksmiðju
í Borgarfirði eystra, og auk
sláturhússins, sem rekið er á
Egilsstöðum eru rekin sláturhús
á Fossvöllum, Reyðarfirði og
Borgarfirði. f þessum sláturhús-
um var á síðasta ári slátrað
66.690 fjár, var töluverð aukn-
ing frá fyrra ári, og í haust er
gert ráð fyrir að fjöldi dilka
verði svipaður.
Á Egilsstöðum rekur kaupfé-
lagið mjög stóra verzlun, sem
lokið var við fyrir tveimur ár-
um, ennfremur er það með stór-
an söluskála þar og afgreiðslu
fyrir Oliufélagið h.f. Þá geng-
ur kjörbíll á vegum kaupféags-
ins um þorpið, sá eini á landinu.
Tvær verzlanir eru reknar á
Seyðisfirði af kaupfélaginu, ein
á Reyðarfirði og ennfremur
byggingavöruverzlun. Kaupfé-
lagsstjóri er Þorsteinn Sveins-
son.
• Miðkjarni kaup-
túnsins
Á svæðinu kringum kaupfé-
lagið standa fjölmörg fyrirtæki
og stofnanir og þarna er að
myndast miðbæjarkjarni á Eg-
ilsstöðum, má þar nefna Dags-
verk, sem rekur þungavinnuvél-
ar og er með stóra vörubílaút-
gerð. Véltækni s.f. nefnist ungt
fyrirtæki á Egilsstöðum, er það
með rekstur jarðýtna og skurð-
grafa, auk þess sem það rekur
viðgerðarverkstæði og selur
hjólbarða o.fl. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er Valdimar
Benediktsson.
Á síðasta ári tóku tvö fyrir-
tæki til starfa á Egilsstöðum,
Innrömmun og speglagerð Páls
Péturssonar og Héraðsprent,
sem er fyrsta prentsmiðjan sem
rekin er á Fljótsdalshéraði. Sér
prentsmiðjan um alls konar
prentun fyrir fyrirtæki á Egils-
stöðum, auk þess sem blað
sjálfstæðismanna Þingmúli og
blað framsóknarmanna Austri,
eru prentuð þar.
Tvö bankaútibú eru á Egils-
stöðum, annað á vegum Búnað-
arbankans, hitt á vegum Sam-
vinnubanlcans.
Annað helzta verzlunarfyrir-
tækið á staðnum er Verzlunar-
félag Austurlands, rekur það
bæði verzlun í kauptúninu og
eins norðan við fljót ,að Hlöð-
um. Framkvæmdastjóri þess er
Jónas Pétursson.
0 Feröamanna-
þjónusta
Þjónusta í sambandi við
ferðamenn hefur vaxið hröðum
skrefum á Egilsstöðum á síð-
ustu árum. Kemur þar fyrst og
fremst til að Egilsstaðir liggja
miðsvæðis á Austurlandi, stutt
er þaðan til margra fegurstu
staða á Austfjörðum og þar er
aðal flugvöllur fjórðungsins og
oft flogið tvisvar- þrisvar á dag
frá Reykjavík, og Flugfélag
Austurlands hefur þar aðsetur.
Um þessar mundir er rekið eitt
hótel á staðnum, gistiheimilið
að Egilsstöðum, og er þar fram-
reiddur morgunverður. Þá er
matsala i félagsheimilinu Vala-
skjálf og nú er í smíðum stór
hótelálma við félagsheimilið,
sem mun gjörbreyta allri að-
stöðu til móttöku ferðamanna,
er hún verður fullbúin. Þá er
góð veitingasala í flugstöðinni,
rekin af Þránni Jónssyni, og
hann rekur einnig matsölustað-
inn Vegaveitingar, sem stendur
rétt norðan við Lagarfljóts-
brúna, en þessi matsölustaður
er opin frá því um miðjan júm
fram til loka september og er
mjög vinsæll af ferðamönnum.
# Fjórar bílaleigur
Á Egilsstöðum eru nú reknar
fjórar bílaleigur; Bílaleiga
FV 9 1977
49