Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 12
Deilumál innan „kerf isins” : Hver er eigandi flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli? Greint frá ágreiningi og málaferlum sem upp hafa risift vegna álagningar fasteignagjalds á flugstöftvarbygginguna Er flugstöðin á Keflavíkurflugvelli okkar eign, eða á varnarliðið hana áfram eftir afhendinguna 1964? Um þetta eru skiptar skoðanir. íslenzka ríkisstjórnin telur ákveðið að varnarliðið eigi flug- stöðina, enda þótt ríkissjóður sé skráður eigandi hennar í fasteignamatsskrá og hjá Brunabótafélagi íslands. Hins vegar virðist engum blöðum um það að fletta að við erum eigendur að síðari tíma viðbótum við flugstöðina, eins og skýrt er tekið fram í samningi utanríkisráðuneytisins og íslenzks markaðar hf. frá 9. júní 1970. Upphaf þess að á þetta er látið reyna, er það, að Njarð- víkurhreppur leggur fasteigna- skatt á flugstöðina 1973 og greiddi flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hann fyrir hönd ríkissjóðs; athugasemda- laust. Árið eftir vill flugmála- stjórnin fá skuldajöfnun á á- lögðum fasteignaskatti á flug- stöðvarbygginguna og gjöldum, sem flugmálastjórnin greiddi varnarliðinu fyrir þjónustu, en þegar það fékkst ekki andmælti flugmálastjórnin skyldu til greiðslu skattsins og kom nú fram sá skilningur, að flugstöð- in væri eign varnarliðsins, en ekki rkissjóðs. Njarðvíkur- hreppur krafðist þá uppboðs á flugstöðvarbyggingunni og kvað lögreglustjórinn á Kefla- víkurvelli upp þann úrskurð að krafan skyldi ná fram að ganga. Úrskurðinum var áfrýj- að til Hæstaréttar, sem ómerkti hann með dómi, þar sem ekki hafði verið leitað álits yfirfast- eignamatsnefndar áður en mál- ið var lagt fyrir dómstóla. Mál- inu var síðan skotið til yfir- Hin umdcildu mannvirki á Vellinum. Húsnæði íslenzks mark- aðar í viðbótarbyggingunni fremst. fasteignamatsnefndar, sem kvað upp þann úrskurð, að með samningnum um afhendingu hótel- og flugstöðvarbyggingar- innar varnarliðs íslands til ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, hefði ríkisstjórnin tekið að sér rekst- ur og viðhald flugstöðvarbygg- ingarinnar, en að ríkissjóður hafi ekki þá og e'kki síðar orðið eigandi hennar. Varnarliðinu ber ekki skylda til að greiða 12 FV 9 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.